Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 74

Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 74
Sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, þá er gott að skilja mikilvægi þess að vilja gera það vel. Mér finnst bara gaman að leggja á mig vinnuna sem fylgir því að bæta mig í einhverju. Rúrik Gíslason lagði fótbolta­ skóna á hilluna, tók upp dansskóna og kom, sá og sigraði í þýsku útgáfu Allir geta dansað. Hans bíður nóg af verkefnum í Þýskalandi og reynir hann fyrir sér á ýmsum sviðum, þar á meðal í leiklistinni og sem stjórnandi þátta um Meistaradeildina. Í kjölfar þess að Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í fót­ bolta, hugðist hætta í fótbolta ákvað hann að f lytja aftur heim til Íslands. Stuttu síðar var honum boðið að taka þátt í þýskri útgáfu Allir geta dansað, sem heitir ein­ faldlega Let‘s dance. Hann vann keppnina, sem hefur gert það að verkum að hann hefur haft nóg af verkefnum og tækifærum þarlendis og sýna þýskir fjölmiðlar Rúrik mikinn áhuga. „Ég hef verið meira og minna í Þýskalandi fyrir utan tíu daga sumarfrí sem ég tók á Íslandi. Það eru bara mörg spennandi verkefni í gangi í Þýskalandi, á þessum tíma­ punkti eru mörg skemmtileg tæki­ færi þar sem ég er mjög spenntur fyrir,“ segir Rúrik, sem er staddur í stuttu en verðskulduðu fríi á Ítalíu. „Núna í næsta mánuði þarf ég til dæmis að mæta í einhverja sex sjónvarpsþætti og á alls konar viðburði. Þetta snýst því líka um hvar er hægt að fá vinnu hverju sinni. Þetta eru alls konar þættir. Spurninga­, skemmti­ og spjall­ þættir. Síðan er ég að fara að dansa í opnunaratriði þýsku sjónvarps­ verðlaunanna.“ Nóg að gera Það vakti athygli þegar Rúrik lagði fótboltaskóna á hilluna, en hann var spenntur að róa á ný mið og prófa aðra hluti, enda hafði hann helgað lífi sínu boltanum þá bróð­ urpart ævinnar. „Ég var alveg búinn að ákveða það að það yrði aldrei nein eftir­ sjá. Þetta var ákvörðun sem ég var tilbúinn að taka og standa með. Auðvitað heyrði maður út undan sér að fólk furðaði sig á þessu. En Ákvörðun sem ég var tilbúinn að taka og standa með Rúrik bar sigur úr býtum í þáttunum Let’s dance, ásamt dansaranum Renötu Luis í maí á þessu ári. MYND/GETTY IMAGES ég er bara búinn að vera heppinn, það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér síðan ég hætti. Mjög mörg og ólík verkefni, sem hafa ekki síður víkkað hjá mér sjón­ deildarhringinn. Verkefni sem hafa kennt mér inn á marga ólíka heima sem maður vissi ekki endilega að væru til eða hvernig virkuðu, þar sem maður var svo bundinn við fótboltann og þá bara fótboltann,“ segir Rúrik. Hann segist hafa sérstaklega gaman af því að fá tækifæri til að hitta alls konar fólk úr mismunandi brönsum. „Mér finnst svo gaman hvað ég er að læra mikið. Ég var að leika í þýskri bíómynd,“ segir Rúrik, sem er fullfær í þýskunni enda bjó hann þar um skeið og spilaði fótbolta. „Ég er nú samt ekki dómbær á það sjálfur hvort ég sé góður í henni,“ bætir hann við. Kemur ekki af sjálfu sér „Ég reyni samt alltaf að gera mitt besta og mæti mjög vel undir­ búinn. Ég fékk allavega símtal frá leikstjóranum eftir þetta og hann var mjög sáttur, ætli ég geti nokkuð beðið um meiri viðurkenningu en það? En þetta var áskorun og ég lagði mig mikið fram við að læra textann minn, ég er ekkert hræddur við áskoranir. Hvort sem það er að leika á þýsku eða mæta í spjallþátt með mögulegum næsta kanslara Þýskalands að ræða um pólitík,“ segir hann og hlær. Rúrik segir fótboltann vafalaust hafa hjálpað honum að temja sér metnað. „Í fótboltanum áttar maður sig á því að það kemur ekkert af sjálfu sér. Sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, þá er gott að skilja mikil­ vægi þess að vilja gera það vel. Mér finnst bara gaman að leggja á mig vinnuna sem fylgir því að bæta mig í einhverju.