Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2021, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.08.2021, Qupperneq 24
Sálfræðingurinn Sören Sander hefur sérhæft sig í skilnuðum og þá sérstaklega skilnuðum þar sem upp koma átök. Hann þróaði verkefnið Samvinna eftir skilnað, sem er tilraunaverkefni í sjö sveitar­ félögum á Íslandi. Lausnin er fyrir foreldra sem skilja og þau sem hætta saman með óformlegri hætti. Þegar Sören Sander var í f ramhaldsnámi v ið háskólann í Kaupmanna­höfn hafði einn prófess­oranna hans samband við hann og stakk upp á því að hann myndi fara í doktorsnám og rann­ saka skilnaði. „Ég hafði eiginlega engan áhuga á því á þeim tíma. Þá var ég að vinna með stafrænar lausnir fyrir fyrir­ tæki, en hann náði að sannfæra mig og stakk upp á því að við myndum athuga hvort stafrænar lausnir gætu nýst við skilnaðarráðgjöf,“ segir Sören. Verkefnið, Samvinna eftir skiln­ að, byrjaði því sem rannsóknarverk­ efni fyrir sjö árum og á að nýtast bæði fólki sem gengur í gegnum skilnað og börnum þess. „Þetta er aðallega fyrir foreldra en við höfum komist að því að þetta nýtist líka pörum sem ekki eiga börn. Það er mikil sorg og streita sem fylgir skilnaði og slíkum við­ burði er í raun hægt að líkja við það að upplifa andlát náins ættingja. Skilnaður hefur áhrif á þig, börnin þín og í raun alla fjölskylduna þína,“ segir hann. Sören segir að á meðan verkefnið var í þróun hafi hann og samstarfs­ maður hans ávallt verið sammála um það að ef að niðurstöðurnar væru ekki jákvæðar þá myndu þeir hætta og tilraunin yrði bara rann­ sóknarverkefni. „Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar og við vorum þar með þeir fyrstu í heiminum til að afla gagna um það að stafrænar lausnir gætu minnkað líkurnar á þunglyndi, kvíða, streitu og öðrum algengum afleiðingum skilnaðar,“ segir Sören, og að lausnin geti líka hjálpað for­ eldrum að líða betur og við að aðstoða börnin sín til að takast á við allt sem getur fylgt skilnaðinum. „Það getur verið svo margt. Stundum þarf fólk að f lytja eða hugsa um sjálft sig á nýjan hátt sem einhleypan einstakling sem ekki er lengur hluti af vísitölufjölskyldu,“ segir Sören. Í sjö sveitarfélögum Lausnin er notuð í Danmörku og Svíþjóð auk þess sem ensk og ara­ bísk útgáfa er til og svo er íslensk útgáfa. Íslenska útgáfan er í notkun í sjö sveitarfélögum á Íslandi en er enn í þróun. Það er von Sörens að allir Íslendingar muni að lokum geta nýtt sér hana. Sören segir að það eina sem fólk þurfi til að prófa sé að eiga tölvu, hafa aðgang að int­ erneti og hafa orðið fyrir einhvers konar áhrifum af skilnaði. Það þurfi enga sérstaka menntun til að taka námskeiðið. Sören segir að það sé margt líkt menningarlega með Íslandi og Dan­ mörku en það sé alls ekki allt eins. Í báðum löndum er algengt að fólk sé í sambúð en gifti sig ekki og því er lausnin líka í boði fyrir þau sem ganga í gegnum sambandsslit en voru ekki gift og jafnvel fyrir fólk sem var saman en var ekki í sam­ búð. Sören segir einn helsta kost lausn­ arinnar að hægt sé að nálgast hana hvenær sem er sólarhrings og að ekki þurfi að fara á einhverja skrif­ stofu til að fá ráðgjöf. „Það er hægt að gera þetta nafn­ laust og heima hjá sér. Í fámennu landi þar sem margir þekkjast gæti Gott að líta á fyrrverandi sem vinnufélaga Sören segir að líkja megi skilnaði við ást- vinamissi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR fólk veigrað sér við því að sækja sér aðstoð en með þessu getur fólk fengið hjálp án þess að segja nokkr­ um manni frá því. Við sjáum í Dan­ mörku að við erum að ná til fólks sem allajafna myndi ekki sækja sér aðstoð og það er oft fólkið sem mest þarf á aðstoðinni að halda,“ segir Sören. Sorg og fyrirgefning Lausnin er byggð þannig upp að hún er samsett af mörgum styttri kúrsum sem fólk getur farið í gegn­ um. Alls eru þeir 18 og einblínir hver þeirra á ólíkar afleiðingar eða fylgifiska skilnaðarins, eins og reiði í garð fyrrverandi