Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 52

Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 52
Samveran í hús- næði Hjálpræðis- hersins hefur hjálpað fólkinu mikið. Hún eykur tengsl og skapar ný tækifæri. Hera Ósk Einarsdóttir. Við fáum húsnæði sem hentar starf- semi okkar miklu betur og er við hliðina á Her- tex. Elín Kjaran. Hjálpræðisherinn í Reykja- nesbæ er staðsettur á Ásbrú og var stofnaður árið 2008. Í húsinu fer fram fjölbreytt félagsstarf meðal annars í samstarfi við sveitarfélagið. Síðasta haust var starfsemi Hjálp- ræðishersins í Reykjanesbæ færð undir Hjálpræðisherinn í Reykja- vík og tilheyrir því Reykjavíkur- flokki. Sigfríð Sjöfn Magnúsdóttir sér um húsnæðið á Ásbrú. Eldar hádegismatinn og sér um að allt líti vel út. „Við bjóðum upp á hádegismat alla virka daga. Á föstudögum í hádeginu er svo bæn og matur. Þá hittumst við og biðjum fyrir starf- inu og Reykjanesi, við fáum líka bænabeiðnir. Eftir það borðum við hádegismat saman,“ segir hún. „Á veturna erum við með ungl- ingastarf í samstarfi við KFUM og K og svo er hér prjónahópur sem hittist á þriðjudögum.“ Í húsinu er einnig Hertex-búð og þar eru sjálfboðaliðar að flokka föt. „Ég hef eldað hádegismat handa þeim líka. En það eru ekki kirkju- samkomur í húsinu, við sam- einuðumst Reykjavík og getum sótt samkomur þar. En við getum líka sótt í Keflavíkurkirkju. Við erum í góðu samstarfi við aðra hér í bænum,“ segir Sigfríð. Hjálpa fólki að mynda tengsl Hjálpræðisherinn hefur á þessu ári unnið verkefni í samstarfi við Reykjanesbæ og Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum. Verkefnið heitir Kjarnahópur til virkni og vellíðunar og er styrkt af félags- málaráðuneytinu. „Verkefnið er fyrir íbúa sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, innflytjendur og flóttafólk með litla íslensku kunnáttu og þekk- ingu á samfélaginu hér,“ segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs Reykjanesbæjar. „Verkefnið er unnið í húsnæði Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. Þau koma að þessu samstarfsverk- efni með sameiginlegum mál- tíðum og samveru. Við höfum átt gott samstarf um verkefnið frá því snemma á þessu ári. Það hófst 8. mars en undirbúningurinn hefur verið langur.“ Hera segir að um 30 manns hafi tekið þátt í þessu verkefni frá því í mars og það sé að fara aftur af stað í september, svo líklega verði um 50 manns árinu sem fara í gegnum verkefnið. „Langtímamarkmiðið með þessu verkefni er að fólk nái að komast í vinnu eða nám og að fólk sé virkt í samfélaginu. Þetta er fólk sem hefur verið til langs tíma utan vinnumarkaðar og er oft félags- lega einangrað, meðal annars vegna lítillar íslenskukunnáttu. Við viljum hjálpa fólkinu að komast í tengsl við samfélagið svo það nái virkni og tengingu til atvinnuþátttöku,“ útskýrir Hera. „Verkefnið hefur gengið vonum framar. Það hafa verið góðar undirtektir hjá atvinnurek- endum og félagasamtökum þegar leitað hefur verið til þeirra. Fólk hefur bæði farið í störf og sjálf- boðastörf að því loknu. Svo hefur samveran í húsnæði Hjálpræðis- hersins hjálpað fólkinu mikið. Hún eykur tengsla net og skapar ný tækifæri.