Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 9

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 9
ÞROTTUR 40 ára Ávarp formanns K.S.Í. Þróttur fjörutíu ára, hváði ég. Ekki vegna þess að ég hefði á móti því að Þróttur héldi afmæli, held- ur af hinu að ég væri sjálfur orðinn svona gamall að muna þá daga þegar Þróttur varð til. Það er ekki oft sem maður verður að sætta sig við að vera eldri en hin merkustu félög. Ég man nefnilega vel, þegar strákarnir á Holtinu með Dóra fisksala og Eyjólf sundkappa í broddi fylkingar, stofnuðu með sér félag. Þeir bjuggu til lið í öllum flokkum, sem voru síst lakari en þau sem gömlu félögin tefldu fram. Þróttur var líka á heimavíg- stöðvum. Það var leikið á Gríms- staðaholtsvellinum í sjálfu fæð- ingarplássi Þróttar. Völlurinn var við austurenda Fálkagötunnar, en hinsvegar voru búningsklefarnir í gömlum bragga niður við fjöru við vesturenda götunnar. Það voru ógnvekjandi gönguferðir sem keppinautar Þróttara þurftu að leggja á sig eftir endilangri Fálka- götunni til og frá leik. Ekki vegna þess að líf manns væri í hættu, heldur af hinu að Fálkagatan og göturnar í kring voru vígi og virki félagsins, þar var heitur stuðn- ingsmaður í hverju húsi. Þar mátti næstum því þreifa á andrúmsloft- inu og samstöðunni með hinu unga félagi. Þar fóru enda margir keppinautanna á taugum, löngu áður en þeir komust á leiðarenda. Þróttur lét ekki við það sitja að senda unglinga til keppni. Félagið tefldi strax fram meistaraflokki og seinna uxu ungliðarnir úr grasi og ekki leið á löngu þar til Þróttur var verðugur keppinautur í Reykja- víkurmótum og síðar í 1. deild. Það hefur væntanlega ekki all- taf verið dans á rósum að stjórna og starfa fyrir Þrótt á fyrstu áratug- unum. Stundum máttu keppnislið Þróttara þola stór töp og það komu lægðir í starfið og árangur- inn, einkum á árunum áður en fé- lagið flutti sig um set í Kleppsholt- ið. Strákum hafði fækkað á Gríms- staðaholtinu og félagið varð oft undir gagnvart gömlu félögunum í borginni, þegar sóst var eftir góð- um keppnismönnum. Ég dáðist oft að þrautseigju for- ystumanna Þróttar á þessum árum og því æðruleysi sem ein- kenndi viðbrögð þeirra, þegar á móti blés. Stundum þurfti einn og sami maðurinn að keppa og þjálfa sjálfan sig og aðra og gegna stjórn- unarstörfum á sama tíma. Þetta hefði ekki verið hægt nema vegna þess að áhuginn var ódrepandi, vegna þess að félagið hafði fest rætur. Þróttarar höfðu skilning á því að keppni gengur út á fleira en að sigra. Iþróttir eru uppeldi, þros- ki og athöfn. Sigurlaun eru ekki allt. Þróttur hefur öðlast ný heim- kynni inn við Sund. Þar er nú myndarlegt félagsheimili, vellir og ný kynslóð, sem á vonandi eftir að gera garðinn frægan fyrir félag sitt. Fæðingarstöðvarnar suður á Holti hafabreytt um svip frá frum- bernsku Þróttar. Þar er nú malbik- uð Fálkagata með gangstéttar, við götuna standa reisuleg og ný- tískulegíbúðarhús. Skammt suður af þar sem Grímsstaðaholtsvöllur- inn var í eina tíð er heimavist stúd- enta. Og margir af stofnendum eru komnir undir græna torfu. En þarna stendur vagga Þróttar og þar stigu þeir sín fyrstu spor, full- hugarnir, sem hófu merkið á loft fyrir fjörutíu árum. Knattspyrnu- hreyfingin er þeim þakklát, sem og allir Þróttarar sem hafa notið félagsskapar, keppni og góðra æskuára í þessu góða og gegna félagi. Megi Þróttur lengi lifa. Ellert B. Schram, form K.S.Í. . L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.