Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 9
SAMNINGAR BORGARSTARFSMANNA \_____________________J Ásgarður ræddi við Þórliall Halldórsson, formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar, um nýju samningana hjá borginni og fer viðtalið hér á eftir. — Eins og komið hefur fram í Ásgarði áður, gerðum við samninga um áramótin 1969/ 70, sem áttu að gilda út þetta ár. Við, eins og fleiri, biðum eftir því, að starfsmati lyki, sem endaði með nýjum kjara- samningi milli ríkisins og BSRB 19. desember sl. Þá fór- um við og leituðum hófanna um það hjá Reykjavíkurborg, hvort við myndum ekki fá end- urskoðun á okkar kjarasamn- ingi í samræmi við þessar breytingar. Það var auðsótt, og í janúar var tekin formleg ákvörðun um þetta efni. Okk- ur var jafnframt gerð grein fyr- ir því, að við yrðum að taka við ríkissamningnum með kostum hans og göllum, jafnframt því sem starfsmatskerfið yrði lagt til grundvallar, þegar unnið yrði að því að raða borgar- starfsmönnum í launaflokka. Strax í febrúar var hafizt handa að fylla út starfslýsinga- eyðublöð, sem voru dálítið öðruvísi en hjá ríkisstarfs- mönnum. Síðan hefur verið unnið sleitulaust að starfsmati af tveimur starfsmönnum, Jóni Birni Helgasyni frá Starfs- mannafélaginu og Böðvari Guðmundssyni frá borginni. Undanfarna tvo mánuði hefur verið unnið að samningsgerð- inni í heild og samningar voru undirritaðir 30. júlí síðastl. — Er um breytingar að ræða í sambandi við vinnutíma- ákvæði? — Segja má að samningur- inn sjálfur sé alveg eins, það eru orðalagsbreytingar sem eiga við borgarstarfsmenn. Far- ið er dálítið öðruvísi að, hvað snertir starfsþjálfunarþrepin — það eru tvö þrep fyrir öll störf þannig, að starfsmenn eru sett- ir strax í sinn launaflokk, og yfirvinna reiknuð strax samkv. þeim launaflokki. Við fáum Þórhallur Halldórsson. sérstaka launastiga, sem gilda til 1. júlí 1972. Kosturinn við þá er sá, að við fáum launin Öll útborguð mun fyrr en ella. — En þeir gilda ekki frá sama tíma og ríkissamningur- inn? — Launabreytingar gilda frá 1. janúar sl., vegna þess að við höfðum samning, sem tók gildi 1. janúar 1970, og þess vegna ekki eðlilegt að við fengjum kauphækkun til sama tíma og ríkisstarfsmenn — það var alltaf vitað. Ef við berum sam- an samningana, þá er mér ekki ennþá ljóst, hvemig til hefur tekizt hjá ríkinu með flokkun starfsheita og einstaklinga, það er enn verið að vinna úr því. Við emm eftir atvikum frekar ánægðir með flokkun skrif- stofustarfanna. Það er t. d. ekki nema 22 einstaklingar af 450 er lenda í 7., 8. og 9. launaflokki, og af þessum 22 eru 10 í 9. Ifl., en verða þar aðeins stuttan tíma, eru á leiðinni upp í 12. flokk. Ef við tökum 10. flokk, þá eru þar ekki nema 14 ein- staklingar í skrifstofustörfum. Hjá okkur, eins og í ríkissamn- ingnum, hafa tveir flokkar í rauninni verið skomir neðan af, þannig að starfsheiti byrja nú í 8. flokki í stað 6. flokks áður. -—• Þið gerðuð líka einhverj- ar breytingar á skilgreiningu skr if stof ustarf anna. — Já, það var nauðsynlegt til að koma á móts við þarfir vinnuveitandans, en þessum störfum er háttað nokkuð á annan veg hjá borginni en rík- inu. Ennfremur fengust nokkr- ar minniháttar breytingar til hagsbóta við innröðun. Það er staðreynd, að skrifstofustörf hafa verið öllu hærra metin hjá okkur en ríkinu, og er það von ASGARÐUR 9

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.