Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2021 ✝ Magnús Arn-órsson fæddist á Ísafirði 29. júlí 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 23. febrúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Arnór Magnússon, f. 17. október 1897, d. 12. febrúar 1986, og Kristjana Sigríður Gísladótt- ir, f. 4. júlí 1900, d. 13. október 1970. Systkini Magnúsar eru: Þorlákur Halldór, f. 1924, d. 2016, Jóhanna, f. 1925, d. 2017 Bjarni, f. 1926, d. 1927, Hilmar Ægir, f. 1928, d. 2015, Jónatan, f. 1932, d. 2018, Júlíus, f. 1936, Guðbjörg, f. 1937, d. 2000. Magnús kvæntist 31.12. 1967 Friðgerði Hallgrímsdóttur frá Bolungavík, f. 25.11. 1937, börn þeirra eru: 1) Halldóra Guð- björg, f. 10.9. 1957, gift Guð- mundi M. Kristjánssyni. Hall- dóra á soninn Frey Björnsson, f. 27.8. 1982 og Guðmundur á börnin Örn Elías, Erlu Sonju og Helgu. 2) Reynir Snædal, f. 7.6. 1960, kvæntur Eygló Ásmunds- dóttur og dætur þeirra eru Ólafía Ósk og Birta Líf, f. 20.5. Magnús fór síðan um tvítugt til Hafnarfjarðar og réð sig í skipsrúm hjá Guðmundi Krist- jánssyni frá Hjöllum í Skötufirði á Fagraklett HF og var þar eina vetrarvertíð. En heimahagarnir kölluðu og Magnús réð sig í skipsrúm hjá Herði Guðbjarts- syni á Gunnhildi ÍS á Ísafirði og síðar með Gísla Júlíussyni á Huga 1. Magnús fór síðan á eina vetravertíð á Böðvar AK frá Akranesi en árið eftir réð hann sig hjá Arnóri Sigurðssyni á Víking II. á Ísafirði. Um haustið 1960 réð Magnús sig á vélbátinn Vin ÍS frá Hnífs- dal. Þann 10. mars 1961 hélt Vinur ÍS í róður, róið var austur eftir eins og sagt er en í þeim róðri tók Magnús út ásamt öðr- um manni en Magnús náði taki á lóðabelg sem varð honum til lífs en skipsfélagi hans fórst. Eftir slysið á Vin ÍS hugðist Magnús hætta sjómennsku og réð sig í vinnu hjá Íshúsfélagi Ís- firðinga þar sem hann var að mestu þar til hann fór á eft- irlaun. Magnús reri reyndar með bræðrum sínum Júlíusi og Jónatan á handfærum og Inn- djúpsrækju á bátunum Glað og Svani og vann einnig um tíma í Rækjuvinnslunni í Edinborgar- húsinu. Útför Magnúsar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 6. mars 2021, klukkan 14. 1998, fyrir átti Eygló dótturina Hrafnhildi Gísla- dóttur, f. 14.2. 1983. 3) Kristjana, f. 17.8. 1973, gift Guðna G. Borgarssyni, þau eiga synina Magnús Örn, f. 22. 11. 2004 og Kristin Má, f. 28.10. 2007. Fyrir átti Magn- ús: Dúnu, f. 30.3. 1954, gift Kristjáni Sigurjóns- syni. Börn þeirra eru Sunna Dís, f. 3.10. 1984 og Anton Orri, fæddur 29.12. 1995. Arnór, f. 30.10. 1955, kvæntur Dagnýju Jónsdóttur og dætur þeirra eru Harpa, f. 7.1. 1978, Tinna, f. 7.1. 1983 og Dúna, f. 28.8. 1988. Ingi- björgu Sólrúnu, f. 14.5. 1956, gift Þorleifi Ragnarssyni og dóttir þeirra er Svanhildur Sól- ey, fædd 26.1. 1992, fyrir átti Ingibjörg börnin Elísabetu Hall- dórsdóttur, f. 18.7. 1977 og Hall- dór Ægi Halldórsson, 18.10. 1979. Magnús fæddist á eyrinni Ísa- firði þar sem hann bjó alla tíð. Hann gekk í Barnaskólann á Ísafirði en fór snemma að vinna verkamannavinnu og við sjó- mennsku á hinum ýmsu bátum. Elsku Maggi, sárt er að þú þurftir að kveðja okkur svona snögglega. Lífið hafði gengið sinn vanagang eins og hafði verið hjá okkur síðustu rúm sextíu og fimm ár þó svo að við hefðum bæði skynjað það að tíminn færi nú að styttast hjá okkur saman, en þá kom höggið þegar síst var von. Það að þú dast svona illa heima var mjög sárt og snemma ljóst eft- ir það, í hvað stefndi. Árin okkar saman eru þó þannig að ekki mun fenna svo snögglega yfir þar sem þú varst nú engum líkur og fórst þínar eigin leiðir og settir svo sannarlega svip þinn á mannlífið á Ísafirði, að mér þótti nú stundum nóg um. En samt var alltaf gaman og sérstaklega það að þú hafðir svo sannarlega sterka skoðun á mönnum og málefnum, að það var aldrei nein lognmolla þar sem þú fórst um. Við eigum þó það sem við áttum saman, börnin okkar og börn þeirra