Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 25

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Blaðsíða 25
stofnfélaga en nokkurt annað fé- lag sem mér er kunnugt um að hafi verið stofnað til þessa". í fyrstu stjórn Þróttar, sem kos- in var á stofnfundinum 5. ágúst voru þeir Halldór, Eyjólfur og Emil Emilsson, kornungur maður, en Emil lést síðastliðinn vetur, langt fyrir aldur fram. Við inn- gönguna í ÍSI þurfti að fjölga í stjórninni og voru kjörnir til við- bótar þeir Jón Oskar Guðmunds- son, nú deildarstjóri hjá Skattstofu Reykjavíkur, og Ari Jónsson, sem í dag er útibússtjóri Langholtsúti- bús Landsbankans, bróðir Sveins, formanns KR. Það má láta það fljóta með að þeir Ari og Jón Óskar Þeir voru um tvítugt þegar þetta var, mættu á æfingu í september hjá Þrótti, - og Halldór sá strax góð mannsefni í þeim og fékk þá, strax eftir æfinguna, til að verða stjórn- armenn í Þrótti!! Seinna bættist svo við í stjórnina sjötti maðurinn, Haukur Tómasson, ungur maður sem þá var við nám í menntaskóla og er nú jarðfræðingur. Eyjólfur segir að stofnun Þrótt- ar og innganga í ÍSÍ hafi mælst vel fyrir. Þegar félagið var stofnað hafði ekkert knattspyrnufélag bæst í hóp þeirra fjögurra sem fyr- ir voru í Reykjavík, allt frá því að Víkingur var stofnaður. — Hvernig var aðstaða félags- ins í upphafi, Eyjólfur? „Okkur þótti hún bara góð. Areiðanlega mundi ekkert félag í dag gera sér hana að góðu, og Þróttur býr sem betur fer betra búi en félagið gerði í upphafi. En það sem við höfðum var í fyrsta lagi Bragginn og í öðru lagi knatt- spyrnuvöllurinn ágæti, en hann var alllanga leið í burtu, Bragginn niður við sjávarmál á Ægisíðu en völlurinn skammt fyrir sunnan Trípolíbíó í útjaðri prófessora- hverfisins. En þetta nægði okkur bærilega til að byrja með og menn voru ekki á því að kvarta, enda þýddi það ekkert". — Hvaða áhrif hafði Bragginn á félagslífið? „Já, Bragginn hafði geysimikla þýðingu mörg fyrstu árin í sögu félagsins. A honum byggðist fé- lagslífið að langmestu leyti. Bragg- inn var gamall herskáli, sem hafði staðið upp við Baldurshaga við Geithálsi. Hann var rifinn þar og fluttur á Holtið af félögum í Ung- mennafélagi Grímsstaðaholts, sem stofnað var 1945, en segja má að það félag hafi um sumt verið forveri Þróttar. Það gekk hinsveg- ar aldrei að koma miklu lífi í þetta félag, gagnstætt því sem varð um Þrótt. I raun og veru flutti Þróttur inn í Braggann með starfsemi sína með þegjandi samkomulagi stjórnar UMFG. I Bragganum var mikið starfað, þetta var félagsmið- stöð allra aldurshópa. Þar var ekki bara mikið félagsstarf Þróttar, heldur líka barnamessur og annað þvíumlíkt. Sérstakra vinsælda nutu kvik- myndasýningar Gunnars Ey- lands, þess góða félaga sem nú er látinn. Þarna voru haldin ung- lingaböll, og bridge var stundað af kappi og skákmennska sömuleið- is. Varð til sérstökbridge- og skák- deild í félaginu, og frá þeirri deild áttu eftir að koma frábærir framá- menn í félaginu þegar tímar liðu fram. Kannski var Bragginn ekki sér- lega aðlaðandi, en samt laðaði hann að unga sem aldna, hann var vissulega ómissandi athvarf fé- lagsins um margra ára skeið og þjónaði meira að segja sem bún- ingsklefi fyrir yngstu flokkana, sem léku leiki sína á Grímsstaða- holtsvelli. Frá Bragganum var svo ekið með liðið, oftast á fiskbíl Hall- dórs, niður á völl. — Fyrstu mótaleikirnir gengu vel? „Já, það er rétt, við áttum gott lið í 4. flokki, það var okkar fyrsta keppnislið. Þetta var hörkulið og átti eftir að fagna sigrum í mótum. Það var mikið fjölmenni á leikjum þeirra og þeir ákaft hvattir til dáða. Eg man alltaf eftir því þegar þeir birtust í rauð- og hvítröndóttu búningunum. Raunar lentum við í miklu basli við að útvega þessa fyrstu búninga félagsins, slík vara var ekki til í búðum hér enda al- gjör vöruskortur á þessum tíma. Eg átti frænku í Kaupmannahöfn, sem tók að sér að kaupa búning- ana í búð þar. Raggi í Ragnarsbúð, Rögnvaldur Gunnlaugsson, glímukappi í KR, var þá á Gullfossi og tók hann að sér að nálgast bún- ingana og koma þeim heim. Félag- ið átti að sjálfsögðu enga peninga, svo það kom í okkar hlut, Halldórs og mín, að borga fyrir búningana. Eftir sigra 4. flokksins var það svo venjan að fara með liðið og stund- um mótherjana líka í kakódrykkju í Hótel Garði. Þetta borguðum við Halldór líka, og höfðum mikla án- ægju af. Félagið var nefnilega stofnað af mikilli hugsjón, hugsjónaeldur var í öllu starfinu. Þetta var erfitt starf, en afskaplega gefandi og ánægjulegt í alla staði og við vor- um stoltir af strákunum okkar, sem stóðu sig af svo mikilli prýði". — Það eru að verða 40 ár síðan að félagið var stofnað. Hvernig finnst þér að félaginu hafi farnast? „Þrótti hefur alltaf farnast vel, og á eftir að gera það í ókominni framtíð. Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri árangur í keppni, en við megum ekki gleyma því að Þrótt- ur hefur oft á tíðum gert sig gild- andi meðal bestu liða í mörgum íþróttagreinum. Félagsstofnun Þróttar var ann- ars í þeim anda einum að koma á hollu starfi fyrir ungmenni í bæn- Hér eru tveir góöir Þróttarar, Eyjólfur og Grétar Norðfjörö ásamt Magnúsi Magnússyni, en þeir störfuöu viö öryggisgæslu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.