Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 27

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 27
f. h. ríkissjóðs, skuli vera sýkn af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Staðan lögð niður, en starfi gegnt í lœgra launaflokki. Kveðinn hefur verið upp dómur í aukadómþingi Gull- bringu- og Kjósarsýslu í máli varðandi stöðumissi opinbers starfsmanns, en stjórn BSRB tók að sér mál hans. Málavextir voru aðallega þeir, að lögregluþjóni í Mos- fellshreppi var sagt upp starfi, en löggæzlan þar framkv. af lögregluliði Hafnarfjarðarbæj- ar. — Lögregluþjóninum, sem hafði fengið kaup samkv. 17. launaflokki var gefinn kostur á lögregluþjónsstarfi í Hafnar- firði í 14. lfl. Var í málinu gerð krafa til greiðslu á þessum launamismun, svo og aksturs- kostnaði vegna nýja starfsins. Þess má geta, að lögreglumað- urinn gegnir að hluta löggæzlu FRÆÐSLUSTARF BANDALAGSINS Fræðslunefnd BSRB hefur nú ákveðið tilhögun fræðslu- starfs fram að áramótum. Er þar um að ræða tvö námskeið og umræðufundi úti á landi. Umrœðufundir ó 10 stöðum. Bandalagið boðar til um- ræðufunda á 10 stöðum, sem valdir hafa verið með tilliti til kjördæmaskiptingarinnar, þótt einnig sé tekið tillit til stað- hátta. Öllum ríkis- og bæjar- starfsmönnum er heimil þátt- taka. Framsögur verða fluttar um frumvarp um réttindi og skyld- ur, sem lagt var fram á síðasta Alþingi, svo og viðhorf þau, sem skapast kunna við fullan samningsrétt opinberra starfs- manna. Síðan verða umræður og fyrirspurnir um framsögu- efnið svo og kjaramál eða ann- að það sem menn vilja koma á framfæri. Fundarstjóri verður frá fræðslunefnd BSRB, en tveir framsögumenn mæta frá bandalagsstjórn á hverjum fundi. Allir fundirnir hefjast kl. 2 e. h. Aformað er að Kristján í Mosfellshreppi. Niðurstaða dómarans, Braga Steinarssonar, var sú, að lög- regluþjóninum bæri greiðsla á föstum launum í 6 mánuði, þar sem staða hans hefði verið lögð niður. Hins vegar hefði hann tekið við lægra launaðri stöðu hjá öðru sveitarfélagi og ætti því ekki rétt á mismun launa- flokkanna. Mosfellshreppi var þannig dæmt að greiða stefnanda rúm- lega 100 þús. kr. og auk þess málskostnað. Thorlacius, form. BSRB, og Guðjón B. Baldvinsson, ritari BSRB, mæti á þessum stöð- um: Laugardaginn 18. september: Isafjörður (Alþýðuhúskj.). Laugardaginn 25. september: Siglufjörður (HótelHöfn). Sunnudaginn 26. september: Sauðárkrókur (Hótel Mæli- fell). Laugardaginn 2. október: Akureyri (Hótel KEA). Sunnudaginn 3. október: Selfoss (Gagnfræðaskólinn). Sunnudaginn 10. október: Hafnarfjörður. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB og Ágúst Geirsson, formaður Félags ísl. símamanna, munu mæta á þessum stöðum: Laugardaginn 18. september: Egilsstaðir (Valaskj álf). Laugardaginn 25. september: Keflavík (Aðalver). Sunnudaginn 26. september: Munaðarnes (Veitingaskáli BSRB). ASGARÐUR 27

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.