Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 6
nesi, sem jafnframt er blóminn
úr því landi, sem orlofsheimil-
in eru risin á.
Samningar um landið tókust
síðari hluta júlímánaðar 1969,
og var þá þegar hafizt handa
um skipulagningu, landþurrk-
un og vegagerð.
Aðrar framkvæmdir hófust
h.ér tæpum mánuði síðar, um
miðjan ágúst 1969, og hafa því
staðið í eitt ár og 9 mánuði.
Eins og þið sjáið, eru hér
risin af grunni og fullbúin til
notkunar 26 hús.
Eru það 23 fjölskylduhús,
sem munu í dag verða afhent
18 bandalagsfélögum til um-
ráða, og verða þau fyrst og
fremst notuð sem orlofsheimili
fyrir félagsmenn hlutaðeigandi
bandalagsfélaga.
Þá er hér fullbúinn veitinga-
skáli, sem tekur 80 manns í
sæti, og verður opinn yfir sum-
armánuðina og rekinn af heild-
arsamtökunum.
Eru þá ótalin tvö hús. Verð-
ur annað þeirra íbúð umsjón-
armanns, sem hér verður bú-
settur allt árið, og hitt er sum-
arbústaður sá, sem áður var í
eigu Asbjarnar Olafssonar stór-
kaupmanns, og verður hann
notaður fyrir starfsfólk staðar-
ins yfir sumartímann.
Eins og þið sjáið, ef þið gang-
ið hér um staðinn og skoðið
húsin, þá eru þau tvenns konar,
12 hús, þar á meðal veitinga-
skálinn, eru þýzk verksmiðju-
smíðuð hús, sem upphaflega
voru sett upp í Straumsvík og
notuð þar í tvö ár sem íbúðir
á vegum þýzka verktakafyrir-
tækisins Hochtief.
13 húsanna eru nýbyggð
verksmiðjusmíðuð hús hér á
landi, og hefur Húsasmiðja
Snorra Halldórssonar annast
þá smíði.
Björn Kristjánsson.
Það sem við blasir hér á
staðnum er húsaþyrpingin und-
ir kjarrivöxnum ásunum, en
þau vandamál, sem leysa hefur
þurft í sambandi við uppbygg-
ingu þessa hverfis eru raunar
flest hin sömu og ef risið hefði
hér nýtt þorp.
Hér hefur verið lögð full-
komin vatnsveita um hverfið,
en vatnið er leitt um eins kíló-
meters vegalengd ofan úr gili
fyrir ofan þjóðveg. Sömuleiðis
var óhjákvæmilegt að leggja
skolpveitukerfi með tveimur
rotþróm, og er vel fyrir þeim
málum séð.
Húsin eru upphituð og lýst
með rafmagni frá Rafmagns-
veitum ríkisins, og var lögð
ný rafmagnslína hingað frá
Varmalandi yfir Norðurá, með
sérstakri spennistöð fyrir þenn-
an stað.
Það er því margt handtakið,
sem hér hefur þurft að fram-
kvæma í sambandi við upp-
byggingu þessa staðar og margt
af grundvallarframkvæmdun-
um nú ósýnilegar mannlegu
auga.
Augljóst er, að hér hafa
margir lagt hönd á plóginn, og
mér er ánægja að færa öllum
þeim starfsmönnum, sem hér
hafa unnið, þakkir Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja fyrir
vel unnin störf.
Hér er ekki unnt að nefna
nema fá nöfn af þeim fjölda,
sem að þessum framkvæmdum
hafa starfað.
Reynir Vilhjálmsson garð-
arkitekt hefur skipulagt orlofs-
hverfið og ákvarðað fyrir-
komulag í sambandi við fegrun
staðarins.
Aðalsteinn Símonarson, garð-
yrkjubóndi í Laufskálum, hef-
ur með höndum framkvæmdir
í sambandi við ræktun hér og
fegrun staðarins.
Þorvaldur Kristmundsson
arkitekt og Magnús Guð-
mundsson húsateiknari hafa
teiknað nýju húsin og sömu-
leiðis breytingar á þeim hús-
um, sem flutt voru hingað frá
Straumsvík, þar á meðal er
innrétting á veitingaskálanum.
Olafur Jensson verkfræðing-
ur hefur annazt allan verk-
fræðilegan undirbúning, nema
rafmagnsteikningar, sem Egg-
ert Steinsen verkfræðingur
hefur gert.
Björn Kristjánsson kennari
hefur fyrir hönd bandalagsins
haft umsjón með öllum fram-
kvæmdum, verið bygginga-
nefnd til ráðuneytis, og hefur
starf hans verið mjög mikil-
vægt trúnaðarstarf fyrir sam-
tökin.
Sigurgeir Ingimarsson bygg-
ingameistari í Borgarnesi hef-
ur annast mikinn hluta þeirra
framkvæmda, sem hér hafa
verið unnar, þar á meðal bygg-
ingu á öllum undirstöðum húsa,
lagningu vatnsveitu og skolp-
veitu, flutning húsa frá
Straumsvík og endurbyggingu
þeirra hér.
6
ASGARÐUR