Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 18

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 18
og 60 ára aldur. í fræðslulögun- um 1946, en heimild hafði áður fengizt til þess í smáum stíl. Svo vil ég að lokum benda á, að mjög mikilsverðum áfanga var náð í launaákvæðunum, sem sett voru 1956 ...“ — Hvenær var lífeyrissjóð- ur ykkar stofnaður? — Segja má, að fyrsti vísir að lífeyrissjóðnum hafi verið Styrktarsjóður kennara, sem var stofnaður með lögum árið 1909. Árið 1921 var Lífeyris- sjóður bamakennara stofnaður. Skömmu eftir 1930 fengu kenn- arar því framgengt, að þeir fengju lán úr sjóðnum til íbúðabygginga. Það er álitamál hvort ekki eigi nú að sameina sjóðinn Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna. Það eru orðin meir en 30 ár síðan Byggingar- samvinnufélag barnakennara var stofnað. — Árið 1962 segið þið upp starfi... — Við höfðum farið fram á að fá hækkun sem svaraði ein- um launaflokki, en fengum neitun. Þegar fréttir bárust af væntanlegum fjöldauppsögnum vorum við boðaðir á fund ráð- herra og boðin greiðsla, sem svaraði fjórum kennslustund- um á viku, en sú greiðsla sam- svaraði um það bil hækkun um tvo launaflokka. — Hvemig er háttað skipu- lagi og starfsemi SÍB? — Stjórn skipa sjö aðal- menn. Sambandinu er skipt í tíu kjörsvæði, er hafa hvert um sig sína eigin stjórn. Þessi fé- lög halda sína aðalfundi og sjá um að kjósa fulltrúa á þing samtakanna, en fulltrúaþing er haldið annað hvert ár. Uppeld- 18 ismálaþing eru haldin þau ár sem fulltrúaþing eru ekki. — Meðlimir eru nú um 950, en þess ber að geta, að innan okk- ar samtaka eru aðeins kennar- ar með full réttindi, þannig að það eru fleiri bamakennarar starfandi á landinu, en fyrr- greind tala segir til um. Talið er að nú séu um 10% allra bamaskólakennara réttinda- lausir og þar að auki fjöldi stundakennara. — Kennaraskólinn hefur ætíð verið tengdur starfi SÍB? — Eitt aðalmál SÍB frá upp- hafi hefur verið að auka mennt- un kennara og því mikill áhugi á að Kennaraskólinn veitti sem bezt veganesti. Nú er orðin sú breyting, að í stað Kennara- skólans kemur Kennaraháskóli Islands, þannig að inngöngu í skólann fá aðeins stúdentar, er útskrifast kennarar eftir þriggja ára nám við Kennara- háskólann. Á undanförnum ár- um hefur námskeiðum fyrir kennara fjölgað mjög, enda hefur kennurum alla tíð verið annt um að halda við og auka þekkingu sína. — Hvaða kennslugreinar þarf að læra erlendis? — Það er kennsla ýmissa hópa afbrigðilegra nemenda, s. s. kennsla heymleysingja, kennsla barna með hegðunar- vandkvæði, kennsla heila- skaddaðra bama, kennsla van- vita, talkennsla og kennsla blindra. Menn hafa einkum stundað þetta nám í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýzkalandi og á Norðurlöndunum. Hluti af þessari menntun hefur verið færð inn í landið með tilkomu framhaldsdeildar Kennaraskól- ans. Þar fá kennarar eins árs grunnmenntun í kennslu af- brigðilegra barna, en fara síð- an eitt ár utan til frekari sér- hæfingar. Að nokkrum ámm liðnum má búast við að öll kennsla varðandi afbrigðileg börn fari fram hér heima, og einnig má búast við því, að skólasálfræðingar, ráðgjafar og ýmiss konar yfirmenn í skóla- kerfinu sæki menntun sína til Kennaraháskólans. Ennfremur má ætla, að það verði umfangs- mikill liður í starfi Kennara- háskólans að sjá um símenntun eldri kennara. Ef við víkjum aftur að upp- eldismálaþingum SIB, þá geta allir, sem áhuga hafa, sótt þau. Þar hefur m. a. verið f jallað um ýmsar nýjungar í kennslu og kennslutækni, sérkennslu og sálfræðiþjónustu, réttindi og skyldur kennara og margt fleira. — Þið hafið einnig staðið fyrir umfangsmiklum sýning- rnn. — Stundum hefur SÍB stað- ið fyrir sýningum, og á hverju vori eru haldnar sýningar í fjölda skóla um allt land. Þá hafa foreldradagar í skólum mælzt mjög vel fyrir, en þar getur kennari rætt persónulega við foreldra eða foreldri um barnið og vandmál þess. — Hafa viðhorf almennings til kennarastarfsins breytzt? — Mjög mikið á síðustu ár- um. Almenningur lætur sig nú miklu meir varða það sem fram fer í skólunum en áður var. Hins vegar má um það deila, hvort starf skólanna fylgi nægi- lega kröfum tímans og hvort ekki þurfi að breyta kennslu- háttum mikið. Það yrði áreið- anlega til mikilla bóta, ef nem- ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.