“ Strangar æfingar Þetta hugarfar kom sér sérstaklega vel þegar Rúrik tók svo upp dans­ skóna. Sigurvegarar þáttanna hafa í gegnum tíðina þurft að hafa góða blöndu af danshæfni og sjarma. „Ég lagði upp með það að reyna að vera bara algjörlega ég sjálfur. Ég var búinn að fá skilaboð og sím­ hringingar frá fólki sem vildi ráð­ leggja mér hvernig ég ætti að bera mig að, hvað ég ætti að segja og svo­ leiðis. En ég er orðinn 33 ára gamall og tel mig að einhverju leyti vita og þekkja hver ég er sem einstaklingur. Ég vissi sjálfur að ég var allavega alls ekki til í að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki,“ segir Rúrik. Hann segir að hann sé í raun og veru stoltastur af því að hafa verið hann sjálfur í gegnum þættina, ekki endilega bara af sigrinum. „Fyrir mér var þetta ekkert endi­ lega spurning um að vinna. En ég lagði líka á mig alveg ótrúlega mikla vinnu til að bæta mig, ég var átta til tíu tíma á dag að æfa mig. Þess vegna náði ég að læra þessa dansa. Þannig náði maður þessu hægt og rólega. Ég bý ekkert að einhverjum danshæfileikum, allavega ekki sem ég veit um sjálfur,“ segir hann. Þannig að það er kannski ekki von á að þú opnir Dansskóla Rúriks eftir áratug eða tvo? „Maður veit aldrei hvernig hlut­ irnir fara,“ segir hann og hlær. „Mér finnst það ólíklegt. En ég ber mun meiri virðingu fyrir dansíþróttinni eftir að hafa kynnst henni betur. Ég einfaldlega þekkti ekki til.“ Vill miðla sinni reynslu Líkt og áður kom fram hefur Rúrik verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hann lék til að mynda lítið hlutverk í kvikmyndinni Leynilöggan, sem leikstýrt er af fyrrum landsliðs­ félaga hans, Hannesi Þór Halldórs­ syni, og skartar stjörnum á borð við Auðun Blöndal, Sverri Þór Sverris­ syni og Agli Einarssyni í helstu hlut­ verkum. Myndin hefur fengið góð viðbrögð. „Þetta var áskorun. Ég fór til að mynda „all in“ að læra kung fu fyrir þessa mynd. Það var verið að tala um í byrjun að ég ætti að vera með einhvern „stunt man“ en ég tók það ekki í mál. Mér leist eiginlega ekk­ ert á það, fannst það svona auðvelda leiðin. Þannig að ég ákvað frekar að fara í „kung fu“ skóla hjá Jóni Viðari og gera þetta almennilega. Eins og pabbi minn sagði alltaf, það dugar ekkert hálfkák.“ Rúrik er núna að fara að sjá um þætti í kringum Meistaradeildina á Viaplay. „Ég er að fara að sjá um þá þætti. Það stóð upphaflega til að ég væri bara sérfræðingur í setti að segja mína skoðun á hinu og þessu. En Hjörvar Haf liðason stakk upp á þessu, að ég myndi hreinlega sjá um þáttinn. Mig langaði að prófa og sjá hvort ég nái ekki að gera þetta vel. Það er ekkert gefið í því.“ Hann segist einstaklega spenntur fyrir verkefninu. „Mín þekking er fyrst og fremst í fótbolta. Ég var atvinnumaður í sautján ár og þetta er svið þar sem ég get miðlað minni reynslu. Stund­ um finnst mér vanta að einhverju leyti í íslenska fótboltaumræðu, að álit komi frá einhverjum sem hefur kannski verið í klefanum erlendis og hefur spilað fyrir landsliðið. Þannig að ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og komið henni til áhorfenda þannig að þeir hafi bæði áhuga og gaman af,“ segir hann. n Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is 42 Lífið 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.