Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 21
NOSS-NÁMSKEIÐ
AÐ MUNAÐARNESI
Árlega er á vegum NOSS (Norræna ríkisstarfsmannasambands-
ins) haldið námskeið fyrir forustu- og trúnaðarmenn samband-
anna. Námskeiðið var nú haldið í fyrsta skipti hér á landi dagana
1.—4. júní sl. Var það jafnframt fyrsta námskeiðið í nýja orlofs-
heimilahverfinu að Munaðarnesi eftir að það var fullbúið.
Þátttakendur voru 25, þar af
14 frá hinum norrænu sam-
böndunum. Voru þeir stjórnar-
menn eða starfsmenn samtaka
sinna. Haraldur Steinþórsson
stjórnaði námskeiðinu, en auk
hans störfuðu að undirbúningi
þess þeir Ágúst Geirsson, Einar
Ólafsson og Karl Guðjónsson.
Verkefni námskeiðsins var
geysivíðtækt og voru umræður
hinar fjörlegustu, bæði á sam-
eiginlegum fundum og í starfs-
hópum. Skriflegar greinargerð-
ir og upplýsingar um hvert ein-
stakt mál voru lagðar fram, og
var þar saman kominn mikill
fróðleikur.
Fulltrúar frá hverju landi
kynntu í upphafi samtök sín,
og gerðu grein fyrir stéttarsam-
böndum ríkisstarfsmanna, sem
eru allmiklu sundraðri en hér
á landi.
Annað aðalviðfangsefnið
fjallaði um launaákvarðanir.
Athygli beindist að lögum um
samningsrétt og löggjöf varð-
andi kjarasamninga. Einnig um
hlutverk einstakra félaga og
heildarsamtaka í samninga-
gerð. Lögðu fulltrúar hvers
lands fram skriflegar upplýs-
ingar um þetta og fylgdu þeim
úr hlaði með stuttri ræðu. Síð-
an skiptust þátttakendur í þrjá
starfshópa, sem hver um sig
ræddi ákveðinn hluta verkefn-
isins. Loks skýrðu fulltrúar
starfshópanna frá því, sem fram
hafði komið í umræðum í
hverjum hópi.
Hitt meginverkefnið var
launaþróunin. Var þar rakin
þróun rauntekna starfsmanna
í hverju landi, einnig launamis-
munur hinna ýmsu starfs-
mannahópa svo og samanburð-
ur á launum ríkisstarfsmanna
og frjálsa markaðarins. Var
sami háttur hafður á umræð-
um um bæði þessi mál.
Tvö erindi voru flutt. Páll
Bergþórsson skýrði frá starfs-
mati hér á landi og Ulf Sand-
berg sagði frá verkfallsreynslu
í Svíþjóð. Umræður og fyrir-
spurnir voru að erindum lokn-
um. Einnig var efnt til spurn-
ingaþáttar og var einn fulltrúi
frá hverju landi til svara.
Síðasta kvöldið var sýnd
kvikmynd og tekið upp léttara
hjal. Þegar haldið var frá Mun-
aðarnesi eftir lærdómsríka dvöl
í fögru umhverfi, var farin
kynnisferð um Borgarfjörð og
m. a. heimsótt Reykholt, og að
lokum var kvöldverður að
Hótel Sögu.
Erlendu þátttakendurnir
dvöldu flestir hér á landi í einn
til tvo daga áður en þeir héldu
heimleiðis.
TJTA N I’TR
HJJIMl
Vilja helzt samstarfsrétt.
Gallup-stofnunin í Dan-
mörku hefur framkvæmt skoð-
anakönnun, þar sem kannað
var á hvem eftirfarandi þátta
starfsfólk teldi að leggja bæri
mesta áherzlu:
a) samstarfsrétt um stjórnun.
b) hærri laun.
c) styttri vinnutíma.
Tæpur helmingur, eða 48%,
töldu samstarfsrétt mikilvæg-
astan meðan hinir þættirnir
fengu 14% og 12% hvor um sig.
26% svöruðu ekki.
Miðað við skiptingu eftir
starfsgreinum, þá hlaut sam-
starfsrétturinn mest fylgi
(61%) hjá fastráðnum starfs-
mönnum í lægri launaflokkum.
Hærri laun nutu mest fylgis
(21%) hjá ófaglærðum verka-
mönnum og styttri vinnutími
(21%) hjá faglærðum verka-
mönnum.
(Forsikringsfunktionæren, júní 1971).
ASGARÐUR
21