Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 20

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 20
kennarasambandið. Það heldur fund árlega, og rétt til fundar- setu hafa formaður, varafor- maður og starfsmaður auk rit- stjóra. Næsti fundur verður haldinn hér í Reykjavík í haust. Þetta er ungt samband, stofnað árið 1968. Stjórn Norræna kennara- sambandsins skipa nú: Skúli Þorsteinsson, formaður, Olafur S. Ólafsson, ritari, og Hans Hellers, form. sænsku kennara- samtakanna. I sambandinu eru um 130.000 félagsmenn. Norrænt skólamót er haldið á 5 ára fresti. Það var haldið hér árið 1965 og var þátttaka um 1000 manns. Þá hafa lengi verið náin tengsl við danska kennara með milligöngu Nor- ræna félagsins. Þá erum við aðiljar að Alþjóðasambandi barnakennara, IFTA. — Hvað viljið þið segja um samstarf SÍB og BSRB? — SÍB hafði frumkvæði að stofnun BSRB og Sigurður Thorlacius þáverandi formaður SIB var fyrsti formaður þess. Hann hætti formennsku hjá SIB, þegar hann tók við for- mennskunni í BSRB. Annar forystumaður barnakennara, Arngrímur Kristjánsson, var lengi í stjórn BSRB. — Aðrir barnakennarar, sem verið hafa í stjórn BSRB eru: Pálmi Jós- efsson, Kristján Gunnarsson, Hjörtur Kristmundsson, Teitur Þorleifsson, Karl Guðjónsson, Kjartan Ólafsson og nú síðast Svavar Helgason og Magnús Magnússon. — Hvenær byrjuðu Mennta- mál að koma út? — Sambandið tekur við rit- inu árið 1936, en fyrsti ritstjóri þess og stofnandi var Asgeir Asgeirsson, fyrrverandi forseti. Árið 1952 hóf Landssamband framhaldsskólakennara þátt- töku í útgáfunni, og árið 1970 mynduðu öll kennarafélög landsins félag um útgáfuna ásamt Fóstrufélagi Islands. — Efni ritsins, sem nú kemur út 6 sinnum á ári, er fyrst og fremst um uppeldis- og skóla- mál. Núverandi ritstjóri þess er Jóhann S. Hannesson. — Og þá er komið að loka- spurningimni — er hægt að lifa af kennaralaunum í dag? — Það er eftir því hvað þú átt við með því — einstakling- ur getur kannske lifað af þess- um launum, en það áreiðan- lega mjög erfitt fyrir fjöl- skyldumenn. Á hálfrar aldar afmæli SÍB kaus sambandið átta heiðursfélaga þau Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Aðalstein Eiríksson, Freystein Gunnarsson, Gunnar M. Magnúss, Helga Elíasson, Jónas B. Jónsson, Steinþór Guðmundsson og Svöfu Þórleifsdóttur. Á mynd- inni sést Skúli Þorsteinsson, formaður SÍB, afhenda heiðursskjölin. Áður hafði sambandið kjörið 14 heiðursfélaga. ÁSGARÐUR 20

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.