Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 26
anum í sem jafnasta áfanga og
séu á svipuðum tíma dag
hvern.
Starfsmaður, sem er einn á
vakt, verður að fá tryggðan
kaffitíma og telst ekki hafa
fengið hann, nema hann sé
leystur af eða leystur frá
vinnuskyldu.
Fái menn ekki kaffitíma, ber
annað hvort að stytta vinnu-
tímann (sbr. skrifstofufólk)
eða greiða yfirvinnu. Starfs-
mönnum er bent á, að fram-
vísa reikningi fyrir yfirvinnu,
ef hún ekki er þegar greidd.
Breytingar á röðun.
Allmörg erindi hafa verið
lögð fram um breytingar á
röðun starfsheita í kjarasamn-
ingnum skv. heimild í 19. gr.
Kjararáð hefur lagt fram til-
lögu um ýmsar breytingar og
rökstutt þær með nýju starfs-
mati. — Samninganefnd hefur
þegar synjað mörgum þessara
breytinga, en afgreiðslu á mál-
um þessum var ekki lokið,
þegar Asgarður fór í prentun.
Eftirfarandi breytingar á
samningi hafði náðst samkomu-
lag um:
Ljósameistari Þjóðleikhúss
verði í 21. Ifl.
Radíóeftirlitsmenn I hjá L.I.
verði í 17. lfl.
Yfirmaður radíóeftirlits L.I.
verði í 21. lfl.
Deildarstjórar Náttúrufræði-
stofnunar verði í 27. lfl.
Vélaeftirlitsmaður Skipaút-
gerðar verði í 19. lfl.
Afengisvarnarráðunautur
verði í 25. lfl.
Varaflugmálastjóri (nýtt)
verði í 28. lfl.
Rafeindatæknar Landsspítala
verði í 18. lfl.
Brunamálastjóri og raf-
magnseftirlitsstjóri verði í B-l.
Húsameistari ríkisins, Skóg-
ræktarstjóri og framkvæmda-
stjórar Iðnaðarmálastofnunar,
Rannsóknarráðs og Sjúkra-
samlags Reykjavíkur verði í
B-2.
Sérkennarar, með viður-
kenndu sérnámi í kennslu og
uppeldi afbrigðilegra bama
geti hækkað upp um 1 eða 2
launaflokka vegna menntunar
og starfs.
Kjaranefndarmál.
Kjararáð hefur samþykkt að
heimila einstökum bandalags-
félögum að undirbúa kærumál
vegna einstaklinga. Mál þessi
ganga fyrst til samninganefnd-
ar ríkisins, en fáist ekki já-
kvæð afgreiðsla þar, þá er unnt
að leggja ágreininginn fyrir
Kjaranefnd til úrskurðar.
Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana hefur þegar lagt fram á
þennan hátt 50 mál, en svör
hafa ekki komið af hálfu rík-
isins.
Þeir, sem ekki eru félags-
bundnir innan bandalagsins,
geta í þessum efnum snúið sér
til skrifstofu bandalagsins.
FRÁ
STJORN
BSRB
Bœjarstarfsmannaráðstefno
og formannafundur í okt.
Stjórn bandalagsins hefur
ákveðið að boða til bæjarstarfs-
mannaráðstefnu fimmtudaginn
7. október nk. Mun þar m. a.
rætt um nýgerða samninga
bæ j arstarf smanna.
Formannaráðstefna BSRB
hefst síðan sama dag og mun
standa í þrjá daga. Eiga þar
sæti fulltrúar allra bandalags-
félaganna auk stjómar BSRB
og Kjararáðs.
Meginverkefnið mun vænt-
anlega verða ný viðhorf varð-
andi samningsrétt opinberra
starfsmanna.
Bœjarstarfsmenn
á Sauðárkróki í BSRB.
A stjórnarfundi 15. apríl sl.
var samþykkt innganga 13
starfsmanna Sauðárkrókskaup-
staðar í bandalagið. Þeir hafa
stofnað félag bæjarstarfsmanna
en fullnægðu ekki ákvæðum
laga BSRB um 20 félagsmenn.
Síðan munu nægilega margir
hafa bætzt við, svo að félagið
geti orðið fullgildur aðili í
bandalaginu.
Félagið hefur nú gert sinn
fyrsta kjarasamning við bæjar-
stjóm, og var fulltrúi frá
bandalaginu með í samninga-
gerðinni.
Formaður félagsins er Jón
Svan Sigurðsson bæjarbókari.
Ráðherra ennþá sýknaður
í fœðispeningamáli.
Frá því hefur verið skýrt
áður hér í blaðinu, að Félags-
dómur vísaði frá máli um fæð-
isstyrk ríkisstarfsmanna á
Keflavíkurflugvelli. Var þá
málið tekið upp í Bæjarþingi
Reykjavíkur og var stefnandi
í prófmáli Friðrik Sigfússon,
yfirtollvörður.
Þór Vilhjálmsson, dómari
samkv. sérstakri umboðsskrá,
hefur nú kveðið upp þann dóm,
að stefndi, fjármálaráðherra
26
ASGARÐUR