“ n Fjölbreytt starf Hjálpræðishersins á Ásbrú Hera segir Hjálp- ræðisherinn og Reykjanesbæ hafa átt gott samstarf. MYND/AÐSEND Akureyrarflokkur Hjálp- ræðishersins er húsnæðis- laus um þessar mundir, en hann er að flytja í nýtt hús- næði sem er enn í vinnslu. Í bili er starfsemi flokksins í lágmarki, en hún fer aftur á fullt skrið í haust. Sigríður Elín Kjaran, eða Elín, eins og hún er yfirleitt kölluð, kynntist Hjálpræðishernum fyrst árið 1996 þegar hún bjó í Noregi og fór að vinna hjá Hertex. Hún hefur unnið fyrir Hjálpræðisherinn síðan og í fyrrasumar, þegar hún flutti aftur til Íslands, tók hún við sem flokks- foringi á Akureyri. Starf flokksins er í nú í hléi vegna þess að hann er að skipta um húsnæði, en nýja húsnæðið verður vonandi komið í notkun í byrjun október og þá fer starfsemin aftur í gang af fullum krafti. Starf Elínar felst í að undirbúa og skipuleggja starf flokksins og taka þátt í öllu sem hann gerir. Þetta er vanalega mikil vinna, því Hjálp- ræðisherinn stendur að öllu jöfnu fyrir fjölbreyttu starfi mörgum sinnum í viku. „Á mánudögum erum við með heimilasamband fyrir eldri borgara. Þá koma þeir saman og fá heitan mat og svo er samvera á eftir með söng, upplestri og ýmsu skemmtilegu,“ segir hún. „Á þriðju- dögum erum við svo alltaf með opið hús fyrir börn milli klukkan 16-18.30 og þá er boðið upp á heita máltíð, leiki og allt mögulegt. Svo tekur unglingastarfið við á þriðju- dagskvöldum. Á miðvikudögum erum við svo með samkomu sem heitir bæn og matur, á fimmtudagskvöldum erum við með prjónahóp og á sunnudögum erum við með guðs- þjónustur,“ segir Elín. „Við tökum líka á móti fólki og gefum þeim mat eða Bónuskort, en sú starfsemi fer fram undir heitinu Velferð. Svo er nokkuð sem er að fara að byrja í nýja húsnæðinu, en það verða einhvers konar foreldra- morgnar, opið hús fyrir foreldra sem eru með börn heima,“ segir Elín. „Ég er rétt að byrja að undir- búa þetta núna, þannig að dag- skráin er ekki fullmótuð. Ég sé um allt þetta starf og yfir- leitt er það líka ég sem held ræðu í guðsþjónustunni og stjórna henni. Starfið felst einnig í að hugsa um fólkið í f lokknum, hringja í þau, sjá hvernig fólk hefur það og fara í alls konar heimsóknir,“ segir Elín. „Við bjóðum upp á fjölbreytta og víð- tæka þjónustu við samfélagið.“ Nýja húsnæðið hentar betur Hjálpræðisherinn hefur starfað á Akureyri í langan tíma og verið í sama húsnæði síðan í byrjun ársins 1980. Nú er búið að kaupa nýtt húsnæði en það er enn í vinnslu, svo það hefur ekki verið opnað enn, en vonast er til að það gerist í byrjun október. „Við fáum húsnæði sem hentar starfsemi okkar miklu betur og er við hliðina á Hertex, en við erum í miklu samstarfi við það,“ segir Elín. „Þá er allur Hjálpræðisherinn á einum stað á Akureyri, sem hefur marga kosti. Í bili erum við bara að bíða eftir nýju húsnæði og skipuleggja. Það er ekki annað hægt núna þegar okkur skortir húsnæði, skrifstofu og síma. Við erum bara í biðstöðu,“ segir Elín. „Í millitíðinni sinni ég ýmsu af starfi Hjálpræðishersins að heiman, en það er aldrei það sama. Við hlökkum mikið til að geta farið aftur á fullt.“ n Nýtt húsnæði Hersins á Akureyri í haust Elín Kjaran, flokksforingi Hjálpræðishers- ins á Akureyri, er spennt fyrir því að geta tekið nýja húsnæðið í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Við óskum Hjálpræðishernum innilega til hamingju með nýtt og glæsilegt húsnæði. Takk fyrir ánægjulegt samstarf! Ák Smíði Cintamani Flötur Ehf Landsvirkjun Nói Síríus Rekstrarvörur 4 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURHJÁLPR ÆÐISHERINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.