Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 23

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 23
fólk við heimilishjálp fá sam- bærilega hækkun og þeir lægst launuðu. Félagsráðgjafar og heilbrigðiseftirlitsmenn hækka um 1—2 flokka í 19. eða 20. lfl. Hjúkrunarkonur og fóstrur hækka um 2—3 flokka og verða í 16. eða 17. lfl. Heilsuverndar- hjúkrunarkonur hækka í 18. lfl. Samningar ríkisstarfs- manna. Stjórn Sambands ríkisstarfs- manna (TCO-S) samþykkti samningstilboð samninganefnd- ar ríkisins 17. júní, en áður hafði Samband ríkisstarfs- manna í LO (Alþýðusamband- inu) fallizt á það. Fulltrúar kennara í stjórn TCO-S höfðu fyrirvara um málið, en Samb. háskólamenntaðra (SACO) og Ríkisstarfsmannasamb. (SR) lýstu sig andvíg tilboðinu og munu leita til dómstóla varð- andi málið. Samtök þessi hafa innan vébanda sinna 15% rík- isstarfsmanna. Launastigi ríkisstarfsmanna hækkar á sama hátt og hjá bæj- arstarfsmönnum. Meðaltals- hækkun til ríkisstarfsmanna er áætluð 23,4% á þremur árum cg skiptist þannig milli sam- bandanna, sem samningsrétt hafa, að meðaltal fyrir LO er 28,5%, TCO-S 26,2%, SR 17% og SACO 11,8%. Talið er að 200 þúsund af 345 þúsund ríkisstarfsmönnum hafi fengið flokkahækkanir og út- gjöld ríkisins áætluð 34 millj- arðar (ísl. kr.). Flokkatilfœrslur ríkis- starfsmanna. Ogerlegt er að gefa nokkra heildarmynd af flokkatilfærsl- um ríkisstarfsmanna, þar sem sama starfsheitið getur verið í mörgum launaflokkum og óvíst er að verkefni og menntun sé sambærilegt við íslenzkar að- stæður. Hér skal þó getið nokk- urra starfshópa í LO og TCO-S. Lögreglan og tollstarfsmenn hækkuðu meira en aðrir sam- bærilegir hópar. Lögregluþjón- ar, sem komust áður hæst í 11. lfl. fara nú í 15. lfl. og flokk- stjórar í 17. lfl. Sá flokkur er öllum tryggður eftir 15 ára þjónustu. Varðstjórar í 17. og 19. Ifl. fara nú í 19. og 20. lfl. Fangaverðir hækka úr 12. lfl. í 14. lfl. 1300 tollstarfsmenn fá nú hækkunarmöguleika í 15. lfl. eftir 10 ára starf. Varð- stjórastöður tollvarða hækka um tvo flokka og verða í 17.— 21. lfl. Á tollskrifstofum breyt- ast hækkunarreglur starfs- manna, sem nú komast í 20. lfl. Skrifstofufólk í lægstu flokk- um, sem byrjar í 5. lfl. við 18 ára aldur hækkar í 13. lfl. eftir 9 ára starf. Póststarfsmenn hækka yfirleitt um 1—2 launa- flokka. Talsambandið við út- lönd hækkar um tvo launa- flokka allt að 15. lfl. (þrjú tungumál). Tæknistarfsmenn símans hækka um tvo flokka og verða almennt í 15.—18. lfl. 65% af skrifstofufólki, sem var í 13. lfl. hækkar um tvo flokka, en ýmsir hinna um einn. Sér- hæfðir aðstoðarmenn á veður- stofu o. fl. komast í 17. lfl. Kennarar í lægstu launa- flokkum fengu eins flokks hækkun og þannig var dregið úr launamismun kennara. — Kennarar smábarnaskóla fóru í 17. lfl. og ýmsir kennarar í verklegum greinum í 18.—22. launaflokk. Onnur ókvœði. Ymis önnur ákvæði fyldu með í samningum bæjarstarfsmanna og ríkisstarfsmanna. Þannig er staðfest stytting vikulegrar vinnuskyldu frá 1. janúar 1972 fyrir þá starfsmenn, sem ekki höfðu þegar fengið hana. Stytt- ist vinnutími þeirra, sem ekki vinna um helgar og á frídögum úr 42% stund í 40 stundir á viku, en vinnutími annarra úr 41 stund í 38% stund á viku. Frá næstu áramótum fá laus- ráðnir starfsmenn (tímakaups- menn) í þjónustu ríkisins sömu réttindi og fastráðnir, og hefur það m. a. í för með sér lengingu orlofs. Samningar standa yfir um launaflokkun þessara starfsmanna. Yfirvinna verður nú greidd upp í 25. launaflokk, í stað þess að áður var hún takmörkuð við 19. lfl. ASGARÐUR 23

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.