Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 15
24. lf 1. Deildarstjórar I (stig 576—600): Störf í þessum flokki krefjast mikillar sérþekkingar á af- mörkuðu sviði. Starfið krefst sjálfstæðs mats starfsmanns og úrskurða um vafaatriði skv. flóknum reglum, samningu álits- gerða og annarra slíkra gagna, sem lögð eru til grundvallar við töku ákvarðana í mikilsverðum málum. Deildarstjóri I getur haft sér til aðstoðar við störf sérhæft fólk. Menntunarkrafa til starfa deildarstjóra I er miðuð við háskólapróf, en áunnin sérþekking með öðrum hætti getur komið í hennar stað. Mat: Menntun — háskólapróf .................. 165 Starfsþjálfun .......................... 100 Sjálfstæði/frumkvæði .................. 155 Tengsl ................................ 40 Ábyrgð ................................ 13 D 590 25. lfl. Skrifstofustjórar III (stig 601—625): Starf skrifstofustjóra III er að úthluta starfsmönnum á skrif- stofu verkefnum, sjá um mætingar þeirra og ástundun. Felur gjarnan fulltrúa að sjá um ofangreind atriði í smáatriðum. Skrifstofustjórinn vinnur í mjög nánum tengslum við for- stöðumann og fer með honum yfir rekstraráætlanir stofnunar- innar, en störf stofnunarinnar eru ekki reglubundin. Hann getur haft háskólamenntaða undirmenn. Störf skrifstofustjóra gera kröfu til menntunar, ekki minni en 165 stig skv. náms- mati. Mat: Menntun ................................ 165 Starfsþjálfun .......................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði ................... 130 Tengsl .................................. 40 Ábyrgð.................................. 160 615 í samningi aðila um skipan starfsheita í launaflokka eru auk þeirra starfsheita sem skilgreind eru hér að framan, starfs- heiti skrifstofufólks í 8., 10, 12.. 14. og 16. launaflokki. Aðilar cru sammála um að nota þessi starfsheiti við innröðun skrif- stofufólks í launaflokka þar sem ástæða þykir til að meta starf flokki ofar en hinar almennu skilgreiningar segja til um. Ólafur Hrafn Þórarinsson aðalbókari, Hafnarfirði. Fœddur 26. jólí 1933. - Dáinn 26. júní 1971. Að kvöldi dags hinn 29. júní sl. skeði sá sorglegi atburður, að maður á bezta aldri, fullur starfscrku, er skyndilega allur. Einn af máttarstólpum Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar er horfinn úr ckkar röðum. Ólafur var fæddur á Seyðis- firði, en fluttist til Hafnarfjarð- ar ungur að árum með foreldr- um sínum, Þórarni Björnssyni og konu hans, Guðbjörgu Guð- jónsdóttur, og lifa þau son sinn. Ólafur lauk prófi frá Flens- borgarskólanum árið 1959 og Samvinnuskólanum árið 1953. Árið 1956 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Þóru Ant- cnsdóttur, og eiga þau tvö böm, Ólaf Þór og Steinunni. Ólafur hóf störf hjá Hafnar- fjarðarbæ árið 1959 sem aðal- bókari, jafnframt því gegndi hann öðrum trúnaðarstörfum á vegum bæjarins. Ólafur var fé- lagslyndur að eðlisfari og tók virkan þátt í margvíslegum fé- lagsstörfum. Hann var í stjórn Starfsmannafél. Hafnarfjarðar frá 1960 til æviloka, lengst af varaformaður þess. Á síðasta þingi BSRB var Ólafur kj örinn í stjórn þess. Ólafur var traustur félagi, ávallt reiðubúinn til að leggja öllum góðum málum lið. Hann var með afbrigðum ósérhlífinn. en einmitt þess vegna leituðu margir til hans með vandamál sín. Eg, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynn- ast Ölafi allnáið og njóta hans samfylgdar, meðal annars í stjórn Starfsmannafélagsins. — Sæti hans verður vandfyllt. ■— Eins og að líkum lætur skipt- ast þar á skin og skúrir í bar- átiu til bættra lífskjara fyrir félag okkar. Eg vil að lokum þakka það að hafa fengið að vera honum samferða og hafa haft tækifæri til að kynnast honum og fyrir þann skerf, sem hann hefur látið samferðamönnum sínum í té. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð og bið Guð að styrkja þau. Guðlaugur Þórarinsson. ASGARÐU R 15

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.