Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 39

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 39
LEIFUR KOM ÚR VOGA- SKÓLANUM Það voru þeir Guðmundur, Vademar Jónasson, Þór Alberts- son og Gunnar Árnason, sem léku með fyrsta blakliði Þróttar og úr Vogaskóla fengu þeir fljótlega góðan leikmann sem enn er í eld- línunni, Leif Harðarson, núver- andi fyrirliða Þróttar og íslenska landsliðsins. Fljótlega bættist Sæ- mundur Sverrisson úr Vogaskóla í hópinn og Jason fvarsson skilaði sér einnig fljótlega en hann tók stúdentspróf frá Laugarvatni árið 1974. Að sögn Guðmundar, var Guð- jón Oddsson sem kenndur er við verslun sína Litinn, formaður Þróttar um þetta leyti og tók hann og reyndar félagið í heild, þessari nýju deild opnum örmum. — Bjarni Bjarnason í Smjörlíki var okkar stoð og stytta til að byrja með og eins áttum við alltaf vísan stuðning Óskars Péturssonar, skátahöfðingja og fyrrum for- manns Þróttar, segir Guðmundur en hann getur þess að Þrótti hafi ekki vegnað of vel í blakinu til að byrja með. Þó voru þrír Þróttarar valdir í landsliðið haustið 1974, skömmu eftir að blakdeildin var stofnuð, en sá fjórði sem mögu- leika átti á landsliðssæti, Gunnar Árnason, meiddist og missti því af Norðurlandamótinu. — Við vorum um miðja deild fyrstu tvö árin og það var á bratt- ann að sækja því ÍS-ingar voru þá upp á sitt besta, segir Guðmundur. Þróttarar urðu fyrst íslands- meistarar 1977 og Guðmundur segir að sá titill hafi verið einkar kærkominn. — Við unnum eftir úrslitaleik við ÍS og þó svo að þeir hafi unnið mótið árið á eftir, þá var þetta merkilegur áfangi og upphafið að því sem koma skyldi. UMFJÖLLUN HEFUR DREGIST SAMAN Guðmundur hefur haldið sam- an úrklippum úr dagblöðum þar sem fjallað hefur verið um blak og eftir að hafa rennt með honum yfir þessar úrklippur er ljóst að um- fjöllun blaðanna um blakleiki hef- ur dregist mikið saman. — Það er ekki gott að segja hvað veldur þessari þróun. Fót- bolti og handbolti eru orðnir alls ráðandi í blöðunum og ég er þeirr- ar skoðunar að umfjöllun blað- anna um erlenda íþróttaviðburði hafi mjög bitnað á blakinu. Hér áður fyrr var þetta í þokkalegu lagi, yfirleitt ágæt umfjöllun og mynd með hverri grein, en nú eru þetta í mesta lagi smáklausur og oft bara úrslitin sem koma fram. — Hefur blakmönnum einfald- en samt sem áður gætu þau ekki staðið sig mikið verr. — Endurspeglar þessi umfjöll- un stöðu blaksins í dag? — Ég er ekki þeirrar skoðunar. Það hefur að vísu komið aftur- kippur í blakið. Annað hefði verið óraunhæft eftir þann rosalega uppgang sem var fyrstu árin. Það hefur verið erfitt að fá nýja leik- menn og undanfarin ár hafa að- Tvær kynslóðir blakara í Þrótti. Guðmundur E. Pálsson og sonur hans Ólafur Heimir Guð- mundsson eru ekki óvanir að handleika bikara! lega ekki mistekist við að koma íþróttinni á framfæri? — Það má e.t.v. segja það. Við höfum haft tengiliði á flestum blaðanna og það að úrslit leikja komi í blöðunum er ekki síst því að þakka að við komum þeim á fram- færi. Auðvitað er mikið álag á íþróttafréttamönnum sem oft eru bara einn eða tveir á hverju blaði eins tvö félög, HK í Kópavogi og Þróttur, Neskaupsstað, verið með unglingastarf til fyrirmyndar. Það kostar gífurlega vinnu og mikla alúð að rífa unglingastarfið upp og í Þrótti hefur endurnýjunin verið fremur lítil. Við áttum góða yngri flokka en slökuðum því miður á klónni og það er fyrst nú að við erum að ná okkur á strik að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.