Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn                     í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar  !  "!#$ á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af  % WorkPlus Strigar frá kr. 195 Þrátt fyrir allt er skáklífið ílandinu með miklumblóma um þessar mundir,mótin hafa verið fjölmörg og sveigjanleiki þeirra gefið nokkr- um af virkustu skákmönnum lands- ins tækifæri til að taka þátt í fleiri en einu móti. Þannig hefur Helgi Áss Grétarsson verið meðal þátt- takenda í þrem mótum og Guð- mundur Kjartansson einnig. Sá síðarnefndi keppir að því að ná 2.500 elo-stigamarkinu til að hljóta útnefningu sem stórmeistari og þar sem hinn alþjóðlegi skákvett- vangur er algerlega lokaður heldur hann sér í æfingu með taflmennsku víða. Þannig tekur hann þátt í Skákþingi Vestmannaeyja og þarf sennilega að vinna allar skákirnar til að hækka á stigum. Hann er með átta vinninga af átta mögu- legum en á þó eftir að tefla við einn öflugasta Eyjamanninn, Sigurjón Þorkelsson. Vinni Guðmundur þá skák og aðrar tvær til viðbótar hlýtur hann 11 vinninga af 11 mögulegum og það hefur ekki gerst á þessum vettvangi síðan á skákþinginu 1973. Helgi Áss tekur þátt í skákmóti öðlinga hjá TR og hefur unnið allar skákir sínar. Hann tapað óvænt fyrir Símoni Þórhallssyni á Brim- mótinu um helgina sem er hluti mótaraðar TR. Þar varð Davíð Kjartansson hlutskarpastur, hlaut 6½ vinning af sjö mögulegum en Símon Þórhallsson kom næstur með 5½ vinning. Sigur Davíðs stóð tæpt því að Vignir Vatnar Stef- ánsson, sem hefur verið sigursæll undanfarið, gat komist upp fyrir hann í lokaumferðinni. Önnur inni- haldsrík úrslitaskák hjá Vigni á stuttum tíma, og hún var eins og sigurskákin gegn Hjörvari Steini á Skákþingi Reykjavíkur á dögunum, báðum keppendum til sóma: Brim-mótaröðin 2021: Vignir Vatnar Stefánsson – Davíð Kjartansson Vínar- tafl 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e3 Hvassast og best er 5. e4. það er sennilega ekki nokkur leið fyrir hvítan að fá betra tafl upp úr byrj- uninni eftir þennan leik. Næstu leikir leiða það í ljós. 5. … a6 6. Bxc4 b5 7. Be2 Bb7 8. 0-0 Rbd7 9. a4 b4 10. Rb1 c5 11. b3 Be7 12. Bb2 0-0 13. Rbd2 Hc8 14. a5 Dc7 15. Rc4 Hfd8 16. Dd2 cxd4 17. Rxd4 Re4 18. Dc2 Re5 19. Dc1 Rxc4 20. Bxc4 Db8 21. De1 Bd6 22. h3 Hc5 23. f4 Hg5!? - Sjá stöðumynd 1- Hvað á þetta að fyrirstilla? Hróknum er leikið beint í dauðann en ekki dugar 24. fxg5 Bh2+ 25. Kh1 Rg3+ 26. Kxh2 Rxf1+ 27. Kg1 Dh2+ og 28. … Dxg2 mát. 24. Rf3 Hg6 25. g4 25. … Bxf4?! Afar hæpin fórn. Davíð átti góð- an leik, 25. … Rc3 sem hefði fært honum betri stöðu. 26. exf4 Dxf4 27. Re5 Dh6 28. Rxg6?! Nákvæmast var var 32. h4! og sókn svarts rennur út í sandinn. 28. … Dxh3! 29. Dh4 De3+ 30. Hf2 Hd2 Gríðarlega áhugaverð staða. Hvítur leikur sennilega best 31. Bd5! með máthótun í borði og svartur verður að svara með 31. … Rg5! og miklar flækjur framundan. 31. Re7+ Kf8 32. Rd5? Tapleikurinn. Enn var best að leika biskupinum til d5. 32. … Dxf2+ 33. Dxf2 Rxf2 34. Rxb4 Hxb2 35. Bxa6 Rh3+ 36. Kf1 Bf3 37. Ke1?! Svartur hefur unnið manninn til baka og á góða sigurmöguleika en hér varð hvítur að leika 37. Bc4! 37. … Hxb3 38. Rd3 Ke7 39. Kd2 Rg5 40. Bc4 Hb8 41. Ke3 Ba8 42. a6 Re4 43. Kd4 Rd6 44. Ha4 Bc6 45. Ha5 Ba8 46. g5 h6 47. gxh6 gxh6 48. Ba2 Rf5+ 49. Ke5 h5 50. a7 Hd8 51. Rc5 f6+ 52. Kf4 Hd4+ – og hvítur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ágæti borgarstjóri. Í apríl á síðasta ári varaði ég þig í grein í Morgunblaðinu við þeirri þróun sem átt hefur sér stað undir þinni stjórn. Síðan þá hafa bara enn fleiri fyrirtæki flúið miðborgina eða hreinlega farið í gjaldþrot. Það hefur meðal annars þær afleiðingar að æ fleiri verða atvinnulausir með tilheyrandi kostnaði fyrir sam- félagið, svo ekki sé talað um það áfall að missa vinnuna. Allt þetta fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum þessar hörmungar bara bíður og vonar innilega að þess- um árásum