Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 27
ÞROTTVR 40 ára 27 RÆTT VIÐ MAGNÚS ÓSKARSSON, BORGARLÖGMANN, FORMANN ÞRÓTTAR Á MIKLUM FRAMKVÆMDAÁRUM 1975-1980: Það á að gera Þrótt að stórveldi! Árið 1975 barst góður kraftur til stjórnar á Knattspyrnufélaginu Þrótti, en það var Magnús Óskars- son, borgarlögmaður, galvaskur félagsmálamaður, sem reyndist hinn ötulasti framkvæmdamaður. Til liðs við sig fékk Magnús ágæta krafta, sem á næstu árum festu fé- lagið verulega í sessi. Má segja að með starfi sínu sem formaður Þróttar í 5 ár, hafi Magnús og fé- lagar hans lagt þann grunn, sem félagið stendur á í dag, þ.e. góða eignalega stöðu. Nú þarf að end- urreisa félagslega grunninn, sem Magnús Óskarsson borgarlögmaður. því miður hefur skekkst illilega frá þessum árum í sögu félagsins. „Ég hef alltaf haft áhuga á knattspyrnu frá því ég var strákur á Akureyri og félagi í KA. Þegar ég átti heima við Dunhagann vestur í bæ, þá sá ég mér til ánægju að Þróttarar ldæddust gömlu rauð- röndóttu peysunum, sem ég keppti í fyrir KA. Ég hreifst mjög að því hversu vel Þróttur sinnti á þessum árum unga fólkinu í hverfinu. Seinna flutti fjölskyldan inn í Vogahverfi, og Þróttur á eftir okkur. Þrjú barna minna tóku þátt í starfi Þróttar, þau Óskar, Hildur og Haukur. Félagið var því farið að koma mér talsvert við", segir Magnús, þegar við tökum hann tali. En hvernig stóð á því að hann fór beinustu leið upp á toppinn og tók að stjórna félaginu haustið 1975? „Það hefur líklega vakið athygli forráðamanna félagsins að ég var oftast viðstaddur þegar Þróttur lék. Guðjón Oddsson, þáverandi formaður kom einhverju sinni að máli við mig og bað mig að taka við formennskunni af sér. Ég held reyndar að það hafi verið Helgi Þorvaldsson sem átti uppástung- una að þessu. Formennska ofan á eril- söm samningastörf Um þetta leyti var ég í einstak- lega erfiðu starfi og líklega því er- ilsamasta sem til er innan borgar- kerfisins. Ég annaðist launamál borgarinnar og samninga um kaup og kjör, auk þess sem ég stundaði lögfræðistörf. Það var því varla á bætandi. Úr þessu varð samt ráðstefna heima fyrir, ég reiknaði með að verða í for- mennsku fyrir Þrótt í 3 ár, svipað- an tíma og það tekur flesta að byggja sér hús. Það varð svo úr að ég tók þetta að mér, en óskaði eftir að fá Friðrik Kristjánsson með mér í stjórnina. Þegar þetta var, var talsvert búið að undirbúa byggingu félags- heimilisins, þannig að við gátum farið fljótt af stað með fram- kvæmdir. Það var byrjað með skó- flustungu í mars 1976 og síðan all- taf unnið í áföngum. Fyrsti áfang- inn var að taka í notkun búnings- herbergi og böð en það var í júní 1978. Um haustið 1979, á 30 ára afmælisári félagsins, var félags- heimilið vígt og afmælisins minnst í eigin húsi. Auðvitað trúði því enginn maður fyrirfram að þetta yrði hægt, þegar byrjað var 1976, en þetta var áætlun okkar Friðriks og Vífils Oddssonar, sem var með okkur í húsbyggingarnefndinni.". Hringt í 3200 símanúmer — Hvernig var fjárhagslega dæmið við bygginguna leyst? „Það var leyst með ýmsu móti. Upphaflega var enginn fjárhags- legur grundvöllur fyrir bygging- unni, allra síst á þetta stuttum tíma. í rauninni vantaði okkur fé fyrir öllum útgjöldum félagsins. Við í stjórninni hófumst því handa strax við að afla okkur fjár. Fjáröfl- unin var nokkuð stór í sniðum, því við hringdum í 3200 símanúmer, öll númer í hverfunum sem næst okkur eru. Við fengum lánaðar skrifstofur Kassagerðar Reykja- víkur. Til þessa starfs mætti ein- valalið Þróttara þrjár helgar í röð, það var valinn maður við hvern síma. Áður höfðum við sent íbú- um hverfanna bréf og blöð, þetta var þrælskipulagt og fólk vissi hvað fyrir okkur vakti. Við vorum að biðja um 500 krónur á mánuði í 1-2 ár. Viðtökurnar voru feykilega góðar. Yngri strákarnir fóru síðan í húsin mánaðarlega og inn- heimtu. Því miður voru greiðslu- kortin ekki komin þá, né heldur gíróið, slíkar greiðsluaðferðir hefðu létt undir með okkur. Eftir eitt ár voru innheimturnar hættar að skila sér eins vel og í fyrstu og strákarnir orðnir þreyttir. En ég verð að segja að það var enginn skortur á starfskröftum í félaginu, nóg af góðu fólki og allir reiðubún- ir að hjálpa til. Þetta átak var líka gott að því leytinu að það varð félagsleg vakning innan Þróttar, menn vildu með öllu móti treysta tilveru félagsins. Þetta var sannar- lega skemmtileg rispa". Samningurinn við Davíð þótti hið versta „guðlast“ — Nú vakti það athygli að Þróttur gerði samning við Reykja- víkurborg um að borgin ræki fé- lagsmiðstöð í nýja húsinu? „Já, það vakti sannarlega at- hygli þegar við efndum til sam- starfs vð Æskulýðsráð borgarinn- ar. Þetta var glæný hugmynd, sem ég setti þarna fram og ég get fullyrt að innan íþróttahreyfingarinnar þótti það Iíkt og hið versta guðlast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.