Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 38

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 38
38 ÞROTTUR 40 ára „Framtíðin er björt“ - rætt við Guðmund E. Pálsson, „nestor“ íslenskra blakmanna, Jormann Þróttar um tveggja ára skeið og fyrrumformann blakdeildar Þróttar * 12 Reykjavíkurmeistaratitlar * 8 Bikarmeistaratitlar * 8 Islandsmeistaratitlar Ofangreindur árangur er ekki uppskera áttatíu ára eins og marg- ir gætu haldið, heldur er þetta af- rakstur aðeins 14 ára þátttöku meistaraflokks Þróttar í blakmót- um hér á landi. Ekkert annað ís- lenskt íþróttafélag í hópíþróttum getur státað af glæsilegri árangri. 28 titlar á 14 árum er met sem seint verður slegið! Það var fyrir algjöra tilviljun að farið var að leika blak á vegum Þróttar. Forsaga þess máls var sú að nemendur Iþróttakennaraskól- ans á Laugarvatni léku undir merkjum Ungmennafélags Bisk- upstungna í íslandsmótinu í blaki og urðu íslandsmeistarar útskrift- arárið 1974. Blakið var öflug íþróttagrein á Laugarvatni og auk liðs UMFB, tóku kennarar við íþróttakennaraskólann þátt í mót- inu undir merkjum Ungmennafé- lags Laugvetninga (UMFL) og nemendur héraðsskólans voru með enn eitt liðið, Hvöt, sem reyndar vann íslandsmótið 1973. Leikmenn Hvatar gengu síðar flestir í Víking í Reykjavík og það var von þeirra að leikmenn UMFB myndu einnig skila sér í Víking. Svo varð þó ekki því flestir leik- manna liðsins höfðu hug á að stofna nýja blakdeild á vegum ein- hvers af íþróttafélögunum í Reykjavík. En gefum nú Guð- mundi E. Pálssyni (Fomma) orðið, en hann var einmitt einn af ís- landsmeisturunum frá Laugar- vatni sem mestan þátt átti í stofn- un blakdeildar Þróttar. — Við vorum staðráðnir í því að halda hópinn og reyndar geng- um við á milli Reykjavíkurfélag- anna áður en ákveðið var að stof- na deildina á vegum Þróttar. Valið stóð eiginlega á milli Fram og Þróttar í lokin og það að við völd- um Þrótt, stafaði eiginlega af því að Fram var með þrjár deildir og körfuknattleiksmenn félagsins höfðu verið á mestu hrakhólum með æfingatíma. Hjá Þrótti voru einungis tvær deildir og eins hafði það sitt að segja að lið Vogaskóla var meistari grunnskóla í blaki um þær mundir. Okkur þótti því væn- legast að leita fyrir okkur í Þróttar- hverfinu, segir Guðmundur en áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp nöfn nokkurra þeirra sem stofnuðu blakdeildina hjá Þrótti. KUNNIR KAPPAR Auk Guðmundar E. Pálssonar voru margir kunnir kappar í þess- um árgangi frá Laugarvatni. Kunnastir eru vafalaust Gunnar Árnason, Valdemar Jónasson, Þór Albertsson, Snorri Rútsson, knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyj- um, Pálmi Pálmason, handknatt- leiksmaður úr Fram og Ásgeir Elí- asson, núverandi þjálfari Fram í knattspyrnu, en Ásgeir náði þeim áfanga á sínum tíma að leika landsleiki í þremur íþróttagrein- um; knattspyrnu, blaki og hand- knattleik. Þess má geta að guðfaðir blaksins á Laugarvatni, Anton Bjarnason, íþróttakennari, hefur einnig leikið landleiki fyrir ísland í þremur íþróttagreinum; knatt- spyrnu, körfuknattleik og blaki. Guðmundur segir að enginn þeirra sem varð Islandsmeistari 1974, hafi haft hið minnsta vit á blaki tveimur árum áður er þeir byrjuðu í skólanum. — Við féllum fyrir blakinu á Laugarvatni, segir Guðmundur og brosir angurvært. Það voru margar ástæður fyrir því að blak varð svo vinsælt á Laugarvatni sem raun ber vitni. Anton var mjög drífandi og eins bauð íþróttasalurinn ekki upp á að hægt væri að stunda margar aðrar íþróttagreinar. Það var reyndar hægt að stunda þar körfuknattleik og karfan var í mikilli sókn á Laug- arvatni er Körfuknattleikssam- band íslands gerði þau mistök að banna þar deildarleiki. Þeim þótti húsið ekki nógu gott en með þess- ari ákvörðun sinni áttu þeir þátt í því að efla blakið. Ég man það all- taf að það var mikið talað um það í Blaksambandinu að forðast álíka mistök og KKI gerði er körfubolt- inn var gerður útlægur frá Laug- arvatni, segir Guðmundur og hlær. Guðmundur E. Pálsson fyrrum formaður Þróttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.