Verktækni - 2015, Qupperneq 21

Verktækni - 2015, Qupperneq 21
VERKTÆKNI 2015/21 21 ritrýndar vísindagreinar Hvernig á að innleiða gæðastjórnunarkerfi? Innleiðing ISO 9001 gæðastjórnunarkerfa hjá 21 fyrirtæki var könnuð með viðtölum við gæðastjóra fyrirtækjanna. Almennt virðist sem fyrirtækin líti á innleiðinguna sem verkefni, og þau beita hefðbundnum aðferðum verkefnastjórnunar; þó í mismunandi mæli og á mismunandi vegu. Jákvæðni og þátttaka stjórnenda þjónaði lykilhlutverki í árangursríkri framkvæmd ­ ásamt virkri þátttöku starfsmanna, sem og undirbúningi og markmiðssetningu. Fullyrða má að fyrirtæki sem kortlögðu innri kostnað sinn við innleiðinguna, það er kostnað vegna þátttöku starfsmanna sinna, luku innleiðingunni á áætluðum tíma ­ sem var áberandi skemmri en hjá fyrirtækjum sem ekki tóku tillit til þessa innri kostnaðar. Lykilorð: ISO 9001, innleiðing, áætlanagerð, innri kostnaður. ÁGRIP AbstRAct Fyrirspurnir: Helgi Þór Ingason helgithor@ru.is Greinin barst 6. júní 2014. Samþykkt til birtingar 15. febrúar 2015. Helgi Þór Ingason Tækni­ og verkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Inngangur Gæðastjórnun og verkefnastjórnun eru nátengdar. Verkefnastjórnun hefur þó fyrst og fremst verið tengd hugtakinu “tímabundin skipu­ heild” en gæðastjórnun tengist fremur því sem nefnt er “varanleg skipuheild”. Eigi að síður hefur verkefnastjórnun á undanförnum árum þróast í átt að hinum varanlegu skipuheildum, með því að láta sig í ríkari mæli varða stjórnun starfandi fyrirtækja. Þessi þróun endurspegl­ ar nútíma fyrirtæki sem skilar virði til viðskiptavina sinna með því að undirbúa og framkvæma verkefni og hefur ákveðið að vera verkefna­ miðað; skipuleggja og þróa starfsemina á grundvelli verkefna. Þessi þróun er knúin af viðskiptaumhverfi og mörkuðum sem kalla á við­ bragðsflýti og virkni. Verkefnastjórnunarlegur þroski (e. project management maturity) er grundvallarhugtak í verkefnastjórnun og var útskýrt í grein í Árbók Verkfræðingafélagsins árið 2010 (Helgi Þór Ingason, 2010). Verkefnastjórnunarlegur þroski fer vaxandi á heimsvísu. Bandarísku verkefnastjórnunarsamtökin PMI meta árlega stöðu verkefnastjórnunar og árið 2012 gáfu þau út að að 20% þátttakenda í árlegri alheimskönnun meðal verkefnastjóra og forsvarsmanna í verkefnadrifum fyrirtækjum töldu fyrirtæki sín hafa háan verkefnastjórnunarlegan þroska. Samsvarandi útkoma árið 2006 var 11% (PMI, 2012). Þessi niðurstaða er í samræmi við aðra umfangsmikla alþjóðlega könnun á stöðu verk­ efnastjórnunar ­ á vegum PWC – þar sem yfir 62% fyrirtækja í könnun­ inni frá árinu 2012 voru á 4. eða 5. stigi þroskakvarðans. Árið 2004 voru einungis 22% á 4. eða 5. stigi (Clark, Fass, Graeber, Honan og Ready, 2012). PMI skýrslan bendir á að greinileg fylgni er milli hærra þroskastigs fyrirætkja og þess hvort þeim tekst að skila verkefnum á kostnaðaráætlun og á réttum tíma (PMI, 2012). Vaxandi verkefnastjórnunarlegur þroski endurspeglar afgerandi þróun. Fyrirtæki beita ferlisnálgun í að halda utan um verkefni sín ­ þau nota gæðastjórnun í verkefnastjórnuninni. Þau leitast við að staðla verkefnastjórnunarferli sín og beita þeim með samræmdum hætti í öllum sínum verkefnum. Ennfremur sinna þau stöðugu umbótastarfi í að þróa þessi ferli og gera þau skilvirkari. Eitt