maka, hvernig eigi að skilja tilfinningar barnsins og hvernig sé hægt að eiga samskipti við fyrrverandi maka. „Það klára fæstir alla 18 kúrs­ ana. Fólk fer yfirleitt inn og velur það sem hentar því. Það sem er, til dæmis, mjög vinsælt, er hvaða áhrif skilnaður hefur á börn og hvað sé hægt að gera í því. Þá er einnig vinsæll kúrs um fyrirgefningu og hvernig er hægt að hafa sameigin­ legar reglur á tveimur heimilum. Fólk velur þannig það sem hentar því og er því mikilvægt,“ segir Sören. Hann segir ekki mikilvægt að fyrrverandi pör velji sömu kúrsana eða jafnvel að báðir aðilar nýti sér lausnina. Hann segir það hafa verið mjög skýra kröfu frá fagaðilum að það væri ekki nauðsynlegt að báðir aðilar nýttu sér lausnina. „Stundum er það þannig að annar aðilinn er kominn í nýtt samband og er hamingjusamur en hinn aðil­ inn er í sorg. Þannig eru þau á mjög ólíkum stað og vilja ekki bæði nýta lausnina. Þess vegna höfum við haft það opið að bara annar aðilinn nýti sér hana,“ segir Sören. Þá sé einnig vinsæll kúrs um fyrir­ gefningu og annar um sorg. „Kannski þarftu að fyrirgefa fyrr­ verandi maka þínum, eða jafnvel að fyrirgefa sjálfum þér því þú fórst frá fjölskyldunni þinni. Það fer í báðar áttir,“ segir Sören. Hann bendir á að það séu til rann­ sóknir allt frá sjöunda og tíunda áratugnum sem benda til þess að áfallið sem fylgi skilnaði megi helst líkja við ástvinamissi. Nærri helmingur skilur „Þetta er einn mest streituvaldandi viðburðurinn í lífi fólks. En hér á Norðurlöndunum er þetta álitinn nokkuð eðlilegur viðburður vegna þess að nærri helmingur okkar gengur í gegnum þetta á lífsleið­ inni,“ segir Sören. Hann segir að það séu þó augljósir kostir við það að báðir aðilar nýti sér lausnina því þá hafi fólk sam­ eiginlegt tungumál til að ræða við börn sín um skilnaðinn. Hann segir það þó alltaf kost að minnsta kosti annað foreldrið hafi kynnt sér þessa lausn og hafi þannig þau tæki og tól sem fylgja, til að geta stutt barnið í gegnum skilnaðarferlið. Hann segir að það sé enginn fastur tímarammi á því hversu lengi fólk er að jafna sig en það geti verið allt frá nokkrum mánuðum upp í ár. „Það skiptir ekki máli hvort þú gekkst í gegnum skilnað fyrir tíu árum eða í gær. Það skiptir ekki máli hvort börnin þín eru enn börn eða hvort þau eru uppkomin,“ segir Sören og ítrekar að lausnin sé fyrir alla. Hún geti, til dæmis, einnig nýst fullorðnum, sem eru skilnaðarbörn en hafi ekki haft aðgang að slíkum lausnum þegar foreldrar þeirra skildu, og ömmum og öfum. Byggt á skandinavísku frelsi Lausnin var til að byrja með skylda í Danmörku sem partur af nauð­ synlegum umhugsunartíma sem fólk var skyldað til að nýta áður en skilnaðurinn gekk í gegn, en þegar það kom í ljós að þessi tími hafði slæm áhrif á börnin var hann felldur út og lausnin gerð að vali. Hann segir að það sé þeim ákaf­ lega mikilvægt að enginn sé þving­ aður til að nýta sér lausnina. Sam­ vinna eftir skilnað sé hannað með skandinavískt frelsi í huga og það gangi gegn hugmyndafræði þeirra að fólk sé þvingað til þess. „Það er byggt á þeirri hugsun að þú sem fullorðin manneskja ákveðir sjálf hvað þú vilt ganga í gegnum og hvaða tól henta þér,“ segir hann. Sören segir að ef fólk er að hugsa um að skilja eða er að ganga í gegn­ um skilnað þá sé gott að hugsa um fyrrverandi sem vinnufélaga og hafa velferð barnanna alltaf í fyrsta sæti. „Það er alltaf gott að hugsa um hvað börnin þurfa og vera á sama tíma meðvitaður um það að þótt þið séuð skilin og þið kannski hatið hvort annað á þessum tímapunkti þá getið þið enn unnið saman. Hugsið um fyrrverandi sem vinnu­ félaga. Þið þurfið ekki að elska hvort annað, eða einu sinni vera vinir, en þið þurfið að vinna saman þegar kemur að börnunum ykkar.“ ■ Stundum er það þann- ig að annar aðilinn er kominn í nýtt sam- band og er hamingju- samur en hinn aðilinn er í sorg. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is 24 Helgin 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.