Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 6
Ávarp formanns ÞRÓTTAR Á þessum tímamótum þegar Knattspyrnufélagið Þróttur hefur lagt að baki 40 ár er margs að minnast. Okkur er þó fyrst og fremst í huga þakklæti til frum- herjanna sem lögðu á sig mikið og óeigingjarnt starf á upphafsárun- um. Saga Þróttar er baráttusaga. Þrátt fyrir aðstöðuleysi tókst að halda starfinu gangandi og kom þar til samheldni félagsmanna og dugmiklir forystumenn. Það var ekki fyrr en á 15 ára afmælinu 1964, sem félaginu var úthlutað félagssvæði inni í Kleppsholti, fjarri upprunasínum. Það má segja að við þennan flutn- ing félagsins hefjist nýtt tímabil í sögu þess, þó byggt sé á gömlum grunni af Grímsstaðaholtinu. Á þessu ári eru því liðin 25 ár frá úthlutun svæðisins og fyrst nú sjá- um við fyrir endann á vallarupp- byggingunni. Það er þó ljóst að enn mun líða tími áður en hafist verður handa við byggingu íþróttahúss á svæðinu. Á 30 ára afmæli félagsins 1979 var stórt og glæsilegt vallarhús og félagsheimili vígt og núna tíu árum síðar er vígður grasvöllur og byggð áhorfendastæði og félags- svæðið girt. Þá er einnig hafin gerð tennisvalla, sem ráðgert er að ljúka árið 1990. Félagið fékk út- hlutað viðbótarsvæði í Laugar- dalnum nú á afmælisárinu, þar sem ráðgert er að byggja æfinga- velli fyrir knattspyrnu. Forsenda árangurs í íþróttum er að góð aðstaða sé fyrir hendi. Þegar hún hefur verið byggð upp geta menn lagt krafta sína enn frekar í það að standa myndarlega að rekstrinum sem er nú að verða umfangsmeiri með hverju ári sem líður. Árangur félagsins s.l. 15 ár, þ.e. frá útgáfu síðasta afmælisblaðs, hefur þegar á heildina er litið verið góður, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Árangur blakdeild- ar félagsins rís hæst og má telja víst að hann sé einn sá glæsilegasti sem nokkur deild í hópíþróttum getur státað af. Það sem veldur okkur forsvars- mönnum félagsins nú auknum áhyggjum er stöðugt minnkandi áhugi fólks á félagsstörfum. Það er nú orðin staðreynd að fólk vill í auknum mæli nýta takmarkaðar frístundir sínar fyrir sjálft sig til íþrótta og útiveru en síður að stan- da í forsvari í erilsömu sjálfboða- starfi innan íþróttafélaganna. Því verður ekki hjá því komist að reka félagið í auknum mæli eins og hvert annað fyrirtæki með laun- uðu starfsliði. íbúar Voga-, Heima- og Lang- holtshverfanna geta verið stoltir af sínu íþróttafélagi, því félagið og æskulýðsmiðstöðin eru mið- punktur félagsstarfs barna og unglinga í hverfinu. Við viljum byggja þetta íþróttafélag upp undir einkunnarorðunum: ÁBYRGÐ - AGI - ÁSTUNDUN. Ég er ekki í minnsta vafa um að framtíð þessa félags, Knattspyrnu- félagsins Þróttar, er björt. En gleymum því ekki að það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Tryggvi E. Geirsson formaður Þróttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.