og barnabörn, sem allt er gott og vel gert fólk sem vegnar vel í lífinu og það er það sem mest er um vert þegar litið er til baka í lífsins minningabók, sem við byggðum saman á heimili okkar. Þú varst einstakur að leika við barnabörnin, sama hvað gekk á þá varst þú alltaf til staðar fyrir þau. Elsku Maggi minn, þegar ég kveð þig á þessum tímamótum þá ber að þakka allt það sem við náð- um að áorka saman og megi góður Guð geyma minningu þína. Með þessari fallegu bæn vil ég kveðja og hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín Fiðgerður (Fríða). Elsku pabbi minn. Guð hvað ég á eftir að sakna þín mikið, og strákarnir mínir líka, sem dýrkuðu afa sinn og litu mikið upp til, spjölluðu mikið um íþrótt- irnar og aðallega fótboltann. Við brölluðum nú mikið saman ég og þú, fórum svo oft saman á fót- boltaleiki hjá BÍ, og þú varst að- alstuðningsmaðurinn, við stóðum nú oft saman á línunni til að hvetja liðið, svo fór nú að færast fjör í leikinn og byrjað að öskra, þá fór maður nú aðeins að færa sig frá. Og við töluðum svo mikið um fótboltann, og bara íþróttir, það var nú gaman að horfa á fótbolta- landsleiki með þér í sjónvarpinu, við höfðum mikinn áhuga á því. Svo á eldri árum þegar þú fórst að fylgjast með honum nafna þínum, þegar hann fór að spila fótbolta, það var nú oftar en einu sinni að þú komst að horfa á hann spila, og skemmtir þér vel. Svo náttúrulega berjatíminn, þá var nú gaman, það var nú gaman að fara til berja saman, ég var nú voða róleg, sat bara á mínum stað úti í móa að tína ber, á meðan þú hljópst með fötuna upp hlíðarnar, til að leita að stærri berjum. En það verður rosa tómlegt án þín, elsku hjart- ans pabbi minn. Ég veit þú ert hjá okkur og fylgist vel með okkur og gætir okkar vel að handan. Ég veit að þér líður vel núna. Það var svo mikill friður þegar þú kvaddir okkur og sæll á svip- inn, engir verkir, og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, mamma þín og pabbi og systkini. Elsku mamma mín, guð veiti þér styrk á þessum erfiða tíma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Elska þig og sakna þín. Og ég veit að þú ert hjá mér og gætir mín. Þín Kristjana. Elsku pabbi, það er ekki hægt að segja annað en þú hafir verið litríkur karekter, þú settir þinn svip svo sannarlega á bæjarlífið hér á árum áður. Þú hafðir sterkar skoðanir og varst óhræddur við að láta þær í ljós hvort sem það voru stjórnmál, fótbolti eða bara hvað sem var. Þú varst mikið á hjóli og ef þér lá mikið á hjarta áttir þú til að kalla á fólk úti á götu og jafnvel steyta hnefann til að leggja áherslu á málin. Ég get ekki sagt að ég hafi alltaf verið glöð með þig þegar ég heyrði köllin í þér upp í bæ þegar ég var unglingur. En sem betur fer erum við ekki öll eins því þá væri lífið ekki skemmtilegt. Það eru til ótal sög- ur af þér og ég er nú þegar byrjuð að segja mínum barnabörnum þær. Þú varst með eindæmum barn- góður, þú skreiðst í gólfinu með barnabörnunum, lékst hund, gelt- ir eða jafnvel sýndir þeim fölsku tennurnar þínar. Ég þakka þér elsku pabbi fyrir hvað þú hjálpaðir mér mikið með minn son, þig munaði ekkert um að sækja hann í leikskólann þegar þú fórst í há- degismat, hann sat bara á stöng- inni á hjólinu og þótti engum það athugavert, engir hjálmar þá. Það eru um tvö og hálft ár síðan þið mamma fluttuð úr Silfurgöt- unni í íbúðir aldraðra á Hlíf, þú varst nú ekkert á því að flytja þangað en þegar þú varst kominn þangað varstu hæstánæður og viðurkenndir að þið hefðuð löngu átt að vera flutt þangað. En það tók að halla undan fæti, elli kerl- ing fór ekki vel í þig, þér leið ekki alltaf vel en það komu góðir dagar og þá lékstu á als oddi. En elsku pabbi minn, að líf þitt skyldi enda svona með þessu hræðilega slysi er búið að vera okkur óendanlega erfitt, en eins og þú sagðir svo oft, „lífið er ekki leikur að rósum“ sem er svo sannarlega rétt. Elsku