afmarkað sjónarhorn á samspil verkefnastjórnunar og gæðastjórn­ unar er sú leið sem fyrirtæki velja til að innleiða gæðastjórnun. Sem hluti af rannsóknarverkefni um upplifun starfsmanna hjá íslenskum ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum voru aðferðirnar sem fyrirtækin höfðu beitt við innleiðingu gæðakerfanna metnar. Í þessari grein er leitast við að bregða ljósi á innleiðinguna sem verkefni – sem og þær verk­ efnastjórnunaraðferðir sem notaðar eru við innleiðingu ISO 9001 gæðastjórnunarkerfa. Fræði Gæðastjórnun sem fræðigrein hefur verið ríkulega rannsökuð. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur þessarar fræðigreinar eru grundvallarhug­ tök hennar vel skilgreind. Ein birtingarmynd gæðastjórnunar er útbreiðsla stjórnunarstaðla á borð við ISO 9001 sem er notaður hjá margs konar skipuheildum um víða veröld. Priede (2012) skrifaði um heildarfjölda útgefinna ISO 9001 vottana um heim allan á tímabilinu 1993 – 2010. Sú tala hefur vaxið úr rúmlega 46 þúsund vottunum í 60 löndum árið 1993 – í 1.1 milljón vottana í 178 löndum árið 2010. Rannsóknir í gæðastjórnun hafa einungis að mjög litlu leyti beinst að því að skoða innleiðingu gæðastjórnunar. Sampaia, Saraiva og Rodrigues (2009) gáfu út ítarlega greiningu á birtum rannsóknum er vörðuðu ISO 9001 staðalinn. Þeir greindu eitt hundrað greinar á sviðinu í því skyni að skapa heildaryfirlit um rannsóknir á sviðinu. Þeir skilgreindu fimm meginviðfangsefni rannsókna á þessu sviði. • ISO 9001 vottanir og þróun markaðarins. • Hvatar um ISO 9001 vottun, ávinningur, hindranir og ókostir. • Áhrif innleiðingar á frammistöðu fyrirtækja. • Áhrif á fjárhagslega frammistöðu fyrirtækja. • Samspil ISO 9001 og altækrar gæðastjórnunar (TQM). Tang og Kam (1999) gerðu könnun á innleiðingu á ISO 9001 gæða­ kerfum hjá verkfræðistofum í Hong Kong. Einungis 42% fyrirtækjanna höfðu nýtt sér utanaðkomandi gæðaráðgjafa í innleiðingunni, en þeim fyrirtækjum þótti slík ráðgjöf gagnleg. Tíminn sem tók að fá vottun hjá þeim 19 fyrirtækjum sem skoðuð voru var á bilinu 9 – 24 mánuðir; að meðaltali 14 mánuðir. Poksina, Eklund og Dahlgaard (2006) gerðu tilvikskönnun á þremur litlum fyrirtækjum og rannsökuðu innleiðingu ISO 9001 í litlum fyrirtækjum – með aðaláherslu á ávinning og áhrifa­ The implementation of ISO 9001 QMS in 21 organization in Iceland was investigated by interviewing the quality managers. In general, the org­ anizations claimed that they regarded the implementation as a project and applied project management methodology, to some extent. Among key factors in a successful implementation is the positive attitude and direct participation of managers, in addition to active participation of the employees, good preparation and goal setting. It can be stated that org­ anizations that took into account their internal cost ­ cost of employee participation ­ concluded successful implementation on schedule. The time it took those companies to implement QMS was much shorter than for the organizations that did not take this internal cost into account. Keywords: ISO 9001, implementation, planning, internal cost. Gunnbjarnarholti 801 Selfoss 480 5600 landstolpi.is Sterkir í stálgrin darhús um Þekkin g - Re ynsla - Örygg i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.