Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.08.1971, Blaðsíða 14
stofunnar þ. m. t. að pappír, ritföng, eyðublöð, séu til staðar, þegar á þarf að halda. Skrifstofustjórinn er gerður ábyrgur fyrir almennum rekstri stofnunar í fjarveru forstöðumanns, en ekki sérsviði hennar. Hann segir ekki fyrir um vandasamari störf en ætla megi gagnfræðingi eða verzlunarskólamanni með góðu móti. Mat: Menntun ................................. 80 Starfsþjálfun .......................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði ................... 105 Tengsl .................................. 30 Ábyrgð ................................. 130 465 19. lfl. Fulltrúar III (stig 451—475): Starf, sem flokkast í þennan launaflokk hefur umsjón með verki eða málaflokki. Talsverður hluti starfsins er eftirlit með störfum annarra. Starfi yfirmanns sinnt í forföllum. Starfið gerir þær kröfur til starfsmanns, að geta unnið sjálfstætt að verulega sérhæfðum verkefnum. Mat: Menntun — stúdentspróf + sérnám........ 110 Starfsþjálfun ........................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði .................... 105 Tengsl .................................. 30 Ábyrgð................................... 100 465 20. lfl. Deildarfulltrúar I (stig 476—500): Stjórnun starfsmanna eða yfirumsjón verkefna er snar þáttur starfsins. Unnið er að mestu sjálfstætt að verkefnum, sem krefjast allverulegrar menntunar og þjálfunar. Starfinu fylgir ekki verulegt frumkvæði, en ákvarðanataka. úrvinnsla og skýrslugerðir eru alleinkennandi fvrir starfið. I starfinu getur falizt að þurfa að skuldbinda stofnunina með undirskrift og gegna starfi yfirmanns að meira eða minna leyti í fjarveru hans. Mat: Menntun — stúdentspróf + sérnám......... 130 Starfsþjálfun ........................... 100 Sjálfstæði/frumkvæði ..................... 105 Tengsl ................................... 30 Ábyrgð.................................... 130 495 Breyting á stigagjöf fyrir einstaka þætti getur átt sér stað t. d. eftir því hve verkstjómarþátturinn er stcr. Sé starf unnið verulega sjálfstætt en verkefni frekar einhæf, má ætla, að þátturinn sjálfstæði/frumkvæði yrði metinn hærra en að ofan greinir. Jafnframt dragi úr nauðsyn langrar starfsþjálfunar. 21. lfl. Deildarfulltrúar II (stig 501—525): Stjómun starfsmanna og/eða yfimmsjón mikilvægra mála eða málaflokka er aðalþáttur starfsins. Unnið er sjálfstætt að verkefnum, sem krefjast mikillar hæfni. I starfinu felst að skuldbinda stofnunina með undirskrift varðandi viðkomandi verkefni og gegna starfi yfirmanns í fjarveru hans. Aðalbókarar: Starfið felst í merkingu fygiskjala og flokkun til bókunar. Reikningar athugaðir og fylgst með færslum og gögnum bók- haldsins. Gerð drög að rekstrar- og efnahagsreikningi, en skrif- stofustjórar eða forstöðumenn bera ábyrgð á lokun þeirra. Mat: Menntun — stúdentspróf + sérnám .... 130 Starfsþjálfun .......................... 100 Starfsþjálfun .......................... 100 Tengsl .................................. 30— 40 Ábyrgð .................................. 145 510—520 22. lfl. Aðalgjaldkerar (stig 526—550): Hér flokkast gjaldkeri, sem hefur með höndum vörzlu sjóðs og bankareikninga stofnunar og hefur stjórn á þremur aðstoð- argjaldkerum eða fleirum, sem heyra beint undir stjóm hans og hafa gjaldkerastörfin að aðalstarfi. Allar peningagreiðslur stofnunarinnar fara beint eða óbeint um hendur aðalgjaldkera, þar með kaup og sala víxla og viðskipti við fjármálastofnanir. Mat: Menntun ................................ 105 Starfsþjálfun .......................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði ................... 105 Tengsl ................................. 40 Ábyrgð.................................. 160 530 23. lfl. Aðalbókarar II (stig 551—575): Störf aðalbókara hjá stórum stofnunum með umfangsmikið rekstrar- og/eða viðskiptamannabókhald. Skrifstofustióri eða forstöðumaður hefur umsjón með bókhaldi og er því lokað í samráði við hann. Aðalbókari getur þurft að semja fjárhags- áætlanir og gera margs konar skýrslur, sem notaðar verða sem stjcrnunartæki í rekstri stofnunarinnar. Mat: Menntun — háskólapróf ................... 165 Starfsþjálfun ........................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði ................... 105 Tengsl .................................. 40 Ábyrgð .................................. 145 575 23. lfl. Deildarfulltrúar III (stig 551—575): Störf, sem krefjast sérþjálfunar þar sem eigin álitsgerðir og jafnvel úrskurðir eru verulegur hluti starfsins. Rannsóknir og könnun getur verið nokkur hluti starfsins. Starfið getur engu að síður, að verulegu leyti verið fólgið í almennum skrifstofu- störfum. Verkstjórn oft nokkur þáttur starfsins. Mat: Menntun — háskólapróf .................. 165 Starfsþjálfun ........................... 100 Sjálfstæði/frumkvæði .................... 105 Tengsl .................................. 40 Ábyrgð .................................. 145 555 23. lfl. Skrifstofustjórar II (stig 551—575): Starf skrifstofustjóra er að úthluta öðrum starfsmönnum á skrifstofu verkefnum og sjá um mætingar þeirra og ástundun. Stofnunin hefur einnig allmikinn rekstur við hlið skrifstof- unnar. Miklir fjármunir geta farið um skrifstofuna og telst það til verksviðs skrifstofustjórans að sjá um að skrifstofan reki hlutverk sitt snurðulaust. Ekki er talið nauðsynlegt, að starfslið skrifstofunnar sé menntað fram yfir skólagöngu úr verzlunarskóla, en telja verð- ur, að skrifstofustjórinn þurfi viðskiptaþekkingu á við stúd- entspróf úr verzlunarskóla auk nokkurs sérnáms. Skrifstofu- stjóranum er gjarnan falið að skuldbinda stofnunina fjár- málalega og er staðgengill forstjóra. Mat: Menntun — stúdentspróf + sémám......... 130 Starfsþjálfun ........................... 120 Sjálfstæði/frumkvæði .................... 105 Tengsl ................................... 40 Ábyrgð .................................. 160 555 14 ASGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.