Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 8

Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 8
Viðspyrna er í flestum atvinnugreinum á milli ára. Atvinnulífið er nú að ná sama uppgangi og fyrir Covid- faraldurinn og vel það. ser@frettabladid.is VIÐSKIPTI Fjörkippur hefur færst í f lestar atvinnugreinar á Íslandi á milli áranna 2020 og 2021 og á það einkum og sér í lagi við um ferða- þjónustu. Þá vekur sérstaka athygli að viðspyrnan er einnig veruleg á milli áranna 2019 og 2021, það er frá því fyrir tíma farsóttarinnar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar þar sem segir að meiri velta hafi verið í f lestum atvinnugreinum á tímabilinu maí til júní 2021 miðað við sama tímabil á árinu á undan. Þessi vöxtur skýrist einkanlega af því að vorið 2020 var mikið um lokanir og takmarkanir vegna kórónaveirufaraldursins. Ef tímabilið frá vormánuðum 2019, fyrir tíma pestarinnar, er borið saman við maí og júní á þessu ári, sést að velta jókst verulega í framleiðslu, sjávarútvegi og flestum greinum verslunar. Það merkir með öðrum orðum að atvinnulífið er að ná sama uppgangi og fyrir tíma veirukreppunnar – og vel það. Þær greinar sem hafa bætt sig mest frá því fyrir farsóttina eru heildsala, 19 prósent, smásala, 21 prósent, bílasala, 28 prósent, málm- iðnaður, 34 prósent, og starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi, 291 prósent. Viðsnúningur í afkomu margra greina milli áranna 2020 og 2021 er einnig mikill, ef áðurgreind tímabil eru skoðuð, einkanlega hjá ferða- skrifstofum, en rekstur þeirra dróst saman um 65 prósent árið 2020 en jókst um 439 prósent í ár. Gistiþjón- usta fer úr 54 prósenta samdrætti í 126 prósenta vöxt og bílaleiga úr 33 prósenta niðursveiflu í 30 prósenta uppsveiflu. ■ Atvinnulífið tekur hressilega við sér 0% 100% 200% 300% 400% ■ 2020 ■ 2021 Ferða- skrifstofur Gisti- þjónusta Bílaleigur -65% 439% 126% 30% -54% -33% ✿ Ferðaþjónustugreinar GEFUM FRAMTÍÐINNI TÆKIFÆRI LANDSÞING VIÐREISNAR 28. ÁGÚST 2021 Landsþingið er rafrænt. Opið streymi verður á vidreisn.is og facebook.com/vidreisn kl. 16-18. Sjáðu hvaða framtíðarmöguleika Viðreisn boðar í beinni útsendingu. Bílaleigur fóru úr 33 prósenta niðursveiflu í 30 prósenta uppsveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimur@frettabladid.is AFGANISTAN Að minnsta kosti 110 létust í sjálfsmorðssprengjuárás- inni á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl á f immtudaginn og enn f leiri særðust. Þrettán hinna látnu voru bandarískir hermenn og Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að ná fram hefndum á þeim sem skipulögðu árásina. „Við munum ekkert fyrirgefa,“ sagði hann í ávarpi á föstudaginn. „Við munum engu gleyma. Við munum klófesta ykkur og láta ykkur borga.“ Landsdeild íslamska ríkisins í Afganistan lýsti árásinni á hendur sér. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman á flugvellinum þar sem bæði Afganir og erlendir ríkisborgarar reyna nú að sleppa frá landinu vegna endurkomu talíbana á valdastóla. Talíbanar lögðu undir sig landið á mjög skömmum tíma eftir að Bandaríkjamenn hófu að draga her sinn frá Afganistan og hertóku Kabúl þann 15. ágúst. Áætlað er að síðustu bandarísku hermennirnir hverfi frá landinu þann 31. ágúst og því eru Bandaríkjamenn í kapphlaupi við tímann til að forða ríkisborgurum sínum og afgönskum bandamönn- um frá Afganistan áður en talíbanar grípa til hefndaraðgerða. Auk þeirra sem hafa fjölmennt á flugvöllinn hafa hundruð þúsunda Afgana f lúið yfir landamærin við Pakistan af ótta við væntanlega ógnarstjórn talíbana. Pakistanar hyggjast ekki taka við afgönskum flóttamönnum nema þeir séu í leit að læknishjálp eða geti sýnt fram á lögheimili í landinu. Samkvæmt yfirlýsingu banda- ríska varnarmálaráðuneytisins eru enn um 5.400 manns á flugvellinum í Kabúl sem bíða þess að komast með flugi frá landinu. ■ Pakistanar taka ekki við flóttafólki Talíbani stendur vörð þar sem sprengja sprakk á flugvellinum í Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 8 Fréttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.