Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 10

Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Gunnar Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Því er nefnilega svo farið að fullveldi er nafnið tómt nema því fylgi efnahags­ legt sjálf­ stæði. Þeir sem keppast nú við að bera saman kóróna­ veiruna og bíla römbuðu á snotra samlík­ ingu. Hún gengur hins vegar þvert á þeirra eigin málflutn­ ing. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Engum dylst að plága herjar á heims­ byggðina. Sumir virðast telja pláguna Þórólf Guðnason. „Það er búið að persónu­ gera þessa baráttu,“ sagði sóttvarnalæknir um átökin við kórónaveiruna í viðtali við Hringbraut í vikunni. Hann sagði sumum finnast það vera sóttvarnalæknir sem væri að „eyðileggja allt, skemma fyrir okkur allt“ og valda því að „við getum ekki gert neitt“. Öfgar óma víða í umræðunni um næstu skref í faraldrinum. Látið er í veðri vaka að vægar sóttvarnaaðgerðir jafnist á við kúgun í alræðisríki; að í stöðunni séu aðeins tveir kostir: Milton Friedman eða Maó. Þeir sem láta eins og Þórólfur Guðnason eigi sér leyndan draum um að endurfæðast sem Xi Jinping benda gjarnan á að lífið er ekki hættulaust. Við getum dottið niður tröppur, kafnað á pylsubita eða orðið fyrir bíl. Við verðum því einfaldlega að lifa með kórónaveirunni. Við fyrstu sýn virðist slíkur málf lutning­ ur rökréttur. Þótt bifreiðar valdi fjölda slysa á ári hverju bönnum við ekki bíla. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að bifreiðar eru ekki sú einfalda birtingarmynd frelsis sem margir vilja vera láta. Í ágúst árið 1869 fór írski náttúrufræð­ ingurinn Mary Ward í kærkomið frí. Mary hafði lagt hart að sér við að hasla sér völl í vísindasamfélagi Viktoríutímans samhliða því að annast börn sín átta. Hún ákvað að taka sér hvíld og heimsækja frænda sinn, jarlinn William Parsons, sem bjó í kastala vestan við Dyflinni. Jarlinn var mikill áhugamaður um verk­ fræði og hafði meðal annars smíðað gufu­ knúna bifreið. Hinn 31. ágúst bauð jarlinn Mary í bíltúr. Þegar farartækið beygði fyrir horn við nærstadda kirkju vildi ekki betur til en svo að Mary kastaðist út. Hún lenti fyrir framan bílinn sem ók yfir hana. Mary lést á slysstað. Hún er fyrsta þekkta fórnar­ lamb banaslyss í umferðinni. Saga bílsins er blóði drifin. Í árdaga hans stóðu íbúar borga víða um heim frammi fyrir nýrri ógn: ofsaakstri, árekstrum og bílveltum. Gangandi vegfarendur áttu fótum fjör að launa. Fjöldi foreldra syrgði börn sín sem höfðu látið lífið að leik fyrir utan heimili sín er bifreið var ekið yfir þau. Til að ná tökum á ástandinu var umferðar­ reglum komið á. Vegir voru lagðir og umferðar skilti reist. Akstur undir áhrifum áfengis var bannaður. Þeir sem lutu ekki skorðunum áttu yfir höfði sér sektir eða fangelsisvist. En meira þurfti til. Bílafram­ leiðendum var gert að auka öryggi bifreiða sinna. Bremsur voru bættar, lagi bílanna breytt, gler í rúðum var styrkt, stefnuljós, öryggisbelti og loftpúðar voru fundin upp. Þeir sem keppast nú við að bera saman kórónaveiruna og bíla römbuðu á snotra samlíkingu. Hún gengur hins vegar þvert á þeirra eigin málflutning. Við upphaf tuttugustu aldar, þegar rann upp fyrir fólki að bílabyltingin yrði blóðug, stóð valið ekki á milli bensínknúinnar dauðagildru annars vegar og hestakerrunnar