pabbi, við Muggi munum gera allt sem við getum til að mamma geti átt góða daga. Hvíldu í friði og megi minningin um góðan mann lifa áfram í hjört- um okkar sem eftir stöndum. Halldóra Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson. Elsku pabbi er farinn frá okkur og verður hans sárt saknað. Það sem einkenndi pabba alla tíð var mikill áhugi á íþróttum og þá sér í lagi knattspyrnu. Pabbi mætti á flesta leiki og hvatti sína menn dyggilega áfram. Það sama átti við síðar meir þegar barna- börnin hans voru að keppa. Einnig hafði hann gaman af að hlusta á lýsingar af knattspyrnuleikjum í útvarpi og lifði hann sig inn í leik- ina og kunni nöfn flestra leik- manna í efstu deildum. Pabbi hafði mjög gaman af skíðakeppn- um þar sem undirritaður og bræðrasynir pabba hér á Ísafirði tóku þát. Hann mætti á Selja- landsdalinn og fylgdist með af ákafa og var ófeiminn að segja sín- ar skoðanir á keppninni og var ár- angur okkar frændanna krufinn til mergjar af pabba og bræðrum hans, Júlla og Jónatani í fjöl- skylduboðum. Þessi keppnisandi pabba var einnig til staðar þegar vinnudegi lauk og hann gat gefið sér tíma til að fara til berja en þar var hann á heimavelli og tíndi ber af kappi og gaf okkur börnunum, ásamt því að senda til systkina sinna sunnan heiða. Pabbi átti sína berjastaði og var það svolítið hans leyndarmál því ekki vildi hann láta það berast hvar bestu berjastæðin var að finna, hann vildi eiga það fyrir sjálfan sig og sína. Pabbi var söngelskur og var sálmurinn „Liljan í holti“ hans uppáhaldslag. Hann lærði það lag þegar hann var ungur piltur í Hjálpræðis- hernum og var það ætíð sungið á öllum ættarmótum og við hin ýmsu tækifæri með fjölskyldunni. Hann lifði sig vel inn í lagið og söng með mikilli innlifun. Pabbi var barngóður og hafði gaman af því að leika við þau. Hann brá sér í hin ýmsu gervi, hann lék hund eða hest með tilþrifum og minnast þau þeirra stunda með hlýhug. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Sumarhúsaferðir í Vatns- fjörð, Munaðarnes og Svigna- skarð voru skemmtilegar með pabba. Síðastnefndi staðurinn var uppáhaldsstaður hans en þar hélt hann upp á 70 ára afmælið sitt sumarið 1999 með öllum börnun- um sínum, tengdabörnum og meirihluta barnabarnanna. Sá mannfagnaður var eftirminnileg stund. Í slíkum ferðum hafði pabbi sérstaklega gaman af að leika sér við barnabörnin í fótbolta þar sem hann varði markið oft á tíðum með miklum tilþrifum. Pabbi var trúaður og trúði á Guð og bað til hans á hverju kvöldi. Guð blessi hann og varð- veiti alla tíð. Elsku Fríða, við vott- um þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að hugga ykkur og styrkja. Arnór (Addó) og Dagný. Það var alltaf líf og fjör í kring- um hann afa. Hann hafði mjög gaman af fótboltaleikjum og var ófeiminn við að láta í sér heyra. Þegar við fjölskyldan bjuggum í Hafraholtinu hlustaði afi stundum á leiki í útvarpinu. Hann lifði sig svo mikið inn í leikinn. Það voru farnar margar ferðir á rúntinn með afa, ömmu og Kristjönu. Stundum fengum við Rommý- súkkulaði. Mér fannst þetta súkkulaði mjög gott og tengi það við afa. Einnig var blár mentol- brjóstsykur í miklu uppáhaldi hjá afa. Þær voru ófáar ferðirnar sem við krakkarnir fórum út í sjoppu til að kaupa brjóstsykur handa afa. Afi hafði mjög gaman af því að syngja. Þeir sem þekkja til hans vita að hann hafði einstakt dálæti á laginu „Liljan í holtinu“. Árið 2013 fékk afi hjartaáfall. Við vor- um öll viðbúin því að kveðja hann á þeim tíma. Ég er þakklát fyrir þau átta dýrmætu ár sem ég fékk til viðbótar með honum. Ég vil segja í nokkrum orðum frá skemmtilegum minningum sem ég á um afa minn. Hann var flottur og fyndinn karakter sem þótti gaman að syngja og dansa. Þegar ég var í 10. bekk kom hann með mér á þorrablótið í skólanum. Hann var eini dansherra minn og það þótti honum ekki leiðinlegt. Hann sveiflaði mér í marga hringi og