Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 25
r > STÖRF
KJARARÁÐS
— >
Frá því samningnr ríkis-
starfsmanna var gerður hefur
kjararáð BSRB haldið yfir 30
fundi til að ræða skýringar og
túlkun ýmissa atriða, svo og
þær óskir um breytingar á röð-
un starfsheita, sem borizt hafa.
Nokkuð hefur afgreiðsla mála
þó dregizt m. a. vegna sumar-
leyfa og ríkisstjórnarskipta.
Hér verður gerð grein fyrir
nokkrum þeirra mála, sem
fjallað hefur verið um.
Enginn lœkki í launaflokki.
Meðal þeirra mála, sem sér-
staklega hafa verið rædd við
Halldór Sigurðsson, fjármála-
ráðherra, er sú samþykkt síð-
asta bandalagsþings, að enginn
starfsmaður skuli að óbreyttu
starfi fá greidd laun í lægra
launaflokki en hann hafði skv.
eldri samningum.
Fyrri fjármálaráðherra hafði
fallizt á, að engin slík lækkun
launaflokks skyldi eiga sér
stað undir 12. lfl.
Fjármálaráðherra hefur nú
fallizt á sjónarmið bandalags-
ins í þessu máli, og mun sú ráð-
stöfun gilda frá 1. júlí 1970.
Túlkun samninga og
viðaukar.
a) Samkomulag er um, að
lenging á vinnutíma starfshópa,
sem áður höfðu 36 st. vinnu-
viku, verði aldrei meiri en IV2
stund á viku. Nái þetta einnig
til þeirra, sem ekki vinna
vaktavinnu.
b) Stigagjöf fyrir barnakenn-
arapróf hefur verið fastákveðin
90 stig og íþróttakennarapróf
75 stig.
Þá hefur verið staðfest, að
kennarar, sem ekki uppfylla
kröfur um tilskylda menntun,
taki laun 2 flokkum neðar en
flokkun kerfisins segir til um,
þar til fullnægt er ákvæðum
samkv. fylgiskjali 5 með samn-
ingnum.
Tilfærsla milli launaflokka
vegna námskeiðs gerizt frá
næstu mánaðarmótum eftir að
því lýkur.
c) Varðandi aukahelgidaga
hefur Kjararáð sett fram þá
hugmynd, að í stað ákvæða
samningsins gætu starfsmenn
átt kost á því að fá frídag
fyrir hvern staðinn dag og þá
yfirvinnuálag í stað yfirvinnu-
kaups.
Samninganefnd ríkisins féllst
ekki á þetta sem almenna reglu,
en fram kom, að hún léti það
átölulaust, ef einstakar stofn-
anir gætu komið þessu við.
d) Tilnefndir hafa vorið af
báðum samningsaðilum menn
til að gera tillögur um umfram-
menntun skv. 26. grein kjara-
samnings.
e) Aftan við 24. grein samn-
ings um röðun á safnastörfum,
rannsóknarstörfum og sér-
hæfðum aðstoðarstörfum, hef-
ur verið bætt heimild til for-
stöðumanna til að hækka um
einn launaflokk starfsmenn í
9.—19. launaflokki.
f) Samningsaðilar hafa gert
bókanir um framkvæmdaatriði
varðandi vaktskrár, úrvinnslu
verkefna hjá kennurum o. fl.
g) Kjararáð hefur fjallað um
skýringar og túlkun á nokkr-
um atriðum samninganna, sem
fjármálaráðuneytið hefur und-
irbúið. Hefur það gert athuga-
semdir við ýmis þessara atriða
og mótmælt skilningi ráðu-
neytisins á nokkrum atriðum.
Starfsmenn og þá sérstaklega
trúnaðarmenn bandalagsfélag-
anna ættu að vera vel á verði
um framkvæmd samninganna
og hafa samband við félag sitt
eða skrifstofu BSRB varðandi
vafaatriði, sem upp kunna að
koma.
Kaffitímar vaktavinnufólks.
Kjararáð BSRB hélt fund
með trúnaðarmönnum vakta-
vinnuhópa 12. maí sl. Voru þar
rædd ýmis atriði varðandi
framkvæmd kjarasamning-
anna. Einkum er ágreiningur
víða um framkvæmd kaffitíma
vaktavinnufólks, en mikil
tregða hefur verið af hálfu rík-
isins að viðurkenna það, að
ýmsir starfsmenn geta ekki að
jafnaði gert hlé á vinnu sinni
til að neyta kaffis.
Kaffitími telst því aðeins
tekinn, að starfsmenn geti gert
samfleytt hlé á vinnu sinni, er
nemi tilskyldum kaffitíma. —
Nauðsynlegt er að skapa fastar
venjur um það á hverjum
vinnustað á hvaða tíma kaffi-
tímar skulu teknir. Sé við það
miðað, að þeir skipti vinnutím-
ASGARÐUR
25