Verktækni - 2015, Page 17

Verktækni - 2015, Page 17
VERKTÆKNI 2015/21 17 ritrýndar vísindagreinar Inngangur Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Síðan um aldamótin 2000 hefur árlegur fjöldi erlendra ferðamanna nær þrefaldast og á síðasta ári, 2013, jókst tala þeirra um 20% á milli ára. Þessi hraða aukning hefur ýmis vandamál í för með sér fyrir innviði samfélagsins. Mörg ferðaþjónustu­ fyrirtæki eru í dreifbýli og er þjónað af litlum vatns­ og fráveitum og álag er mjög breytilegt, oftast mest yfir sumartímann. Flestir ferðamenn heim­ sækja landið til að njóta náttúrunnar (Óladóttir, 2014) og er mikilvægt að á ferðamannastöðum sé fyrir hendi nóg vatn til drykkjar og hreinlætis. Neysluvatn á Íslandi er oftast hreint, þ.e. laust við sjúkdómsvaldandi örverur og efni sem eru hættuleg heilsu manna. Neysluvatn er skilgreint sem vatn ætlað til neyslu eða matargerðar og einnig vatn sem notað er í matvælafyrirtækjum. Í nýrri samantekt á neysluvatnsgæðum á Íslandi, unnin fyrir Matvælastofnun, kemur fram að örveruástand neysluvatns á Íslandi er í flestum tilfellum gott hjá stærri vatnsveitum, eða vatnsveitum sem þjóna fleirum en 500 íbúum en mun lakara hjá minni vatnsveitum eða þeim sem þjóna færri en 500 (Gunnarsdóttir og Garðarsson, 2015). Einnig kemur fram að efnafræðilegt ástand neysluvatns er gott og sjald­ gæft að þungmálmar eða eiturefni greinist í neysluvatni en flestar slíkar mælingar eru gerðar hjá stærri vatnsveitum en mun færri hjá þeim minni þannig að lítið er vitað um efnafræðilegt ástand neysluvatns í dreifbýli (Gunnarsdottir o.fl., 2014). Til að tryggja heilnæmi vatns er í gildi neysluvatnsreglugerð (nr. 536/2001) sem byggir á kröfum í tilskipun Evrópu sambandsins um neysluvatn (EC, 1998). Markmið reglugerðar innar er að vernda heilsu manna með því að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint. Þar segir að vatns veitur og aðrir sem dreifa neysluvatni skulu sjá til þessa að það uppfylli kröfur um gæði og skal það „vera laust við örverur, sníkjudýr og efni í því magni sem getur haft áhrif á heilsu manna“. Vatnsveitur bera þannig ábyrgð á að neysluvatn sé ekki skaðlegt heilsu manna og miðast sú ábyrgð við afhendingarstað í inntaksgrind í fasteignum. Húseigendur bera ábyrgð á heilnæmi neysluvatns innanhúss. Heilbrigðiseftirlit á hverju svæði hefur opinbert eftirlit með að ákvæðum neysluvatns­ reglugerðarinnar sé framfylgt og Matvælastofnun hefur yfirumsjón fyrir hönd Atvinnuvega­ og nýsköpunar ráðuneytisins (Gunnarsdóttir o.fl., 2015). Gæði neysluvatns í ferðaþjónustu á Íslandi Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Hún eykur álag á marga innviði samfélagsins þar með talið stóraukið álag á vatnsveitukerfi í dreifbýli. Í þessari rannsókn var örveruástand hjá 444 minni vatnsveitum greint úr gagnagrunni um reglubundið eftirlit frá 7 heilbrigðiseftirlitssvæðum á Íslandi. Rannsakað var hvernig neysluvatn uppfyllir reglugerð varðandi heildargerlafjölda, kólígerla, og E.coli. Niðurstöðurnar sýna að minnstu vatnsveitur í dreifbýli sem þjóna ferðamönnum hafa mun meira af örverum en aðrar í sama stærðarflokki og enn meiri munur er þegar borið er saman við vatnsveitur sem þjóna fleirum en 500 manns. Ástæður þessa eru líklega meðal annars erfiðleikar við að ráða við breytilegt árstíðabundið álag, takmörkuð þjónusta á afskekktum stöðum, og óljós ábyrgð. Lykilorð: Ferðaþjónusta, vatnsveitur, neysluvatnsgæði. Tourism is a rapidly growing industry in Iceland, which increases pressure on the society infrastructure, including greatly increased stress on water supplies in rural areas. In this research microbiological condition at 444 small water utilities was analyzed based on data from regular