Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 48

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 48
að sem kastað var inná völlinn. Áhorfendur voru þó ekki að mót- mæla dómum Eysteins, heldur getuleysi heimaliðsins. Þorvarður Bjömsson tók dóm- arapróf 1961, hlaut landsdómara- réttindi 1968-69 og alþjóðaréttindi 1977. Þorvarður er einn af þessum frábæru dómurum, sem enginn verður var við á leikvelli. Hann samrýmir leikinn sinni þægilegu skapgerð. Segja má að hver leikur hans sé meistarastykki út af fyrir sig. Gætu margir dómarar af hon- um lært. Minnisstæður er úrslita- leikur bikarkeppninnar 1978. Þá má segja að Þorvarður hafi staðið í ströngu en Fram vann þar Val á vítaspyrnu, þegar innan við ein mínúta var til leiksloka. Þorvarður segir um erlenda dómgæslu sína að það hafi verið hans stórkostleg- asta stund, þegar hann dæmdi á Anfield Road, leikvelli Liverpool. Þar upplifði hann stórkostlegustu stemmningu sem til er á knatt- spyrnuvelli, enda áhangendur Liverpool þekktir fyrir að liggja al- drei á liði sínu. Bjami Pálmarssoti lauk dóm- araprófi 1963 og fékk landsdóm- araréttindi 1965. Áreiðanlega eru þeir margir sem minnast Bjarna, þessa ábúðarmikla dómara. Hann notaði sérstæða og athyglisverða tækni við störf sín á vellinum og sóttust aðrir dómarar eftir að vera línuverðir hans, því þeir gegndu stærra hlutverki hjá honum en nokkrum öðrum dómara. Bjarni kynntist dómarastörfum í Englan- di þar sem hann var starfandi í nokkur ár. Ferill hans í stéttinni var fremur stuttur, en þeim mun kraftmeiri. Bjarni tók virkan þátt í félagsmálum dómara. Oli Ólseti tók dómaraprófið 1965, landsdómarapróf 1968 og al- þjóðlegu FIFA-réttindin fékk hann 1979. Óli byrjaði sem hand- knattleiksdómari aðeins 15 ára að aldri en tók dómarapróf í þeirri grein 17 ára. Störfin frá byrjun eru orðin 950 talsins, þar af 44 lands- leikir ogEvrópubikarleikir. Þá hef- ur Óli setið ráðstefnur Evrópu- sambandsins UEFA í Hollandi 1980 og í Sviss 1986. Eftirminnilegasti leikurinn? Það segir Óli að sé leikur ÍBK og ÍA í Keflavík 1970, úrslit íslandsmóts- ins. Þann leik vann ÍA með 2:1 frammi fyrir 5000 áhorfendum á sunnudagseftirmiðdegi í ágúst. Þá tók það hálfan annan tíma að komast gegnum vegtollinn sem þá var tekinn á Keflavíkurvegi. í handboltanum á Óli um 1300 störf, þar af 140 landsleiki og Evr- ópuleiki. Hann á margar góðar minningar úr leikstjórn í þessari íþrótt, frá Hálogalandi, Laugar- dalshöll og keppnishöllum er- lendis. Hjálmar Baldursson tók dóm- arapróf 1980 og landsdómararétt- indi 1983. Hjálmar er þekktur fyrir að gefa sig allan að því verkefni sem hann tekur að sér. Þeð hefur líka gilt um dómarastörfin. Þessu er það að þakka að hann hlaut landsdómararéttindin á skemmri tíma en nokkur annar Þróttari. Fé- lagsmál dómara hafa heillað Hjálmar og tók hann þar forystu og átti sinn stóra þátt í að reisa KDR úr öskustónni og er okkur skylt að þakka honum hin miklu og góðu störf hans fyrir félagið. Hjálmar er ekki búinn að segja slalið við flautuna, en hefur tekið sér frí um stund vegna anna við önnur störf. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, sem fleiri þekkja sem Villa Þór, kom í raðir Þróttar með landsdóm- araréttindi upp á vasann. Var hann þá þegar kominn í raðir vin- sælustu dómara okkar í 1. deild- inni. Það hefur alltaf gustað af Villa Þór þar sem hann fer, hrókur alls fagnaðar í röðum dómara og annarra. Var sannarlega mikill fengur að fá hann til liðs við félag- ið, en ferillinn varð í styttra lagi vegna annarra verkefna sem á honum hvfldu. Guttttar Ittgvarssott lauk dóm- araprófi 1975 og hlaut landsdóm- araréttindi 1986. Fyrstu ár sín sem dómari starfaði hann afar tak- markað þar sem hann var í raun upptekinn af innri málum Þróttar sem þjálfari. Nú hefur Gunnar tekið flautuna fram yfir önnur störf fyrir knattspyrnuna og bind- um við miklar vonir við hann sem framtíðar deildardómara hjá fé- laginu. Þórður Eiríkssott tók dómara- próf 1964 og hlaut landsdómara- réttindi 1968. Strax í upphafi ferlis síns gerðist hann mjög virkur í starfi og dæmdi hann í u.þ.b. ára- tug til 1978 í 1. og 2. deild og var leikjahæstur allra dómara undir lokin. Störfin voru í raun of mörg, Þórður átti sjaldan frí og ákvað hann að hætta. Nokkrum árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.