Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 13
Tengsl ................................. 10
Ábyrgð ................................. 50
Áreynsla ............................... 25
215
Þegar um er ræða afgreiðslustörf eru tengsl 20 stig en
ábyrgð 38 stig.
11. Ifl. Skrifstofufólk II (stig 251—275):
Vélritun almenn og fjölritun, vinna við bókhaldsvélar og
götun. Ritarar í þessum flokki geta sjálfir samið einföld bréf
skv. munnlegri fyrirsögn og stundað vélritun á íslenzku eftir
segulbandsupptöku og á einu erlendu tungumáli. Til þessa
flokks teljast gjaldkerar, móttaka á greiðslum, útborganir og
talning fjár. Ennfremur símavarzla, stærri skiptiborð, bókara-
störf, venjubundnar færslur, samanburður á færslum og gögn-
um.
Mat:
Menntun — verzlunarskólapróf ............. 65
Starfsþjálfun ............................ 80
Sjálfstæði/frumkvæði ..................... 20
Tengsl ................................... 20
Ábyrgð.................................... 50
Áreynsla ................................. 25
260
Stigagjöf í ofangreindu mati á fyrst og fremst við ritara-
störf. Bókari fengi 40 stig fyrir sjálfstæði/frumkvæði og 63
stig fyrir ábyrgð en enga áreynslu. Gjaldkerastörf fengju 30
stig fyrir tengsl, 75 fyrir ábyrgð og ekkert fyrir áreynslu.
13. lfl. Skrifstofufólk III (stig 301—325):
Hér flokkast ritarar, sem vélrita eftir handriti og segulbandi
á íslenzku og erlendum málum. Samning einfaldari bréfa getur
komið fyrir. Starfið krefst góðrar kunnáttu í íslenzku og leikni
í vélritun. — Störf í þessum flokki geta einnig verið: Endur-
skoðun kostnaðarreikninga, leiðbeiningastörf við skrifstofu-
vinnu, minniháttar innkaup, gjaldkerastörf, varzla lítils lagers
og birgðabókhald, þó ekki mjög flókið. Einnig getur verið um
að ræða merkingu og greiningu margs konar fylgiskjala.
Mat:
Menntun — verzlunarskólapróf............. 65
Starfsþjálfun ........................... 80
Sjálfstæði/frumkvæði .................... 60
Tengsl .................................. 30
Ábyrgð .................................. 50
Áreynsla ................................ 25
310
Ofangreint mat á einkum við ritarastörf.
15. lfl. Skrifstofufólk IV (stig 351—375):
í þennan flokk geta farið ritarar, sem vinna sjálfstætt að
ritarastörfum og hafa auk þess á hendi ýmis önnur verkefni,
s. s. bókhald, skráningu ýmiss konar, minniháttar fjármál o.
þ. h. Krafa um góða tungumálakunnáttu t. d. samin bréf á er-
lendu máli. — í þessum flokki eru störf afgreiðslugj aldkera
(aðalstarf). Fulltrúastörf sem fást við færslur, útreikninga,
skráningar, skýrslugerðir og innkaup á afmörkuðum sviðum.
Verkstjórn getur verið hluti af starfinu. Sjálfstæð bókhalds-
verkefni (aðalstarf).
Mat:
Menntun — jafngildi stúdentsprófs........ 80
Starfsþjálfun ............................ 120
Sjálfstæði/frumkvæði ....................... 60
Tengsl ..................................... 30
Ábyrgð...................................... 75
365
Ritarastarf fengi 25 stig fyrir áreynslu, en 50 stig fyrir
ábyrgð.
ÁSGARÐUR
17. lfl. Fulltrúi I, gjaldkeri I (stig 401—425):
Störf, sem krefjast sérþjálfunar á ýmsum sviðum skrifstofu-
starfa s. s. meiriháttar innkaupum, bókhaldi og ýmsu því við-
víkjandi. Umfangsmeiri gjaldkerastörf. Endurskoðun, sem þó
þarf ekki að taka til flókinna reikninga fyrirtækja. Störf í
þessum flokki eru oft ekki háttbundin að öllu leyti. Um dag-
leg fyrirmæli þarf ekki að vera að ræða. Störfunum getur fylgt
stjórn afmarkaðra verkefna svo og að gegna starfi yfirmanns
ef þörf krefur.
Mat:
Menntun — jafngildi stúdentsprófs + 1 ár 95
Starfsþjálfun .......................... 120
Sjálfstæði/frumkvæði ..................... 80
Tengsl ................................... 30
Ábyrgð..................................... 88
413
Við mat á einstökum skrifstofustörfum, sem lenda í þessum
launaflokki getur verið nokkur mismunur í mati einstakra
þátta. Gjaldkerastörf skulu t. d. hafa meiri ábyrgð en hér er
tilgreint, en ætla verður, að þeim nægi verzlunarskólapróf þ.
e. 65 stig fyrir menntun.
18. lfl. Fulltrúar II (stig 426—450):
Starf, sem flokkast í þennan launaflokk hefur umsjón með
verki eða málaflokki. Hann getur haft eftirlit með störfum á
skrifstofu og verið staðgengill yfirmanns í forföllum. Starfið
gerir þær kröfur til starfsmanns að geta einnig unnið allsjálf-
stætt að verulega sérhæfðum verkefnum.
Mat:
Menntun — stúdentspróf + sérnám .... 110
Starfsþjálfun ........................... 100
Sjálfstæði/frumkvæði ................... 105
Tengsl .................................. 30
Ábyrgð .................................. 100
445
I mati á störfum fulltrúa getur stigagjöf nokkuð breytzt í
einstökum þáttum. Þannig má ætla að endurskoðun á bókhaldi
krefjist meiri ábyrgðar en fram kemur að ofan. Starfsreglur
við endurskoðun eru hins vegar það fastmótaðar að sjálfstæði/
frumkvæði yrði metið lægra.
19. lfl. Gjaldkeri II (stig 451—475):
Hér er átt við gjaldkera, sem hefur vörzlu sjóðs og banka-
reikninga stofnunar með höndum og fer með stjóm tveggja
aðstoðargjaldkera hið minnsta, enda séu störf við þá kassa
aðalstörf aðstoðargjaldkeranna.
Einnig getur hér verið um að ræða gjaldkerastörf í stórum
stofnunum, þar sem annast er um allar fjárgreiðslur stofnun-
arinnar og fjármálaábyrgð er því mikil, óháð tölu þeirra að-
stoðargjaldkera, sem vinna undir þeirra stjórn.
Mat:
Menntun — samsvarandi stúdentsprófi .. 80
Starfsþjálfun ............................ 120
Sjálfstæði/frumkvæði ...................... 80
Tengsl .................................... 30
Ábyrgð ................................... 145
455
19. lfl. Skrifstofustjórar I (stig 451—475):
Starf skrifstofustjóra er að úthluta starfsmönnum á skrif-
stofum verkum, sjá um mætingar þeirra og ástundun. Verk-
efni skrifstofunnar er flokkun, bókhald og vélritun.
Störf skrifstofunnar eru í mjög föstum skorðum þar sem
stofnunin hefur ekki með höndum framleiðslu eða sölu. Gjald-
kera og/eða bókarastörf geta að hluta verið í höndum skrif-
stofustjóra.
Til verksviðs skrifstofustjórans telst umsjón með búnaði skrif-
13