Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 17
Stjom Samhands íslenzkra barnakennara, talið frá vinstri: Páll Guðmundsson, Svavar Helgason, Þorsteinn Sigurðsson, Skúli
Þorsteinsson, formaður, Ingi Kristinsson, Þórður Kristjánsson og Gunnar Guðmundsson.
ritari, Sigurður Jónsson, gjald-
keri, Hervald Björnsson, Guð-
mundur Jónsson, Steingrímur
Arason og Svava Þórleifsdóttir.
Helgi Hjörvar var framar-
lega í því að undirbúa stofnun
sambandsins. Hann var for-
ystumaður í Kennarafélagi
Barnaskóla Reykjavíkur, sem
var mjög öflugt félag, og lét m.
a. til sín taka launamál kenn-
ara og undirbúning allsherjar-
samtaka bamakennara.
Formenn SÍB hafa verið
þessir menn, taldir í þeirri röð,
sem þeir voru kosnir formenn:
Bjarni Bjarnason, þá skóla-
stjóri í Hafnarfirði, Helgi Hjör-
var, kennari í Reykjavík, Guð-
jón Guðjónsson, þá skólastjóri
í Hafnarfirði, Arngrímur Krist-
jánsson, skólastjóri í Reykja-
vík, Sigurður Thorlacius,
skólastjóri í Reykjavík, Aðal-
steinn Sigmundsson, kennari í
Reykjavík, Ingimar Jóhannes-
son, kennari í Reykjavík, Pálmi
Jósefsson, skólastjóri í Reykja-
vík, Gunnar Guðmundsson,
skólastjóri í Reykjavík, og
Skúli Þorsteinsson, námsstjóri
í Reykjavík.
— Hvaða áfanga má nefna
í starfi SÍB?
— Það verður veruleg breyt-
ing í þjónustu sambandsins við
kennara þegar það ræður til
sín fastan starfsmann. A síð-
ustu árum hefur starfið aukizt
gífurlega mikið.
— Hvemig var háttað ráðn-
ingu kennara og hvaða breyt-
ingar hafa orðið fram að okkar
tíma?
— I viðtali við Pálma Jósefs-
son skólastjóra, í Menntamál-
um, 3. hefti 1969, segir hann
m. a.: „Eins og eðlilegt er, hafa
launa- og kjaramál verið ríkur
þáttur í starfsemi SÍB. Launa-
málabaráttuna er ekki hægt að
rekja, hún er löng og margþætt,
og stundum hefur verið rætt
um að leggja niður vinnu, þótt
ólöglegt væri, svo var t. d. á
árunum eftir 1930. Fyrstu 20
ár launalaganna voru gerðar
smábreytingar til bóta á kjör-
um kennara, og upp úr 1940
voru gerðar ýmsar breytingar
á launagreiðslum, t. d. var af-
numinn að nokkru launamis-
munur á kauptúnaskólum og
kaupstaðaskólum. Um sama
leyti var biðtími til hámarks-
launa styttur úr 15 árum í 9 ár.
Svo komu launalögin 1945, sem
réttu hlut kennara að nokkru
miðað við aðrar stéttir, en ekki
náðist sá árangur fyrirhafnar-
laust. Þá var lögfest hið mikils-
verða ákvæði um styttingu
kennsluskyldu kennara við 55
ASGARÐUR
17