Verktækni - 2015, Blaðsíða 3
CAD ehf.
Skúlagata 10
IS-101 - Reykjavik - Iceland
tel: +354 552 3990
www. cad.is - cad@cad.is
Imagine, Design, Create
Ímyndun, Hönnun, Sköpun
KYNNIÐ YKKUR:
Autodesk AutoCAD Design Suite 2015
Autodesk Factory Design Suite 2015
Autodesk Product Design Suite 2015
Autodesk Navisworks 2015
Autodesk Vault 2015
Silver P artner
Specializatio n
Product Design & Manufacturing
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is
Engjateigi 9 · 105 Reykjavík
Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur:
sigrun@verktaekni.is
V E R K T Æ K N I
Tölfræði
Verkfræðingafélag Íslands og
Tæknfræðingafélag Íslands hafa rekið
sameiginlega skrifstofu í 21 ár. Óhætt
er að fullyrða að sú samvinna hefur
verið báðum félögum til góðs. Um
það vitnar til dæmis viðhorfskönnum
meðal félagsmanna TFÍ sem gerð var á
síðasta ári og sýndi mikla ánægju með
þjónustu skrifstofunnar og fyrirkomulag
samstarfs félaganna. Eins og sjá má hér
í blaðinu eru félögin dugleg að sinna
faglegu starfi. Þar er mikið starf unnið í
sjálfboðavinnu, sem er ómetanlegt. Rétt
er að nefna sérstaklega þau sem sinna
menntunarmálunum en í þeirra hlut
kemur að yfirfara umsóknir um inn-
göngu og starfsheiti.
Hlutur kvenna í verkfræði og tækni-
fræði er oft til umræðu. Á vef Háskóla
Íslands er hægt að nálgast ýmsa töl-
fræði, meðal annars um nemendur
skólans. Þar má sjá að í október 2014
voru 1226 í verkfræðinámi, 904 karlar
og 322 konur. Hlutur kvenna er rúm
26%. En myndin er afar mismunandi
eftir fagsviðum. Í Iðnaðarverkfræði-,
vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
er hlutfall kvenna 25,3%. Í rafmagns-
og tölvuverkfræðideild 12,5% og í
Umhverfis- og byggingarverkfræðideild
er það 44,1%.
Í ársbyrjun voru konur rétt um 20%
félagsmanna í VFÍ. Mun hægar hefur
gengið að efla áhuga kvenna á tækni-
fræði. Rætur þess liggja meðal annars
í því að fáar konur fara í iðnnám. Í árs-
byrjun 2015 voru konur rétt tæplega 5%
félagsmanna í TFÍ.
Hér í lokin vil ég minna á að útgáfa
félaganna er kostnaðarsöm og þurfa þau
að treysta á áhuga og velvild fyrirtækja
og stofnana. Það snýr ekki einungis að
því að auglýsa í blaðinu heldur ekki
síst því að leggja til efni. Rétt er að taka
fram að birting greina er fyrirtækjum og
höfundum að kostnaðarlausu.
Allt útgefið efni félaganna, allt frá
stofnun VFÍ árið 1912 og TFÍ árið 1960
má finna á timarit.is. Þar með er varð-
veisla gagnanna tryggð, miðlun um
upplýsingaveitur, textaleit og tengingar
við aðrar leitarvélar.
Í lokin vil ég þakka þeim sem lögðu
til efni í þetta blað, ekki síst þeim sem
ritrýndu greinarnar.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri
LE IÐAR INN
Tækni- og vísindagreinar
Skilafrestur fyrir næsta blað
Skilafrestur ritrýndra greina vegna næsta tölublaðs er til 1. október.
Frestur vegna almenna tækni- og vísindagreina er til 1. nóvember. Greinarhöfundar eru
hvattir til að skila greinum sem fyrst þar sem þeim er komið strax í ritrýni og í umbrot
um leið og henni er lokið. Þeir sem vilja vilja koma að efni í blaðið eru beðnir
um að tilkynna það með tölvupósti til ritstjóra: sigrun@verktaekni.is
Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar
greinar sem fyrst.
Efnisyfirlit
Af vettvangi VFÍ og TFÍ
4 Kjaramál.
Átak sjúkra- og styrktarsjóða, kjarasamningar.
6 Af stjórnarborði TFÍ.
Fyrsti útskriftarárgangur Tækniskólans.
8 Almenni lífeyrissjóðurinn 50 ára.
9 Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni.
10 Af stjórnarborði VFÍ.
Verkfræðingahús.
11 Dagur verkfræðinnar.
Heiðursveitingar VFÍ.
12 Ályktað um skólakönnun.
Mekanó er besti nýliðinn.
13 Lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð.
14 Öflugt faglegt starf.
Ritrýndar vísindagreinar
17 Gæði neysluvatns í ferðaþjónustu á Íslandi.
21 Hvernig á að innleiða gæðastjórnunarkerfi?
27 Er samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunna í fyrsta árs
verkfræðinámskeiði?
33 Er samræmi á milli þeirrar áhættu sem íslenskir ákvörðunartakar telja sig
tilbúna til að taka og raunverulegrar hættu á kostnaðarframúrkeyrslu
verkefna?
41 Greining sveigjanlegra vegbygginga.
Tækni- og vísindagreinar
51 Heildarendurnýjun flugflota Flugleiða á þremur árum.
58 Ljósveita Mílu – framtíðarlausn í fjarskiptum.
64 Mat á ljósbogahættum.
71 Hljóðhönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
VerkTækni