Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 4
n Tölur vikunnar
2.310
Íslendingar eru 90 ára eða eldri.
Hefur þeim fjölgað um meira en
helming frá aldamótum.
57
prósent landsmanna vilja að ríkið
veiti Landspítalanum miklu meira
fé til rekstrar en nú er.
8
hafa sótt um bætur til Sjúkra-
trygginga vegna aukaverkana af
bóluefnum við Covid-19.
2
létust af völdum Covid-19
á Íslandi í vikunni.
76
prósent landsmanna vilja láta
bjóða út aflaheimildir.
Fazal Omar
f lúði frá Kabúl
í Afganistan til
Íslands í vikunni
ásamt eiginkonu
sinni og fjórum
bör nu m . Fjöl
sk yldan dvelur
nú á sóttvarna
hóteli. n
Vilborg
Oddsdóttir
félagsráðgjafi
hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar
er ein þeirra
sem hafa staðið
í ströngu við
úthlutanir til
efnalítilla for
eldra í byrjun skólaársins. Meira
en 80 börn hafa fengið aðstoð.
Mikill skortur er á fartölvum til
úthlutunar. n
Magni
Ásgeirsson
hefur ekki sofið
með sæng í
rúmar sex vikur
vegna hitabylgj
unnar á Austur
landi. Hann segir
ástandið minna á
Spán. n
Stella Thors
móðir 12 ára barns á
einhverfurófi
íhugar að fara
í mál við hið
opinbera þar
sem barninu
líður illa í skóla
umhverfinu. n
n Fjögur í fréttum
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ
6.499.000 KR.*
N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S
• STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
N Ý H Ö N N U N
N Ý I N N R É T T I N G
N Ý TÆ K N I
N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R
* S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 6 6 2 . 0 0 0
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU
Maður um fimmtugt skaut
fjölmörgum skotum að lög
reglufólki á Egilsstöðum.
Lögreglan skaut manninn í
kviðinn.
arnartomas@frettabladid.is
mhj@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL „Það voru ekki
margir sem sóttu þetta opna hús,
en einhverjir þó," segir Gunnlaugur
Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi
Rauða krossins, um áfallahjálp sem
stóð íbúum Egilsstaða til boða í
kjölfar þess að Lögreglan á Austur
landi skaut vopnaðan mann á Egils
stöðum eftir að maðurinn skaut í
átt að lögreglu.
Lögreglunni barst tilkynning
um mann sem væri vopnaður
skotvopni í íbúðarhúsi og hefði
uppi hótanir um að beita því. Eftir
um klukkustundar umsátur kom
maðurinn út úr húsinu og hóf þá
skothríð, meðal annars að lögreglu
sem skaut manninn í kviðinn.
Var maðurinn í kjölfarið f luttur
til Reykjavíkur með sjúkraþyrlu.
Engir lögreglumenn særðust.
Starfsmenn héraðssaksóknara og
tæknideildar lögreglunnar á höfuð
borgarsvæðinu f lugu til Egilsstaða
í kjölfarið. Ólafur Þór Hauksson,
héraðssaksóknari, segir að rann
sókn málsins sé enn á frumstigi.
„Það var f logið með tæknideild og
rannsóknarlögreglu frá okkur og
byrjað strax að vinna í þessu,“ segir
Ólafur. „Tæknideildin fer strax í að
rannsaka vettvanginn og vinnur
allt tengt því,“ bætir hann við.
Maðurinn er á fimmtugsaldri og
er líðan hans stöðug eftir að hann
gekkst undir aðgerð.
Gunnlaugur segir að áföll geti
komið upp eftir á og það hafi ekk
ert endilega komið á óvart að fáir
hafi nýtt sér áfallahjálpina sem í
boði var. „Við minnum þess vegna
á hjálparsímann og netspjallið fyrir
þá sem vilja ræða málin eftir því
sem frá líður, og okkar fólk verður
áfram á tánum og tilbúið í það sem
þarf,“ segir hann. n
Rannsókn á skotárás á frumstigi
Toyota Landcruiser með sundurskotna framrúðu eftir skot byssumannsins. Nágranni sagði frá því að þegar byssu-
maðurinn hefði komið út hefði hann skotið út um allt. MYNDIR/GUNNAR GUNNARSSON
Nágrannar voru hvattir til að halda
sig heima, enda hættan mikil.
Nýnemavígsla skammt frá
Seint á fimmtudag fékk lögreglan á Austurlandi tilkynningu um
mann með skotvopn í Dalseli á Egilsstöðum. Eftir um klukkustundar
umsátur, þar sem maðurinn var meðal annars beðinn um að leggja
frá sér vopn, kom hann út og eins og nágranni lýsir atburðunum fór
hann að skjóta á allt og alla með loftbyssu og haglaskotum.
Lögreglan skaut hann í kviðinn og var hann fluttur með þyrlu í að-
gerð þar sem líðan hans er stöðug. Tækni deild lög reglunnar rann-
sakar nú vett vang á Egils stöðum. Barnanefnd Múlaþings var einnig
kölluð til vegna málsins. Nýnemar í Grunnskólanum á Egilsstöðum
voru í nýnemavígslu í svokölluðum Selskógi þegar atburðarásin átti
sér stað.
4 Fréttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