Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 24
Eftirlaun hækkuðu samkv.
samningum um 1700 kr. ísl. á
mánuði fyrir 1971 og síðan til
viðbótar um 1430 kr. árið 1972
og aftur 1430 árið 1973.
Samið síðast við vinnu-
veitendur.
Samningar Alþýðusambands-
ins og vinnuveitenda ráku svo
lestina í þessum heildarsamn-
ingum. Var frá þeim gengið 22.
júní, og giltu þeir einnig til
þriggja ára. Þess má geta, að
þeir verkuðu einnig aftur fyrir
sig frá 1. janúar 1971.
Aætlaðar hækkanir voru
28%, sem skiptust þannig, að
1971 kom 9,9%, en 10,5% árið
1972 og loks 7,6% árið 1973.
Ákvæði eru svipuð og í hin-
um samningunum, t. d. vinnu-
tímastyttingin. Við það bættist
síðan, að eftirlaunaaldur færist
niður í 65 ár í áföngum og kem-
ur fyrsti áfangi til fram-
kvæmda 1. júlí 1973. Einnig
verður tekin upp sérstök hóp-
trygging verkafólks frá 1. sept-
ember 1972.
Heimildir: TCO-tidningen.
Statsanstállt, Statstjánste-
mannen og PST-Bulletin.
Verkfall
í Færeyjum
Launamál voru mikið á dag-
skrá í Færeyjum á sl. vori, og
fengu ýmsir starfshópar kjara-
bætur, sem m. a. byggðust á
hækkuðu útflutningsverðmæti
sjávarafurða.
F æreyska lögþingið sam-
þykkti 1. apríl að taka upp
nýja danska launakerfið fyrir
þann hluta opinberra starfs-
manna, sem áður hafði notið
sambærilegra kjara. Á það t. d.
við um kennara, svo og hærra
launuðu starfsmennina
(tjenstemænd).
Samtök þeirra lægra laun-
uðu, ,,Starvsmannafelag“,
krafðist 1. marz sambærilegra
kjarabóta og setti fram kröfur
um 20% hækkun, sem þeir þó
lækkuðu í 12,5% í samninga-
viðræðunum.
Landsstjórnin færeyska hafn-
aði þessu, og bar því við, að
vinnutími væri 6% styttri en
hjá sambærilegum dönskum
starfsmönnum. Vildi lands-
stjómin fallast á 9% hækkun,
sem skiptist þannig að 4,5%
kæmi í ár, 3% næsta ár og or-
lofsgreiðslur hækki um 1,5%.
Á fundi í „Starvsmannafel-
aginu“ 5. apríl var samþykkt
með 103 atkvæðum af 109 að
halda fast við 12,5% kröfuna
og hefja verkfall þriðja páska-
dag. Þegar samningatilraunir,
sem stóðu yfir um páskana,
báru ekki árangur, þá lögðu
200 opinberir starfsmenn
(funktionærer) niður vinnu.
Siglingar milli eyjanna rofn-
uðu að verulegu leyti, tollaf-
greiðsla féll niður, útsending
skattseðla stöðvaðist og horfur
voru á stöðvun greiðslu eftir-
launa og örorkubóta. Verkfall-
ið bitnaði á færeyska útvarp-
inu, þar sem símastarfsmenn
lögðu niður vinnu. Sjálfvirka
símstöðin starfaði þó áfram,
þar til unnin voru skemmdar-
verk á leiðslum símstöðvarinn-
ar í Þórshöfn, sem rauf sam-
bandið til eyjanna fyrir norðan
og vestan.
Færeysku „tjenstemænd-
erne“ héldu áfram störfum sín-
um, en önnuðust engin þau
störf, sem „funktionærarnir“,
sem í verkfalli voru, höfðu
gengt. Færeysk blöð gagnrýndu
þá fyrir, að samúðin með verk-
fallsmönnum væri yfirsterkari
þeirri þjóðfélagslegu ábyrgð
sem á þeim hvíldi.
Verkfallinu lauk eftir 22
daga með samkomulagi um
10,6% launahækkun. Frá 1.
maí hækkaði kaup um 5% og
ári síðar um 4,1% og orlofs-
greiðslur um 1,5%.
(Fællesrádet, maí 1971).
24
ÁSGARÐUR