dansaði svo hratt að ég var al- veg búin á því. Eitt sinn fórum við Freyr frændi á kajakleiguna með afa og sigldum á Pollinum. Freyr fór einn á kajakinn en við afi leigð- um tveggja manna bát. Ég var að fara í fyrsta skipti og setti árina svo djúpt ofan í vatnið að báturinn maraði hálfur í kafi. Afi gargaði á mig og sagði mér að passa mig. Eitt sinn fórum við afi í berjamó fyrir ofan Urðarveginn á Ísafirði. Það var mikið kappsmál hjá afa að vera fyrstur að berjalynginu. Hann var snar í snúningum og það lak af honum svitinn við tínsluna. Núna er hann elsku afi okkar fallinn frá og við munum sakna hans mikið. Ég man sérstaklega eftir sumarbústaðarferð með afa, ömmu og Kristjönu þar sem við vorum eitt sumarið í bústað í Munaðarnesi í Borgarfirði. Ég kynntist þremur strákum þarna og lék mér eitthvað með þeim í fótbolta. Ekki leið á löngu þar til afi sjálfur var mættur á völlinn í markið og eftir þetta komu strák- arnir á hverjum degi og spurðu ekki eftir mér heldur vildu fá afa því hann ólíkt mér hafði virkilega gaman af því að spila fótbolta með þeim. Afi hafði mikinn áhuga á íþróttum og ég á margar minn- ingar um að hafa farið með afa á körfuboltaleiki með KFÍ. Á þeim leikjum lét hann svo sannarlega heyra í sér. Eftir einn leikinn gafst afa tækifæri til að fá að hitta í körfuna og dró mig með sér inn á völlinn og kastaði hann boltanum með svokölluðu ömmuskoti. Ég man hvað ég varð vandræðaleg þarna inni á vellinum fyrir það hvernig afi kastaði boltanum. Það var aldrei lognmolla í kringum afa og hann var stuðbolti. Hann afi var litríkur karakter, ófeiminn og spurði margra spurn- inga. Við munum sakna þess að fá ekki fleiri skemmtilegar spurning- ar frá elsku afa okkar. Það er mik- il huggun fólgin í því að vita að afi er kominn heim í faðm Drottins. Harpa, Tinna og Dúna. Magnús Arnórsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn, takk fyr- ir öll árin saman, ég mun alltaf sakna þín, við eigum svo margar minningar saman, mér fannst svo gott að fá knús frá þér, og það var líka gaman að hlusta á sögurnar sem þú sagðir okkur. Ég mun alltaf vita að þú munt fylgjast með mér og passa mig. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þinn Kristinn Már. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Útför dóttur minnar, systur okkar, mágkonu og frænku, HILDAR STEINGRÍMSDÓTTUR lyfjafræðings, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. mars klukkan 15. Ingibjörg Pála Jónsdóttir Einar Steingrímsson Eva Hauksdóttir Þóra Steingrímsdóttir Haukur Hjaltason Ragnhildur, Elín Hildur, Steinunn, Freyr, Halla og makar Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð og vinsemd við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU INGIBJARGAR GESTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðjón Guðnason Gestur Guðjónsson Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir Pálína Kristín Guðjónsdóttir Berglind Ester Guðjónsdóttir Marcus Pettersson Guðni Þór Guðjónsson Lilja Guðnadóttir og fjölskyldur Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför heittelskaðrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HAFDÍSAR ENGILBERTSDÓTTIR, Hólmvaði 62, Reykjavík. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sýndu minningu hennar virðingu með því að styrkja góð málefni. Sérstakar þakkir færum við líknarheimaþjónustu Landspítalans, HERU, fyrir einstaka hlýju og alúð. Baldvin H. Steindórsson Tinna Björk Baldvinsdóttir Þórður Birgir Bogason Ívar Baldvinsson Lísa Lind Björnsdóttir Fannar Baldvinsson Snædís Sif Benediktsdóttir og barnabörn Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR Þ.G. JÓNSDÓTTUR, Löllu, Njálsgötu 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka alúð og hlýhug í hennar garð. Ingibjörg Þóra Marteinsd. Hilmar Teitsson Kristinn Óskar Marteinsson Þóra Stefánsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.