surveillance from 7 Local Competent Authorities in Iceland. Compliance with the Icelandic drinking regulation with regard to Heterotrophic Plate Counts, Total coliform and E.coli was studied. The results show that the water supplies in rural areas that serve tourists have far more microbes than others in the same size class and there are even greater differences when compared to water supplies that serve more than 500 people. The reasons for this are likely to include an inability to cope with variable seasonal loads, limited service in remote locations, and unclear accountability. Keywords: Tourism, water supply, drinking water quality. ÁGRIP AbstRAct Starfsleyfis­ og eftirlitsskyldar vatnsveitur skv. neysluvatnsreglugerð eru vatnsveitur sem þjóna 50 manns eða fleirum, eða 20 heimilum/ sumarbústöðum eða matvælafyrirtækjum. Þetta þýðir að ef rekið er matvælafyrirtæki á staðnum þó íbúar séu færri en 50 þá er þar eftirlits­ skyld vatnsveita. Matvælafyrirtæki er skilgreint sem fyrirtæki eða aðili sem annast framleiðslu og dreifingu matvæla. Umfang eftirlitsins ræðst af fjölda íbúa með fasta búsetu. Stærri vatnsveitur á Íslandi eru flestar í eigu sveitarfélaga en minni vatnsveitur eru flestar í einkaeigu, þ.e. í eigu notendanna sjálfra. Sérstaklega á þetta við í minnsta flokknum, færri en 50 íbúar/matvælafyrirtæki. Heildarfjöldi vatnsveitna skv. áður­ nefndri samantekt Matvælastofnunar er 797. Vatnsveitur á landinu með fleiri en 500 íbúum eru 49 talsins og þær þjóna um 94% þjóðar­ innar á meðan 6% fá vatn frá minni vatnsveitum eða einstökum vatns­ bólum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig vatnsveitur sem þjónusta ferðamenn í dreifbýli uppfylla kröfur neysluvatnsreglugerðar­ innar um gæði neysluvatns samanborið við aðrar vatnsveitur. Jafnframt verður fjallað stuttlega um helstu þætti sem einkenna vatnsafhendingu í ferðaþjónustu og hvað aðskilur hana frá öðrum vatnsveitum í dreif­ býli og hvað er til ráða ef úrbóta er þörf. Aðferðafræði Til að skoða hvernig vatnsveitur í dreifbýli sem þjóna ferðamönnum uppfylla neysluvatnsreglugerðina voru fengnar niðurstöður sýnatöku í reglubundnu eftirliti frá árunum 2010 til og með 2012. Heilbrigðiseftirlitin taka sýni reglulega og senda til rannsóknarstofu til greiningar. Gögnin voru fengin frá Matvælastofnun. Valdar voru vatns­ veitur með færri en 150 íbúum og eru skilgreindar sem eftirlitsskyldar. Sýni voru frá sjö af tíu heilbrigðiseftirlits svæðum landsins og voru frá 416 vatnsveitum af þeim 710 vatnsveitum sem eru af þeirri stærð í landinu og skráðar eftirlitsskyldar. Síðan var bætt við sýnum frá 28 vatnsveitum sem þjóna fjallaskálum og annarri starfsemi í óbyggðum en ekki eru taldar eftirlitsskyldar. Margar þeirra þjóna mörgum ferða­ mönnum. Alls voru því 444 vatnsveitur í dreifbýli með í þessari rann­ sókn. Heilbrigðiseftirlitin hafa mismunandi reglur um hvaða vatns­ veitur eru skráðar í minni flokkana þannig að hugsanlegt er að fjöldi Fyrirspurnir: María J. Gunnarsdóttir mariag@hi.is Greinin barst 10. október 2014. Samþykkt til birtingar 15. desember 2014. María J. Gunnarsdóttir og Sigurður Magnús Garðarsson Umhverfis­ og byggingarverkfræðideild, Vatnaverkfræðistofa, Háskóla Íslands, Hjarðarhagi 6, 107 Reykjavík Til að ná forystu á þínu sviði skaltu reiða þig á hraðabreytasérfræðinga Danfoss Líklega er besta lausnin við stjórnun á mótorum í kerfum þínum að nota VLT® rafeindastýrða hraðabreyta. Hraðabreytasérfræðingar Danfoss um allan heim eru tilbúnir að finna bestu lausnina fyrir þig. www.danfoss.com/drives Var árið sem Danfoss kom með fyrsta fjöldaframleidda hraðabreytinn á markaðinn - og kallaði hann VLT® 1968 Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.