Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 25

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 25
stofnfélaga en nokkurt annað fé- lag sem mér er kunnugt um að hafi verið stofnað til þessa". í fyrstu stjórn Þróttar, sem kos- in var á stofnfundinum 5. ágúst voru þeir Halldór, Eyjólfur og Emil Emilsson, kornungur maður, en Emil lést síðastliðinn vetur, langt fyrir aldur fram. Við inn- gönguna í ÍSI þurfti að fjölga í stjórninni og voru kjörnir til við- bótar þeir Jón Oskar Guðmunds- son, nú deildarstjóri hjá Skattstofu Reykjavíkur, og Ari Jónsson, sem í dag er útibússtjóri Langholtsúti- bús Landsbankans, bróðir Sveins, formanns KR. Það má láta það fljóta með að þeir Ari og Jón Óskar Þeir voru um tvítugt þegar þetta var, mættu á æfingu í september hjá Þrótti, - og Halldór sá strax góð mannsefni í þeim og fékk þá, strax eftir æfinguna, til að verða stjórn- armenn í Þrótti!! Seinna bættist svo við í stjórnina sjötti maðurinn, Haukur Tómasson, ungur maður sem þá var við nám í menntaskóla og er nú jarðfræðingur. Eyjólfur segir að stofnun Þrótt- ar og innganga í ÍSÍ hafi mælst vel fyrir. Þegar félagið var stofnað hafði ekkert knattspyrnufélag bæst í hóp þeirra fjögurra sem fyr- ir voru í Reykjavík, allt frá því að Víkingur var stofnaður. — Hvernig var aðstaða félags- ins í upphafi, Eyjólfur? „Okkur þótti hún bara góð. Areiðanlega mundi ekkert félag í dag gera sér hana að góðu, og Þróttur býr sem betur fer betra búi en félagið gerði í upphafi. En það sem við höfðum var í fyrsta lagi Bragginn og í öðru lagi knatt- spyrnuvöllurinn ágæti, en hann var alllanga leið í burtu, Bragginn niður við sjávarmál á Ægisíðu en völlurinn skammt fyrir sunnan Trípolíbíó í útjaðri prófessora- hverfisins. En þetta nægði okkur bærilega til að byrja með og menn voru ekki á því að kvarta, enda þýddi það ekkert". — Hvaða áhrif hafði Bragginn á félagslífið? „Já, Bragginn hafði geysimikla þýðingu mörg fyrstu árin í sögu félagsins. A honum byggðist fé- lagslífið að langmestu leyti. Bragg- inn var gamall herskáli, sem hafði staðið upp við Baldurshaga við Geithálsi. Hann var rifinn þar og fluttur á Holtið af félögum í Ung- mennafélagi Grímsstaðaholts, sem stofnað var 1945, en segja má að það félag hafi um sumt verið forveri Þróttar. Það gekk hinsveg- ar aldrei að koma miklu lífi í þetta félag, gagnstætt því sem varð um Þrótt. I raun og veru flutti Þróttur inn í Braggann með starfsemi sína með þegjandi samkomulagi stjórnar UMFG. I Bragganum var mikið starfað, þetta var félagsmið- stöð allra aldurshópa. Þar var ekki bara mikið félagsstarf Þróttar, heldur líka barnamessur og annað þvíumlíkt. Sérstakra vinsælda nutu kvik- myndasýningar Gunnars Ey- lands, þess góða félaga sem nú er látinn. Þarna voru haldin ung- lingaböll, og bridge var stundað af kappi og skákmennska sömuleið- is. Varð til sérstökbridge- og skák- deild í félaginu, og frá þeirri deild áttu eftir að koma frábærir framá- menn í félaginu þegar tímar liðu fram. Kannski var Bragginn ekki sér- lega aðlaðandi, en samt laðaði hann að unga sem aldna, hann var vissulega ómissandi athvarf fé- lagsins um margra ára skeið og þjónaði meira að segja sem bún- ingsklefi fyrir yngstu flokkana, sem léku leiki sína á Grímsstaða- holtsvelli. Frá Bragganum var svo ekið með liðið, oftast á fiskbíl Hall- dórs, niður á völl. — Fyrstu mótaleikirnir gengu vel? „Já, það er rétt, við áttum gott lið í 4. flokki, það var okkar fyrsta keppnislið. Þetta var hörkulið og átti eftir að fagna sigrum í mótum. Það var mikið fjölmenni á leikjum þeirra og þeir ákaft hvattir til dáða. Eg man alltaf eftir því þegar þeir birtust í rauð- og hvítröndóttu búningunum. Raunar lentum við í miklu basli við að útvega þessa fyrstu búninga félagsins, slík vara var ekki til í búðum hér enda al- gjör vöruskortur á þessum tíma. Eg átti frænku í Kaupmannahöfn, sem tók að sér að kaupa búning- ana í búð þar. Raggi í Ragnarsbúð, Rögnvaldur Gunnlaugsson, glímukappi í KR, var þá á Gullfossi og tók hann að sér að nálgast bún- ingana og koma þeim heim. Félag- ið átti að sjálfsögðu enga peninga, svo það kom í okkar hlut, Halldórs og mín, að borga fyrir búningana. Eftir sigra 4. flokksins var það svo venjan að fara með liðið og stund- um mótherjana líka í kakódrykkju í Hótel Garði. Þetta borguðum við Halldór líka, og höfðum mikla án- ægju af. Félagið var nefnilega stofnað af mikilli hugsjón, hugsjónaeldur var í öllu starfinu. Þetta var erfitt starf, en afskaplega gefandi og ánægjulegt í alla staði og við vor- um stoltir af strákunum okkar, sem stóðu sig af svo mikilli prýði". — Það eru að verða 40 ár síðan að félagið var stofnað. Hvernig finnst þér að félaginu hafi farnast? „Þrótti hefur alltaf farnast vel, og á eftir að gera það í ókominni framtíð. Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri árangur í keppni, en við megum ekki gleyma því að Þrótt- ur hefur oft á tíðum gert sig gild- andi meðal bestu liða í mörgum íþróttagreinum. Félagsstofnun Þróttar var ann- ars í þeim anda einum að koma á hollu starfi fyrir ungmenni í bæn- Hér eru tveir góöir Þróttarar, Eyjólfur og Grétar Norðfjörö ásamt Magnúsi Magnússyni, en þeir störfuöu viö öryggisgæslu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.