Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 6

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 6
Ávarp formanns ÞRÓTTAR Á þessum tímamótum þegar Knattspyrnufélagið Þróttur hefur lagt að baki 40 ár er margs að minnast. Okkur er þó fyrst og fremst í huga þakklæti til frum- herjanna sem lögðu á sig mikið og óeigingjarnt starf á upphafsárun- um. Saga Þróttar er baráttusaga. Þrátt fyrir aðstöðuleysi tókst að halda starfinu gangandi og kom þar til samheldni félagsmanna og dugmiklir forystumenn. Það var ekki fyrr en á 15 ára afmælinu 1964, sem félaginu var úthlutað félagssvæði inni í Kleppsholti, fjarri upprunasínum. Það má segja að við þennan flutn- ing félagsins hefjist nýtt tímabil í sögu þess, þó byggt sé á gömlum grunni af Grímsstaðaholtinu. Á þessu ári eru því liðin 25 ár frá úthlutun svæðisins og fyrst nú sjá- um við fyrir endann á vallarupp- byggingunni. Það er þó ljóst að enn mun líða tími áður en hafist verður handa við byggingu íþróttahúss á svæðinu. Á 30 ára afmæli félagsins 1979 var stórt og glæsilegt vallarhús og félagsheimili vígt og núna tíu árum síðar er vígður grasvöllur og byggð áhorfendastæði og félags- svæðið girt. Þá er einnig hafin gerð tennisvalla, sem ráðgert er að ljúka árið 1990. Félagið fékk út- hlutað viðbótarsvæði í Laugar- dalnum nú á afmælisárinu, þar sem ráðgert er að byggja æfinga- velli fyrir knattspyrnu. Forsenda árangurs í íþróttum er að góð aðstaða sé fyrir hendi. Þegar hún hefur verið byggð upp geta menn lagt krafta sína enn frekar í það að standa myndarlega að rekstrinum sem er nú að verða umfangsmeiri með hverju ári sem líður. Árangur félagsins s.l. 15 ár, þ.e. frá útgáfu síðasta afmælisblaðs, hefur þegar á heildina er litið verið góður, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Árangur blakdeild- ar félagsins rís hæst og má telja víst að hann sé einn sá glæsilegasti sem nokkur deild í hópíþróttum getur státað af. Það sem veldur okkur forsvars- mönnum félagsins nú auknum áhyggjum er stöðugt minnkandi áhugi fólks á félagsstörfum. Það er nú orðin staðreynd að fólk vill í auknum mæli nýta takmarkaðar frístundir sínar fyrir sjálft sig til íþrótta og útiveru en síður að stan- da í forsvari í erilsömu sjálfboða- starfi innan íþróttafélaganna. Því verður ekki hjá því komist að reka félagið í auknum mæli eins og hvert annað fyrirtæki með laun- uðu starfsliði. íbúar Voga-, Heima- og Lang- holtshverfanna geta verið stoltir af sínu íþróttafélagi, því félagið og æskulýðsmiðstöðin eru mið- punktur félagsstarfs barna og unglinga í hverfinu. Við viljum byggja þetta íþróttafélag upp undir einkunnarorðunum: ÁBYRGÐ - AGI - ÁSTUNDUN. Ég er ekki í minnsta vafa um að framtíð þessa félags, Knattspyrnu- félagsins Þróttar, er björt. En gleymum því ekki að það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Tryggvi E. Geirsson formaður Þróttar

x

Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára
https://timarit.is/publication/1577

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.