Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 3

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 3
Útgefandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bœja. — Ritstjóri: Haraldur Steinþórsson. — Ritnefnd: Jón Björn Helgason, Óli Vestmann Einarsson, Þorsteinn Óskarsson. — Afgreiðsla: Brœðraborgarstíg 9. — Símar: 13009 og 22877. — Ritstjórnarfulltrúi: Sigurjón Jóhannsson. — Kóputeikning: Auglýsingastofan Gísli B. Björnsson. — Prentun: Alþýðuprentsmiðjan h.f. við Vitastíg. ENDUR- SKOÐUN SAMNINGS- RÉTTAR- LAGANNA A sl. vori skipaði fyrrverandi fjármálaráðherra nefnd til þess að fram- kvæma heildarendnrskoðun á kjarasamningalögunum frá 1962, og hefur stjórn BSRB tilnefnt þrjá af sjö nefndarmönnum. 1 málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar er því lýst yfir, að ríkisstjórn- in vilji, að opinberir starfsmenn fái ftdlan sanmingsrétt. Af þessu tvennu er augljóst, að samtakanna bíður stórt og þýðingar- mikið verkefni að marka stefnu sína í sambandi við endurskoðun samn- ingsréttarlaganna, og það er vissulega mjög æskilegt, að sem flestir félags- menn taki þátt í að nióta þessa stefnu. Einmitt þess vegna hefur verið boðað til funda á næstunni meðal opinberra starfsmanna um land allt, til þess að ræða þetta mál, og eru menn eindregið hvattir til að sækja þessa fundi. Hér er ekki aðstaða til að minnast á öll þau atriði, sem taka þarf afstöðu til við endurskoðun laganna, en þó er rétt að nefna eitt hinna stærri at- riða, en það er, hvaða aðilar skuli fara með samningsréttinn af hálfu opin- berra starfsmanna. Eins og kunnugt er, gilda nú þau lagaákvæði, að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fer með samningsrétt fyrir alla ríkisstarfsmenn, en einstök félög bæjarstarfsmanna annast samninga við hlutaðeigandi bæjarstjómir. Eg hefi áður látið í Ijós þá skoðun, að rétt sé, að einstök bandalags- félög fari sjálf með smnningsréttinn, en BSRB mundi eftir sem áður gegna þýðingarmiklu hlutverki sem heildarsamtök. Hér koma þó auðvitað ýmsar aðrar leiðir til greina. Þetta þurfum við að ræða og samræma sjónarmið okkar, og þannig er um fjölmörg önnur atriði þessara mála. Þess vegna er æskilegt, að sem flestir beri saman bækur sínar, áður en endanleg afstaða samtakanna verður mörkuð, en það tel ég rétt að gert verði á aukaþingi bandalagsins, sem boðað verði sérstaklega af þessu tilefni, þegar þar að kemur. Kristján Thorlacius. ASGARÐU R 3

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.