Knattspyrnufélagið Þróttur 40 ára - 01.12.1989, Síða 39
LEIFUR KOM ÚR VOGA-
SKÓLANUM
Það voru þeir Guðmundur,
Vademar Jónasson, Þór Alberts-
son og Gunnar Árnason, sem léku
með fyrsta blakliði Þróttar og úr
Vogaskóla fengu þeir fljótlega
góðan leikmann sem enn er í eld-
línunni, Leif Harðarson, núver-
andi fyrirliða Þróttar og íslenska
landsliðsins. Fljótlega bættist Sæ-
mundur Sverrisson úr Vogaskóla í
hópinn og Jason fvarsson skilaði
sér einnig fljótlega en hann tók
stúdentspróf frá Laugarvatni árið
1974.
Að sögn Guðmundar, var Guð-
jón Oddsson sem kenndur er við
verslun sína Litinn, formaður
Þróttar um þetta leyti og tók hann
og reyndar félagið í heild, þessari
nýju deild opnum örmum.
— Bjarni Bjarnason í Smjörlíki
var okkar stoð og stytta til að byrja
með og eins áttum við alltaf vísan
stuðning Óskars Péturssonar,
skátahöfðingja og fyrrum for-
manns Þróttar, segir Guðmundur
en hann getur þess að Þrótti hafi
ekki vegnað of vel í blakinu til að
byrja með. Þó voru þrír Þróttarar
valdir í landsliðið haustið 1974,
skömmu eftir að blakdeildin var
stofnuð, en sá fjórði sem mögu-
leika átti á landsliðssæti, Gunnar
Árnason, meiddist og missti því af
Norðurlandamótinu.
— Við vorum um miðja deild
fyrstu tvö árin og það var á bratt-
ann að sækja því ÍS-ingar voru þá
upp á sitt besta, segir Guðmundur.
Þróttarar urðu fyrst íslands-
meistarar 1977 og Guðmundur
segir að sá titill hafi verið einkar
kærkominn.
— Við unnum eftir úrslitaleik
við ÍS og þó svo að þeir hafi unnið
mótið árið á eftir, þá var þetta
merkilegur áfangi og upphafið að
því sem koma skyldi.
UMFJÖLLUN HEFUR
DREGIST SAMAN
Guðmundur hefur haldið sam-
an úrklippum úr dagblöðum þar
sem fjallað hefur verið um blak og
eftir að hafa rennt með honum yfir
þessar úrklippur er ljóst að um-
fjöllun blaðanna um blakleiki hef-
ur dregist mikið saman.
— Það er ekki gott að segja
hvað veldur þessari þróun. Fót-
bolti og handbolti eru orðnir alls
ráðandi í blöðunum og ég er þeirr-
ar skoðunar að umfjöllun blað-
anna um erlenda íþróttaviðburði
hafi mjög bitnað á blakinu. Hér
áður fyrr var þetta í þokkalegu
lagi, yfirleitt ágæt umfjöllun og
mynd með hverri grein, en nú eru
þetta í mesta lagi smáklausur og
oft bara úrslitin sem koma fram.
— Hefur blakmönnum einfald-
en samt sem áður gætu þau ekki
staðið sig mikið verr.
— Endurspeglar þessi umfjöll-
un stöðu blaksins í dag?
— Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Það hefur að vísu komið aftur-
kippur í blakið. Annað hefði verið
óraunhæft eftir þann rosalega
uppgang sem var fyrstu árin. Það
hefur verið erfitt að fá nýja leik-
menn og undanfarin ár hafa að-
Tvær kynslóðir blakara í Þrótti. Guðmundur E. Pálsson og sonur hans Ólafur Heimir Guð-
mundsson eru ekki óvanir að handleika bikara!
lega ekki mistekist við að koma
íþróttinni á framfæri?
— Það má e.t.v. segja það. Við
höfum haft tengiliði á flestum
blaðanna og það að úrslit leikja
komi í blöðunum er ekki síst því að
þakka að við komum þeim á fram-
færi. Auðvitað er mikið álag á
íþróttafréttamönnum sem oft eru
bara einn eða tveir á hverju blaði
eins tvö félög, HK í Kópavogi og
Þróttur, Neskaupsstað, verið með
unglingastarf til fyrirmyndar. Það
kostar gífurlega vinnu og mikla
alúð að rífa unglingastarfið upp og
í Þrótti hefur endurnýjunin verið
fremur lítil. Við áttum góða yngri
flokka en slökuðum því miður á
klónni og það er fyrst nú að við
erum að ná okkur á strik að nýju.