Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 19
Þessi mynd er frá fulltrúaþingi SÍB árið 1944. Ekki er unnt að birta nöfn fulltrúanna, en í þeim liópi eru margir landskunnir menn á sviði félags- og skólamála. endur gætu t. d. lokið sínu dag- lega starfi innan veggja skól- ans og ættu frí þegar heim er komið. — Er sálfræðiþjónusta í skólum ennþá bimdin eingöngu við Reykjavíkursvæðið? — Nei, sem betur fer. 1958 er sett á stofn sálfræðiþjónusta við barnaskólana í Kópavogi. Skömmu síðar er sett á stofn Sálfræðideild skóla í Rvík. Nú eru þar starfandi 6 manns, eiga að verða 12 á næstu tveim- ur árum. — Sálfræðiþjónusta skólanna í Reykjaneskjördæmi komst á laggirnar fyrir þremur árum, og skólar úti á landi hafa fengið sálfræðinga til að koma við og við til leiðbeiningar. — Hafa orðið teljandi um- bætur í húsnæðismálum skól- anna? — Já, því er ekki að neita, en við teljum nauðsynlegt að stefnt verði að því að einsetja í alla skóla og lengja verulega daglegan skólatíma til að losna við heimavinnu. Þá eru skóla- mál dreifbýlisins kapítuli út af fyrir sig — og ekki fallegur, t. d. eru enn til skólar á land- inu sem starfa ekki lengur en þrjá mánuði á ári og auðvitað nær slíkt engri átt. — Hver er afstaða ykkar gagnvart réttindalausum kenn- urum? — Hún hefur alltaf verið sú sama — við viðurkennum þá ekki sem félaga í okkar sam- tökum. Að öðru leyti finnst okkur skylda ríkisstjórnarinn- ar að gefa réttindalausum kennurum kost á starfsmennt- un þeim að kostnaðarlausu. — Hvemig er háttað sam- starfi við erlenda stéttarbræð- ur? — Kennarafélög á Norður- löndum hafa myndað sérstakt samband sem nefnt er Norræna ASGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.