frá þér og meirihlut- anum linni. Fólk sem hefur misst lífsviðurværi sitt horfir upp á borgarstjóra sem barmar sér og fellir tár þótt hann sé sennilega einn hæst launaði borgarstjóri Evrópu og með fjölda aðstoðar- manna. Íbúar og gestir miðborg- arinnar hafa þurft að horfa upp á gífurlega upptöku bílastæða, á sama tíma hefur mesti óvinur einkabílsins komið því þannig fyrir að hann sjálfur hefur tvö einkastæði fyrir sig og sína og einkabílstjóra. Hvað finnst borg- arbúum um þetta? Ég bý sjálfur í Garðabæ og hef verið með rekstur á Laugavegi í 15 ár. Í Garðabæ höfum við eng- ar göngugötur. Við höfum bæjar- stjóra sem er ekki í því að gera torg og skraut fyrir utan heimili sitt á kostnað skattborgara og vinnur markvisst að því að upp- ræta bílastæði annarra. Við höfum sem betur fer ekki bæjarfulltrúa sem hvetur til þess að fólk „lykli“ bílana okkar eins og einn borgarfulltrúi í Reykja- vík gerði. Ekki hefur enn heyrst orð frá borgarstjóra um fordæm- ingu á þessu annars ógeðfellda framferði borgarfulltrúans. Í Garðabæ er ekki bæjarstjórn sem keyrir allar framkvæmdir langt fram úr kostnaðar- áætlunum líkt og al- gengt er hjá nágrönn- um okkar í Reykjavík. Við höfum heldur engan lítinn rándýran bragga sem kostaði sem samsvarar 10-15 íbúðum sem hefði ver- ið gáfulegra að byggja t.d. fyrir fólk í neyð. Svo er enginn svo vitlaus í Garðabæ að kaupa og flytja inn danska njóla eða strá fyrir stórfé. Í Garðabæ höfum við bæjar- stjóra sem vinnur vinnuna sína með bæjarbúum og fyrir bæjar- búa og fer vel með peningana okk- ar, ólíkt borgarstjóra Reykja- víkur. Að lokum vil ég koma því að að hluti af minni viðskiptum í mið- bænum er vegna Covid síðustu misseri. Engir ferðamenn og búið að gera Íslendinga fráhverfa Laugavegi með auknum götu- lokunum, fækkun bílastæða, allt of háum stöðugjöldum og rugli með akstursstefnu. Kringlan, Smáralind, Skeifan, Ármúli, Síðumúli og Mörkin sem dæmi blómstra þrátt fyrir Covid. Allt blómstrar nema Lauga- vegurinn, enda er ekki, og hefur aldrei verið, hlustað á rekstrar- aðila en afgerandi meirihluti rekstraraðila er á móti götulok- unum sem hafa skaðað allan rekstur síðastliðin átta ár og vald- ið miklum fyrirtækjaflótta. Vandi Laugavegarins og alls miðbæjarins er ekki Covid heldur aðgerðir óhæfs borgarstjóra og meirihluta. Borgarstjóri, nú er mælirinn fullur Eftir Lárus Guðmundsson » Allt blómstrar nema Laugavegurinn, enda er ekki, og hefur aldrei verið, hlustað á rekstraraðila. Lárus Guðmundsson Höfundur er veitingamaður á Laugavegi til 15 ára. Lárus Gottrup, eða Lauritz Christensen Gottrup, fæddist 1649 í Nakskov á Lálandi í Danmörku. Hann kom fyrst til landsins með dönskum kaup- mönnum og starfaði við versl- un. Síðar varð hann fulltrúi fógeta, hafði Þingeyraklaust- ursumboð frá 1685 og var lög- maður norðan og vestan 1695- 1714. Árið 1701 fór hann utan með bænaskrár Íslendinga til konungs og tillögur um ýmis málefni. Voru Árni Magnússon og Páll Vídalín sendir til lands- ins í framhaldinu og úr varð manntalið og Jarðabókin. Lárus bjó lengi stórbúi á Þingeyrum í Húnaþingi, reisti m.a. stórt timburhús, upphitað að hluta og lét leggja vatn að húsinu. Einnig reisti hann stóra timburkirkju á Þing- eyrum og gaf henni m.a. hol- lenskan prédikunarstól í bar- okkstíl, skírnarfont og fleiri gripi. Hann flutti vefstól til lands- ins og tvo eða þrjá rokka á ár- unum og kom sér upp þófara- myllu og litunarverkfærum og réð litara frá Danmörku. Hann lét einnig gera kálgarð og hafði kálgarðsstúlku frá Kaup- mannahöfn. Kona Lárusar hét Catharina Christiansdatter Peeters, f. 1666, d. 1731. Þau áttu fjögur börn. Lárus lést 1. mars 1721. Merkir Íslendingar Lárus Gottrup Hjónin Úr málverki af Lárusi, Catharinu og börnum. Stúkan Skákþing Kópavogs hófst á fimmtudaginn með 37 keppendum. Hér eigast þær við Iðunn Helgadóttir (t.v.) og Ulker Gasanova. Hrina skákmóta á höfuðborgar- svæðinu og víðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.