Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 16
r N
SAMBANÐ ÍSL.
BARNAKENNARA
50 ÁRA
\
SÍB minntist hálfrar aldar afmælis síns á veglegan hátt með af-
mælisþingi, sem sett var við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu,
og fjölmennri gestamóttöku. Viðtal við stjórn SIB fer hér á eftir:
— Nú eru fræðslulög sett
árið 1907, eru til nokkur sam-
tök meðal kennara fyrir stofn-
un Samhands íslenzkra barna-
kennara árið 1921?
— Hið íslenzka kennarafé-
lag var stofnað 1889 og starfaði
allt fram til ársins 1921 þegar
SIB tekur við. Forsaga breyt-
ingarinnar er sú, að á aðalfundi
Hins íslenzka kennarafélags ár-
ið 1908 kom fram tillaga frá
Valdimar Snævarr um, að fé-
lagið gengist fyrir stofnun
kennarafélaga um land allt. —
Skyldi sett á stofn samband
kennarafélaga. — Sambandið
skyldi koma í stað Hins ísl.
kennarafélags og taka við sjóð-
um þess og eignum. Tillagan
var samþykkt og sett í lög fé-
lagsins sem ný grein. — Síðan
liggur málið niðri í 9 ár, eða
til ársins 1917. Þá var samþ.
tillaga frá Aðalbjörgu Sigurð-
ardóttur þess efnis, að öðrum
kennarafélögum væri heimilt
að senda fulltrúa á fund Hins
íslenzka kennarafélags, og
hefðu þeir sömu réttindi og fé-
lagsmenn. Þetta var þó ekki
talin fullnægjandi lausn. Fyrir
atbeina kennara utan af landi
var boðað til almenns kenn-
arafundar, sem varð merkur
áfangi í félagsmálasögu kenn-
ara. Fyrir þessum fundi, sem
var haldinn í Reykjavík 30.
júní 1919, gengust þeir Björn
H. Jónsson, skólastjóri í Vest-
mannaeyjum, og Snorri Sigfús-
son, skólastjóri á Flateyri. —
Fundurinn var boðaður með
fárra stunda fyrirvara, og þó
sóttu hann um 40 kennarar. —
Um helmingur þeirra voru
kennarar utan af landi, sem
staddir voru í bænum. Aðal-
mál þessa fundar var frumvarp
ríkisstjómarinnar um kjör
kennara. Fundurinn samþykkti
skorinort ávarp um hagsmuna-
mál kennara til Alþingis, sem
átti að hefjast næsta dag. Enn-
fremur ræddi fundurinn um al-
menn kennarasamtök til þess
að hefja sókn og vera á verði
um stéttarmálefni kennara.
Var nú unnið að þessum
undirbúningi af kappi, og að
kvöldi hins 17. júní 1921 var
SIB stofnað. — I fyrstu stjórn
áttu sæti: Bjarni Bjarnason,
formaður, Hallgrímur Jónsson,
SÍB bárust margar góðar gjafir á 50 ára afmælinu. Einn fegursti gripurinn var
fundarhamar úr fimmtíu ára gömiu birki úr Hallormsstaðaskógi, sem gerður var af
Halldóri Sigurðssyni kennara á Egilsstöðum. Á myndinni er gefandinn, Skúli Þor-
steinsson, formaður SÍB mcð hamarinn. — Á skaftið eru útskorin 50 birkiblöð, en á
hamarshausnum, sem cr gyrður gamalli íslenzkri fléttu, eru auk nafns gefanda og
móttakanda, landvættir og tilvitnunin ,,Lög eru bræðra sættir.“
16
ASGARÐUR