Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 20
20
ÞROTTUR 40 ára
„Það eru ekki miklir bógar sem
hlaupa burtu um leið og þeim er
sýnt stærm bein“
- rætt við Óskar Pétiirsson,fyrrumformann og heiðursfélaga í Þrótti
Góðir og dyggir stuðnings-
menn eru hverju íþróttafélagi
nauðsynlegir. Stuðningur frá
áhorfendum getur oft gert
gæfumuninn og hvatningarhróp-
in hafa oftar en ekki þjappað leik-
mönnum saman og breytt gangi
leikja. Þróttarliðið í knattspyrnu
hefur ekki farið varhluta af þess-
um stuðningi en því miður hefur
nokkuð vantað upp á að menn
styddu við bakið á strákunum
þegar á móti hefur blásið. Það er
eins og að velgengni sé forsenda
þess að stuðningsmenn mæti á
leiki.
En líkt og önnur lið á Þróttur
sína dyggu stuðningsmenn sem
aldrei láta deigan síga. Þetta eru
menn sem mæta á alla leiki og hafa
það að leiðarljósi að enginn leikur
er tapaður fyrr en dómarinn blæs
til leiksloka. Einn af þessum hörðu
stuðningsmönnum er Óskar Pét-
ursson fyrrum formaður Þróttar.
Óskar hefur helgað sig skátahreyf-
ingunni og Þrótti og á meðan
heilsan leyfir, mætir hann á völl-
inn.
Óskar sem nú er kominn á ní-
ræðisaldur er öllum Þrótturum
gott fordæmi og svo mikill er
áhugi hans að hann lætur það ekki
hamla för þótt hann þurfi að
ganga við hækjur. Okkur þótti við
hæfi að ræða við þennan íþrótta-
og skátaleiðtoga en þess má geta
að Óskar er elsti starfandi skátinn
á íslandi. Óskar á senn 73 ára
skátaafmæli en hann verður 83 ára
í desember nk.
í afmælisblaði Þróttar sem út
kom í maí 1963 í tilefni af 15 ára
afmæli félagsins er rætt við Óskar
Pétursson og þar kemur fram
hvernig það atvikaðist að hann
gekk til liðs við Þrótt. Þetta var árið
1953 en Óskar vann þá í Vélsmiðj-
unni Héðni. Vinnufélagar hans,
þeir Haraldur Snorrason og Frið-
rikBjarnason, rafvirki, komu þá að
máli við hann og sögðu að Þrótt
vantaði mann til þess að sitja í svo-
kallaðri undirmótanefnd. Hvort
það væri ekki í lagi að þeir fengju
lánað nafn hans, það þyrfti hvort
eð er ekkert að gera í nefndinni.
Óskar lét tilleiðast og eftir það
varð ekki aftur snúið.
Óskar Pétursson fyrrv. formaöur Þróttar.
Ári síðar vantaði mann til þess
að vera fulltrúi hjá Knattspyrnu-
ráði Reykjavíkur og loks kom þar
að á aðalfundi Þróttar, sem hald-
inn var í KR-heimilinu!, að Óskar
tók við formennsku í félaginu.
SKÁTARNIR ÁTTU FOR-
GANGSRÉTTINN
— Þetta var tilviljun en ég lét
þess getið þegar ég gaf kost á mér
sem formaður, að það væri með
því skilyrði að skátahreyfingin
hefði forgang. Ef skátarnir köll-
uðu, þá yrði það að vera númer
eitt, segir Óskar í samtali við Þrótt-
arblaðið nú 36 árum eftir að hann
gerðist Þróttari. Óskar tekur það
fram að hann hafi aldrei séð eftir
því að hafa gengið til liðs við Þrótt
enda hafi þetta verið ógleymanleg
ár.
— Við höfðum aðstöðu í göml-
um herbragga á Grímsstaðaholt-
inu, sem stóð þar sem nú eru skúr-
ar grásleppukarla. Á þessum árum
var nú félagslíf hjá Þrótti!
Þarna voru haldin skemmti- og
spilakvöld sem voru rómuð um
allan bæ. Þarna var oft múgur og
margmenni og röð út úr dyrum.
Þessi kvöld voru mikið sótt af fólki
úr öðrum félögum og ég man sér-
staklega eftir því að Framarar og
Víkingar voru tíðir gestir og FH -
ingar komu a.m.k. tvisvar sunnan
úr Hafnarfirði, gagngert til þess að
fara á skemmtikvöld hjá Þrótti.
Þetta var talsvert ferðalag í þá
daga en það sýnir e.t.v. best hvaða
aðdráttarafl Þróttur og gamli
Þróttarbragginn höfðu á þessum
árum. Annað dæmi um það er að
Siggi Sig. hjá Utvarpinu kom eitt
sinn með hljóðupptökutæki á
skemmtikvöld hjá okkur og
skemmtuninni var síðar útvarpað.
Að sögn Óskars voru það ekki
síst Þróttarkonur sem áttu stóran
hlut í þessum velheppnuðu Þrótt-
arkvöldum. Kvennadeildin vann
ómælt starf og hið sama má segja
um þá sem gengust fyrir bridge-
og skákkvöldum. Á þessi kvöld
komu margir eldri menn sem síð-
an gerðust virkir í félaginu og
mynduðu þá „bakvarðarsveit"
sem átti eftir að vinna mikið og
gott starf fyrir Þrótt.
Á GÖTUNNI í 14 ÁR
Að sögn Óskars gekk alltaf
mjög vel að samræma starfið fyrir
Þrótt, því starfi sem hann gegndi
hjá skátahreyfingunni.
— Ég hafði mjög góða menn
með mér hjá Þrótti og menn eins
og Guðjón Oddsson, Jón Ásgeirs-
son og Halldór Sigurðsson, sem
stofnaði Þrótt ásamt Eyjólfi Jóns-
syni, sundkappa, voru félaginu
mikill styrkur, segir Óskar en
hann upplýsir að auk mikils og
blómlegs félagslífs hafi það senni-
lega verið baráttan í fótboltanum
sem honum er minnisstæðust frá
þessum árum.
— Við vorum ýmist uppi eða
niðri í fótboltanum á þessum
árum. Við náðum aldrei þeirri fót-
festu sem þurfti, þrátt fyrir að eiga
góða flokka inn á milli. Ég man