Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 4
ORLOFSHÚSIN
AFHENT
FÉLÖGUNUM
Laugardaginn 22. maí sl. fór
fram formleg afhending orlofs-
húsanna í Munaðamesi til
bandalagsfélaganna.
Fór það fram með hátíðlegri
athöfn í sólskini og blíðskapar-
veðri að viðstöddum mörgum
gestum. Klukkan tvö var safn-
azt saman í skógarkjarrinu fyr-
ir neðan orlofssvæðið, en
skömmu áður hafði nýr fáni
bandalagsins verið dreginn að
hún í fyrsta skipti á svæðinu.
Kristján Thorlacius, formað-
ur BSRB, bauð gesti og full-
trúa bandalagsfélaganna vel'-
komna og er ræða hans birt
hér til hliðar. — Að henni lok-
inni afhenti hann fulltrúum 18
bandalagsfélaga lykl'a að þeim
23 húsum, sem félögin fá full-
an umráða- og ráðstöfunarrétt
yfir.
Magnús Jónsson fjármála-
ráðherra tók næstur til máls.
Lýsti hann ánægju sinni yfir
að hafa fengið tækifæri til að
leggja af mörkum aðstoð við
byggingu hverfisins, sem á að
gegna því hlutverki í framtíð-
inni að bæta og fegra mannlíf-
ið. Færði hann BSRB ham-
ingjuóskir í nafni ríkisstjóm-
arinnar og þakkaði það starf,
Árni Gunnarsson.
sem unnið hefur verið af fé-
lögum BSRB.
Árni Gunnarsson, formaður
Starfsmannafél. ríkisútvarps-
ins, flutti því næst ávarp fyrir
hönd bandalagsfélaganna, sem
fengu húsin afhent. Þakkaði
hann formanni bandalagsins og
öðrum þeim, sem innt hefðu af
hendi mikið og óeigingjarnt
starf, sem hæri vott um fram-
sýni og skilning á verkefnum
handalagsins. — Lagði hann
áherzlu á nauðsyn þess, að
Munaðarnes yrði miðstöð
fræðslustarfsemi bandalagsins.
Að lokiun sagði Ámi, að hér
hefði verið unnið verk, sem
ávallt yrði minnisvarði um
framsýni leiðtoga og sýndi bezt
hvað gera megi, ef samtaka-
máttur er fyrir hendi.
Magnús Einarsson, hóndi að
Munaðamesi, flutti að lokum
nokkur ávarpsorð. Lýsti hann
ánægju sinni yfir að hafa feng-
ið gott fólk á land sitt og bað
bandalagsfélögin vel að njóta.
Að athöfn þessari lokinni
bauð stjórn BSRB til' kaffi-
drykkju í veitingaskála staðar-
ins og síðan gafst tækifæri til
að skoða allt orlofsheimila-
hverfið. Var opið hús á staðn-
um það sem eftir var laugar-
dags og allan sunnudaginn og
komu um 900 manns í heim-
sókn.
Magnús Einarsson.
4
ASGARÐUR