Verktækni - 2015, Qupperneq 12

Verktækni - 2015, Qupperneq 12
12 / VERKTÆKNI Frumkvöðlafyrirtækið Mekano var valið besti nýliðinn í íslensku Nordic Startup Awards. Stofnandi fyrirtækisins er Sigurður Örn Hreindal, tæknifræðingur og stjórnar- maður í TFÍ. Mekano stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja. Um er að ræða samsett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Markmiðið er að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að hanna fjöltengi í nýstárlegu og stíl- hreinu útliti. Viðskiptahugmyndin að Mekano hafnaði fyrr á árinu í öðru sæti í frumkvöðlakeppn- inni Gullegginu. Eftir keppnina stofnaði Sigurður fyrirtækið Mekano sem er stað- sett í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Sigurður Örn útskrifaðist úr tæknifræði- námi Háskóla Íslands og Keilis sumarið 2014 sem mekatróník hátæknifræðingur. Við útskriftina hlaut hann viðurkenningu frá TFÍ fyrir lokaverkefni sitt sem gekk út á hönnun á sjálfvirkri nálavindivél fyrir neta- gerðarfyrirtæki. Norrænu úrslitin Þau íslensku fyrirtæki og einstaklingar sem báru sigur úr bítum í hverjum flokki fyrir sig hér heima kepptu áfram í Grand Final - Nordic Startup Awards í Helsinki 26. maí. Veitt voru ellefu verðlaun og báru Íslendingar sigur úr býtum í einum þeirra. - Startup Reykjavik var valið besti viðskipta- hraðallinn (Best Accelerator Program). Ályktað um skólakönnun Stjórn Verkfræðingafélags Íslands sendi nýverið frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á niðurstöðum stórrar könnunar á vegum OECD um kunnáttu 15 ára nemenda í stærðfræði og raungreinum. Efsta Evrópuþjóðin eru Finnar í 6. sæti og Eistland er í 7. sæti. Næstu Norðurlandaþjóðir þar á eftir eru Danmörk í 22. sæti og Noregur í 25. sæti. Ísland er í 33. sæti. Stjórn VFÍ telur niðurstöðuna óviðun- andi fyrir Ísland og mikilvægt að yfirvöld menntamála bregðist við. Í könnuninni er dregið fram samband hagvaxtar og gæða menntunar. Stjórn VFÍ hefur áður lýst áhyggjum félagsins af stöðu stærðfræði og raungreina í skólakerfinu. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að vera mikilvægt innlegg í umræðu um styttingu framhaldsskólans. Hægt er að nálgast niðurstöður könnunarinnar á OECD iLibrary. Könnunin heitir: Universal Basic Skills. What Countries Stand to Gain. Frá First Lego League keppninni 2013. VFÍ og TFÍ eru styrktaraðilar keppninnar. Sigurður Örn Hreindal hélt erindi fyrir aðalfund TFÍ og kynnti nýja gerð fjöltengja sem fyrirtækið Mekano hyggst framleiða. Mekanó er besti nýliðinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.