Verktækni - 2015, Blaðsíða 6

Verktækni - 2015, Blaðsíða 6
sími 525 4444 endurmenntun.is Samningatækni … og margt margt fleira Jákvæð sálfræði Stjórnun Tungumál Bókmenntir Leiðtogahæfni Garðrækt Rekstur Gæðastjórnun Mannauðsstjórnun TímastjórnunVefsíðugerð Listir Menning Sjálfstraust Rekstur Fundarstjórnun Samskipti Áfallahjálp Verkefnastjórnun Ljósmyndun Vinnugleði Markaðssetning Hugþjálfun Innri úttektir Áhættustjórnun STYRKTU STÖÐU ÞÍNA MEÐ ENDURMENNTUN Aðalfundur TFÍ – ársskýrsla 2014-2015 Aðalfundur Tæknifræðingafélags Íslands 2015 var haldinn 26. mars. Hér verður stiklað á stóru í ársskýrslu félagsins fyrir starfsárið 2014-2015. Ársskýrslan með ársreikningum er birt í heild á vefsíðu TFÍ: www.tfi.is. Ársreikningur - félagsgjöld Samkvæmt rekstrarreikningi nam rekstrar- hagnaður ársins rúmum 870 þúsund krón- um, en rekstrartekjur námu rúmum 21,4 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu tæpum 33 milljónum en heildarskuldir tæpum 23,7 milljónum króna á sama tíma. Eigið fé var því jákvætt um tæpar 9,3 milljónir. Á aðal- fundinum var samþykkt að félagsgjöld fyrir árið 2015 verði 36 þúsund krónur, þar af renna 10.200 krónur til viðkomandi deildar, KTFÍ eða STFÍ. Skýrsla stjórnar Í ársskýrslunni er ávarp Önundar Jónassonar, formanns TFÍ. Þar segir hann meðal annars: „Stefnumótunarvinnu innan félagsins var haldið áfram á liðnu ári. Unnið var með þá málaflokka sem valdir voru í upphafi stefnumótunar 2013. Fjórir vinnuhópar skiptu á milli sín megin málefnum til umfjöllunar og greiningar. Þeir málaflokkar eru: kjaramál, kynningar- mál, menntunarmál og sameiningarmál eða breytingar á skipulagi TFÍ. Gerð var viðhorfskönnun meðal félagsmanna og þeim gert kleift að taka þátt í mótun félags- ins og hafa áhrif á það hvert það stefnir. Út starfi vinnuhópanna og niðurstöðum könnunarinnar voru settar fram greinar- gerðir. Voru niðurstöður vinnuhópanna sendar stjórn félagsins til umfjöllunar og áframhaldandi vinnslu. Stjórn félagsins hefur fjallað um málefnin og sent þau til áframhaldandi vinnslu innan þeirra deilda félagsins sem við á.“ Önundur sagði kynn- ingarmál vera einn mikilvægasta hlekk félagsins og að sá málaflokkur verði tekinn til ítarlegrar skoðunar og hafður í öndvegi á komandi starfsári. Önundur minnti á mikilvægi virks styrkjakerfis til nýsköpunar og þróunar og nefndi sérstaklega áhugaverð nýsköpunar- verkefni nýútskrifaðra tæknifræðinga. „Að lokum er ekki úr vegi að nefna að velgengni og þrautseigja tæknifræðinga sem unnið hafa gott starf og náð árangri í nýsköpun og þróun lausna, sýnir glöggt hversu gott starf unnið er í skólum landsins og hversu mikilvæg tæknifræðin er í upp- byggingu atvinnulífs landsins. Eitt af megin markmiðum Tæknifræðinga- félag Íslands er að stuðla að aukinni tæknivæðingu á Íslandi og efla skilning á starfi tæknifræðinga. Því er ekki úr vegi að minna félagsmenn á að án þeirra væri ekkert félag. Hvet ég tæknifræðinga til að vera stolta af störfum sínum og kynna þau í hvert sinn sem tækifæri gefst fyrir ungum sem öldnum.” Menntunarnefnd Á starfsárinu voru haldnir níu fundir í Menntunarnefnd TFÍ. Á öllum fundum nefndarinnar er fjallað um umsóknir um inngöngu í TFÍ, leyfi til að nota starfsheitið tæknifræðingur og endurinnkomu í félagið. Á starfsárinu var töluverð vinna lögð í að fara yfir kröfur vegna starfsheitisins, meðal annars samsetningu námsins og fjölda ein- inga. Fundað var með fulltrúum ráðuneyt- isins í tengslum við þessa vinnu nefndar- innar. Samtals afgreiddi Menntunarnefndin 82 umsóknir á árinu. Félagsmenn í TFÍ eru um 1250 þar af eru ungfélagar um 80 talsins. Stjórn TFÍ Í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands starfs- árið 2015-2016 sitja eftirtaldir: Önundur Jónasson, formaður, Helgi Páll Einarsson, varaformaður, Jens Arnljótsson, Sigurður Rúnar Guðmundsson, Sigurður Örn Hreindal, Þorleifur Magnús Magnússon, varameðstjórnandi, Þór Sigurþórsson, full- trúi KTFÍ, Arnlaugur Guðmundsson, vara- maður KTFÍ, Magnús Þór Karlsson, fulltrúi STFÍ og Ingvar Blængsson, varamaður STFÍ. Stjórn TFÍ fundar að jafnaði á tveggja vikna fresti. Upplýsingar um stjórnir og nefndir á vegum TFÍ eru á vef félagsins: tfi.is 6 / VERKTÆKNIAF stjórnarborði TFÍ Önundur Jónasson formaður TFÍ. Fyrstu útskriftarnemar Tækniskóla Íslands Árið 1965 útskrifuðust fyrstu nemarnir með fyrrihlutapróf í tæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Þeir voru fjórtán talsins: Átta luku prófi í vél-, rekstrar og skipatæknifræði, þrír í byggingartæknifræði og þrír í raf- magnstæknifræði. Af þeim eru sjö látnir, tveir búa erlendis og fimm á Íslandi. Tækniskóli Íslands hafði samið við Odense Teknikum um að nemendur gætu haldið áfram námi þar. Starfsheitið tæknifræðingur var lög- verndað 1963. Fyrstu leyfisbréf tækni- fræðinga voru gefin út 1965 en þá fengu fjörutíu manns starfsheitisleyfi. Ári síðar bættust 92 í hópinn þannig að um miðjan sjöunda áratuginn voru 130 manns í hinni nýju starfsstétt tæknifræðinga. Fyrstu útskriftarnemar Tækniskóla Íslands Glæsilegir fulltrúar 50 ára, og jafnframt fyrsta útskriftarárgangsins, voru gestir á Tæknidegi Tækni- og verkfræðideildar HR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.