Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 8
ríödd á einum fegursta blettin- um í landareign Magnúsar Ein- arssonar. En við erum jafn- framt stödd á einum fegursta stað í Islandi, og er þá mikið sagt. I nafni Bandalags starfs- manna ríkis og bæja færi ég Magnúsi Einarssyni sérstakar þakkir okkar og býð hann og dóttur hans Katrínu hjartan- lega velkomin hingað í dag. Markmiðið með uppbygg- ingu þessa staðar er tvíþætt. Annars vegar að skapa aðstöðu fyrir starfsmenn ríkis og bæja til þess að dvelja hér í orlofi, og hins vegar mun hér verða miðstöð félagslegrar fræðslu- starfsemi á vegum samtakanna. A síðari tímum hefur fengizt almenn viðurkenning á því, að mönnum sé nauðsyn að taka sér frí frá störfum nokkrar vik- ur árlega, hvíla sig þannig frá daglegum störfum, endumýja starfskrafta og varðveita heilsu sína. En hitt hefur fram að þessu, verið vandamál fyrir flesta, og mun verða enn um sinn, hvernig árlegu orlofi þeirra verði varið, til þess að út úr því fáist sú hvíld og sú hress- ing, sem til er ætlast. Ferðalög innan lands og utan eru mjög kostnaðarsöm og sama máli gegnir um dvöl á sumarhótelum. Vegna þessa og af ýmsum öðrum ástæðum, er oft erfitt fyrir fólk að verja orlofinu þannig, að það nýtist á réttan hátt. Ekki á þetta sízt við um bamafj ölskyldur. Hér þarf því fleira að koma til en að tryggja mönnum ár- legt frí. Það verður einnig að tryggja fólki aðstöðu til að nota fríið á skynsamlegan hátt. í þessum efnum er þörf fyrir stórátak af hálfu þjóðfélagsins í heild og félagssamtaka. Uppbygging þessa staðar hér að Munaðarnesi er eitt skref í þessa átt. Eitt af því, sem íslenzk laun- þegasamtök hafa vanrækt um of, er fræðslustarf — félagslegt fræðslustarf. I þessum efnum erum við á eftir nágrannaþjóð- um okkar. A Norðurlöndum hefur þessi þáttur í starfsemi launþega- samtakanna verið stórlega auk- inn á seinni árum, og fyrir ís- lenzk launþegasamtök er óhjá- kvæmilegt að gera hið sama. Með breyttum þjóðfélags- háttum gerist það ekki sjálf- krafa, eins og áður var, að fólk taki nægilega mikinn þátt í starfi launþegasamtakanna. En án almennrar þátttöku félagsmanna í félagsstarfinu verða samtökin og störf þeirra svipur hjá sjón, miðað við kraftmikil félög, þar sem allur fjöldinn tekur virkan þátt í starfinu. í þjóðfélagi nútímans eru mörg viðfangsefni fyrir ein- staklinginn, og færri en áður leita sér viðfangsefna í frí- stundum með þátttöku 1 félags- málum. En félögunum er jafnmikil þörf og áður á samstarfi allra félagsmanna að lausn þeirra vandamála, sem samtökin glíma við. Þess vegna verða félögin að laða menn til þátttöku með öðrum hætti en áður, og reynslan sýnir, að fræðsluráð- stefnur, þar sem flutt eru er- indi og fram fara almennar um- ræður um málefni samtakanna, eflir athugun í starfshópum, gefa mjög góða raun, og með þeim vísi að slíku starfi, sem BSRB hefur haldið uppi síð- ustu fjögur árin, hafa margir nýir kraftar komið til starfa í samtökunum, og annar árang- ur náðst, sem er ómetanlegur. Það skref, sem BSRB hefur stigið með byggingu þessa or- lofsheimilahverfis, er þýðing- armikið fyrir allt starf í sam- tökum okkar, og ég vil því enn einu sinni þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa hjálpað samtökum okkar til þess að gera þann draum að veruleika, sem við fögnum í dag. Skrifstofutími breytist hjó Reykjavíkurborg Á fundi borgarráðs 24. ágúst var staðfest samkomu- Iag milli borgarinnar og Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar um vinnutíma á skrifstofum. Frá 1. september verður vinnutíma hagað þannig allt árið, að vinna hefst mánudag til föstudags kl. 8,20 og Iýkur kl. 16,15. Kaffitímar falla niður. Samningsaðilar áskilja sér rétt til endurskoðunar á vinnutíma þessum að fenginni reynslu. 8 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.