Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 7
Haukur Hannesson tekur viö lyklum að fyrsta hiisinu fyrir hönd Starfsmannafélags
Kópavogs.
Snorri Halldórsson bygg-
ingameistari hefur smíðað 13
ný hús í verksmiðju sinni,
Húsasmiðjunni, Reykjavík, og
sett þau saman og innréttað þau
hér á staðnum.
Lárus Arnason málarameist-
ari í Reykjavík hefur séð um
málningu húsanna.
Rafmagnsveitur ríkisins önn-
uðust raflagnir hingað á stað-
inn og um umhverfið.
Vegagerð ríkisins annaðist
vegalagningu, og sá Elís Jóns-
son umdæmisverkstjóri um
verkið.
Helgi Ormsson, rafvirkja-
meistari í Borgarnesi hefur séð
um raflagnir innanhúss.
Jón Kr. Guðmundsson pípu-
lagningameistari í Borgamesi
hefur séð um pípulagnir.
Ég endurtek þakkir samtak-
anna til allra þessara aðila.
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja stendur í mikilli þakk-
arskuld við marga aðila fyrir
stuðning við það verkefni, sem
hér hefur verið unnið að.
Ég vil í þessu sambandi
þakka Alþingi og ríkisstjórn
fyrir ágætan stuðning við þetta
Hinn nýi fáni BSRB.
mál, svo og þeim lánastofnun-
um, sem veitt hafa lán til fram-
kvæmdanna.
Eins og ég sagði áðan er ekki
unnt að nefna nöfn allra þeirra,
sem okkur er ljúft að færa
þakkir fyrir veittan stuðning.
Þó vil ég á þessari stundu
leyfa mér að færa tveimur
mönnum sérstakar þakkir
BSRB fyrir þeirra mikla stuðn-
ing við orlofsheimili samtak-
anna. Þessir menn eru Magnús
Jónsson fjármálaráðherra og
Magnús Einarsson bóndi í
Munaðarnesi.
Allt frá þeirri stundu, er
þetta mál bar fyrst á góma við
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, veturinn 1966, hefur
hann sýnt þessu áhugamáli
samtaka okkar ómetanlegan
skilning og áhuga.
Við höfum ávallt fundið
glöggt þennan góða hug hans,
þegar leitað hefur verið til hans
um stuðning við málið.
Ég færi Magnúsi Jónssyni
fjármálaráðherra sérstakar
þakkir samtakanna og leyfi
mér að bjóða hann og konu
hans, frú Ingibjörgu Magnús-
dóttur, hjartanlega velkomin
hingað í dag.
Þá vil ég leyfa mér að færa
Magnúsi Einarssyni bónda í
Munaðamesi alúðarþakkir
samtakanna fyrir hans hlut að
þessu máli.
Magnús Einarsson hefur alla
sína búskapartíð búið búi sínu
hér að Munaðamesi, og hér
dvaldi hann einnig á uppvaxt-
arárum sínum.
Munaðames er honum meira
en eign, þessi staður er honum
kær — hluti af sjálfum honum.
Við værum ekki stödd hér í
dag á einum fegursta blettin-
um í landareign Magnúsar
Einarssonar, Munaðarnesi, ef
hann hefði ekki sannfærzt um,
að hér gat hann stutt gott mál,
og það gerði hann af miklum
myndarskap.
Ég sagði áðan, að við værum
ÁSGARÐUR
7