Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 10
mín, að við höfum ekki misst
þetta forskot.
— Lækkuðu einhverjir í
flokki?
— Það lækkar enginn ein-
stakhngur í launaflokki Við
teljum, að einstakir starfs-
hópar, s. s. eins og sjúkra-
liðar, meinatæknar og ljós-
mæður séu rangt metnir í upp-
hafi og þar af leiðandi einnig í
okkar kerfi, þar sem ríkisstarfs-
matið var látið gilda hjá okkur
varðandi þau störf sem eru al-
gjörlega sambærileg. Eg býst
við, að menn séu sammála um
að starfsmatið hafi gert mikið
gagn — það losaði okkur við
úrelt launakerfi, og við urðum
að fá eitthvert hjálpartæki til
þess.
Aftur á móti er það skoðun
margra, að starfsmatið þurfi
endurskoðunar við, og er ekki
óeðlilegt, þar sem starfsmatið
er frumsmíð. Við urðum varir
við það, eins og samningamenn
BSRB, að það er hægt að teygja
starfsmatið á báða vegu.
— Hvemig lögðuð þið þessa
samninga fyrir í lokin?
— Samninganefndin skrifaði
undir með fyrirvara, eins og
gert hefur verið undanfarið. I
lögum og reglugerð um samn-
ingsrétt er skýrt tekið fram, að
samninganefndir hafi fullt inn-
boð, en venjan er að samning-
ar séu bornir undir fulltrúa-
ráðsfund, og þar voru þeir sam-
þykktir með 29 atkvæðum, 2
voru á móti og 7 sátu hjá.
Eg vil segja að lokum, að
opinberir starfsmenn verða að
treysta því að þessar lagfær-
ingar, sem hafa fengizt á laun-
um þeirra til samræmingar
launum á frjálsa vinnumarkað-
inum, verði til frambúðar. For-
vígismenn opinberra starfs-
manna verða að vera vel á
verði á næstu mánuðum og
standa vörð um þessar fengnu
kiarabætur.
RÖÐUN STARFSHEITA
Fylgiskjal nr. 2 með kjara-
samningi Reykj avíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar, 30. júlí 1971.
7. flokkur:
Aðstoðarstörf I í skrifstofum.
Heimilishjálp.
8. flokkur:
Bað- og klefavarzla, sundstaðir og skólar.
Ganga- og dyravarzla, skólar.
Miðasala — afgreiðsla, sundstaðir.
Aðstoðarstörf II í skrifstofum.
Aðstoðarstörf við heilbrigðisþjónustu.
9. flokkur:
Viðgerðastörf, Vatnsveita og Hitaveita.
Stæðisvarzla.
Sorphreinsun.
Aðstoðarstörf á röntgendeild Borgarspítala.
Aðstoðarstörf við hús- og tækjavörzlu Borgarspítala.
Skrifstofustörf I.
Símavarzla I.
10. flokkur:
Bréfburður, Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Aðstoð við húsgæzlu í Hafnarhúsi og Slökkvistöð.
Stöðumæla varzla.
Sótarar.
Stjóm sorpvagna.
Umsjónarkona hjá skólatannlæknum.
Skrifstofustörf I a.
11. flokkur:
Afgreiðsla í birgðastöðvum.
Bifreiðastjórn (á skrifstofum).
Innheimtustörf.
Símavarzla II.
Húsgæzla í Hafnarhúsi og Skúlatúni 2.
Aðstoðarstörf á mælastöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Næturhreinsun.
Aðstoð við sjúkraþjálfun.
Skrifstofustörf II.
Gæzla á leikvöllum I.
Sjúkraliðar.
Aðstoðarmenn á járnsmíðaverkstæði Hitaveitu og Raf-
•magnsveitu.
Laugarvarzla.
Yfirbaðvarzla í Sundhöll.
12. flokkur:
Mælaálestur:
Hásetar hjá Reykjavíkurhöfn.
Vogarmenn.
Bryggjuvarzla.
Stjóm götusópa og veghefla.
Húsvarzla og afgreiðsla í Laugardalshöll.
Skrifstofustörf II a.
Vatns- og hitalagnir B (Vatnsveita og Hitaveita).
Línumenn B.
Spjaldritun.
Aðstoðarstörf á bókasöfnum.
Gæzla á leikvöllum II.
Vörzlumaður borgarlandsins.
13. launaflokkur:
Iðnaðarstörf, sveinspróf.
Meindýraeyðir.
Umsjón með skólum.
Yfirvogarmaður.
Hafnarvarzla.
Flokksstjórn við spjaldritun.
Mælaprófun og mælaviðgerðir (Hitaveita Reykjavíkur).
Vatns- og hitalagnir A (Vatnsveita og Hitaveita).
H j artalínuritarar.
Skrifstofustörf III.
Línumenn A.
Vaktmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Tækniteiknarar (með próf).
Flokksstjórn við spjaldritun.
Flokksstjóm verkamanna.
Starfsmenn þvottastöðvar Strætisvagna Reykjavíkur.
10
ÁSGARÐUR