Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 5
-------------------^
Kristján Thorlacius:
Ræða
vi$
afhendingu
orlofshúsanna
'V___________________J
Góðir gestir.
í nafni stjórnar Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja býð
ég ykkur hjartanlega velkomin
hingað að Munaðamesi.
Hér hafa að undanförnu stað-
ið yfir framkvæmdir við að
reisa orlofsheimili BSRB, sem
í dag munu verða afhent til
notkunar.
A þingi Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja haustið
1966 var samþykkt ályktun um
undirbúning orlofsheimila sam-
takanna.
Var bandalagsstjórninni falið
að útvega og láta skipuleggja
land í þessu skyni. Ennfremur
að tryggja fjárhagsgrundvöll
fyrir þessar framkvæmdir.
Af hálfu bandalagsþings var
lögð áherzla á þetta mál með
því að ætla nokkra fjárhæð til
sjóðsstofnunar vegna byrjunar-
framkvæmda.
Það eitt að fá aðgang að
landssvæði á ákjósanlegum
stað fyrir þá starfsemi, sem hér
er að hefjast, var ótrúlega mik-
ið vandamál, og tók alllangan
tíma.
Ekki skal hér farið út í að
segja þær ferðasögur, sem til
urðu í sambandi við leit að
stað undir orlofsheimilin, held-
ur hefja söguna þar, sem við
nú erum stödd, hér að Munað-
arnesi.
Það er skemmst frá að segja,
að samtökin leituðu eftir landi
hjá Magnúsi Einarssyni, bónda
í Munaðarnesi, og beindist mál-
ið í þann farveg, að jafnframt
því sem við fengum 15 hektara
leiguland hjá honum, voru fest
kaup á sumarbústað Asbjarnar
Ólafssonar stórkaupmanns, en
þeim sumarbústað fylgdi 5
hektara leiguland úr Munaðar-
ASGARÐUR
5