hins vegar. Saga bifreiðarinnar sýnir að við nýjar aðstæður, þar sem lífi og limum er ógnað, er hinn gullni meðalvegur líklegastur til langtíma­ árangurs. „Það þýðir ekkert að afneita öllu og loka augunum og segja bara að þessi veira sé ekki til,“ sagði sóttvarnalæknir í fyrrnefndu við­ tali. Hann leggur til „temprun“ viljum við öðlast stöðugleika. Ef bifreiðin væri sá vitnisburður frelsis sem alhæfingarsinnar halda fram, ækjum við nú um í sætisbeltalausum Ford T bílum, hægra eða vinstra megin götunnar eftir því hvernig lægi á okkur, fyrir aftan rúðu sem skæri okkur eins og rifjárn ef við keyrðum á ljósastaur – eða barn að leik. Hámarkshraði „temprar“ skaðsemi bif­ reiða. Fáum dytti hins vegar í hug að halda því fram að hámarkshraði sé það sama og að banna bíla. n Milton Friedman eða Maó Dásamlegasta fullveldisafsal sem nokkur maður getur hugsað sér er að finna rétta makann og deila með honum kjörum um ókomin ár, jafnt í blíðu og stríðu, en það hefur almennt verið kallað að festa ráð sitt. Mikilvægasta fullveldisafsal hverrar þjóðar er að taka höndum saman við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum til að efla atvinnustig og afkomu almennings svo samfélagsþjónustan geti verið eins þróttmikil og kostur er. Fullveldi, eitt og sér, án þátttöku í milliríkja­ samningum og alþjóðlegu samstarfi, ber í besta falli stöðnunina í sjálfu sér, en þó líklega miklu fremur afturför, jafnt fyrir almenning og atvinnugreinar í hvaða landi sem er. Því er nefnilega svo farið að fullveldi er nafnið tómt nema því fylgi efnahagslegt sjálfstæði. Og efnahagslegu sjálfstæði nær ekki nokkur þjóð nema að hámarka auðlindir sínar með frjálsum viðskiptum við aðrar þjóðir. Og kannski er Ísland gleggsta dæmið um mikilvægi fullveldisafsals í þessum efnum, enda er ávinningur þess af hagkvæmum samningum um greiða leið varnings og þjónustu á eftirsótta markaði, með eindæmum mikilvægur. Og þeim mun ríkulegri er akkurinn sem samningarnir eru fjölþjóðlegri, enda er fullvíst að með því móti komi fámennar þjóðir ár sinni best fyrir borð – og tapa þar síður á fæð sinni eins og í tví­ hliðasamningum. Þrjár helstu fullveldisþjóðir í heiminum eru líklega Kúba, Norður­Kórea og Venesúela. Þær eru einangraðar og efnahagslega afskiptar. Full­ veldi þeirra er óumdeilt. En það er innantómt. Þær geta ekki séð fólki sínu farborða. Í þessum skilningi má skilja fullveldisástar­ sögur íslenskrar þjóðmálaumræðu á þá vegu að menn þrái að vera á Kúbunni. n Á Kúbunni KAUPTU ARMBANDIÐ STYÐJUM STÚLKUR Á FLÓTTA LÍNA OKKAR TÍMA www.barnaheill.is Skannaðu QR kóðann og fáðu upplýsingarnar beint í símann. Unnendur krónunnar hafa haldið því fram að hún hafi bjargað íslenskri þjóð út úr kófinu. Ekk­ ert verkfæri efnahagsmálanna sé mikilvægara til sveiflujöfnunar en krónan. Og einmitt þess vegna hafi atvinnulífið haldið sjó. En raunveruleikinn er þessi: Góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður – í evrum og dölum – sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, gerði ríkisstjórninni kleift að taka 500 milljarða að láni, að verulegu leyti á lægri vöxtum en nokkru sinni hafa þekkst á Íslandi – og dreifa til smárra og stórra fyrirtækja. Unnendur krónunnar nýta sér nefnilega aðrar myntir en þeir trúa á. n Lánsbjörg í bú SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.