Verktækni - 2015, Page 31

Verktækni - 2015, Page 31
VERKTÆKNI 2015/21 31 ritrýndar vísindagreinar 500 550 600 650 700 750 800 0 20 40 60 80 10 0 Verkefnaálag Á næ gj a ne m en da Mynd 6 - Ánægja nemenda á móti verkefnaálagi Samkvæmt mynd 6 lítur ekki út fyrir að vera samhengi á milli verk­ efnaálags og ánægju nemenda. Til að staðfesta það þá var notað T­próf. T­prófið gaf t gildi upp á t(9)=­0,51 og p=062. Prófið staðfestir að það er ekki marktækt samhengi milli breytanna. Síðasta breytuparið sem var athugað var ánægja nemenda og próf­ einkunn. Mynd 7 sýnir punktarit af breytunum og bestu línu í gegnum punktasafnið. 60 65 70 75 0 20 40 60 80 10 0 Ánægja nemenda P ró fs ei nk un n Mynd 7 – Prófseinkunn á móti ánægju nemenda T­próf gefur t(9)=­1,50 og p=0,17 þannig að ekki er marktækt sam­ band milli breytanna. Niðurstaðan er því að ekki er marktæk fylgni á milli breytanna ef miðað er við 95% öryggisbil en ef 90% öryggisbil er notað þá fæst marktæk fylgni milli prófseinkunnar og verkefnaálags. Umræður Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að það er ekki marktækt samhengi milli breytanna þriggja: verkefnaálags, ánægju nemenda og prófseinkunnar. Niðurstöður okkar eru samhljóma fyrri rannsóknum (Blue et al., 1996, Peters et al., 2002, Kember et al., 1995, van den Hurk et al., 1998). Við mátum verkefnaálagið út frá því hversu lengi það tók kennara að leysa vikuverkefnin og gerðum ráð mætti ráð fyrir því að það tæki nemendur lengri tíma að leysa verkefnin. Við gerðum ráð fyrir að tímahlutfallið milli kennara og nemenda væri stöðugt fyrir öll árin en gerðum ekki tilraun til að meta það. Ruiz­Gallardo et al. (2011) mátu þetta hlutfall og komust að því að því að það tekur meðal nemandann um 266% lengri tíma að leysa verkefni. Það eru hugsanlegir annmarkar á rannsókninni sem ekki hefur verið minnst á sérstaklega. Til að mynda, mátu höfundar ekki hvort nemend­ ur unnu verkefnin sjálfir. Nemendur skiluðu verkefnunum en þau gætu hafa verið verk annarra. Einnig var leyft að nemendur ynnu saman að heimaverkefnum. Þannig vinnulag gæti haft áhrif á frammistöðu í lokaprófi. Kannski er undirliggjandi vandamálið að nemendur eru að afrita heimaverkefni (eins og Passow et al. (2006) ræða um) eða þeir leysa verkefni beint með bók við hlið án þess að skilja (eða reyna að skilja) grunnþætti efnis. Að vinna í hóp er hægt að skoða út frá þremur þátt­ um. Í fyrsta lagi, nemendur skipta með sér verkum í stað þess að vinna saman. Í öðru lagi, sumir meðlimir hópsins eru hlutlausir en á staðnum og að lokum sumir nemendanna taka ekki þátt í verkefnavinnunni en setja nafn sitt á lausnina eftir á. Lykilniðurstaða rannsóknarinnar er að meira er ekki betra, þ.e. hærra heimaverkefnaálag leiðir ekki til betri frammistöðu á lokaprófi. Ein ástæða fyrir þessu getur legið í námsaðferðum nemenda því Kember et al. (1995) bentu á að óskilvirk yfirborðsnálgun nemenda endurspeglast í lágum einkunnum og miklum námstíma. Höfundar taka undir þetta því við höfum tekið eftir nokkrum atriðum sem styðja þetta. Almennt virðast nemendur vera í vandræðum með að tileinka sér þekkingu úr texta sem hefur hefðbundna framsetningu á efninu. Nemendur lesa almennt ekki kennslubókina (margir kaupa hana ekki) en treysta á glósur og glærur kennara. Á hin bóginn er kennari að álykta og stóla á, að nemendur lesi bókina þar sem hann fer ekki í öll atriði námsefnisins í fyrirlestrum. Nemendur leysa svo verkefni og telja sig vera öðlast viðeigandi þekkingu. En þekking er ekki nóg því nem­ endur þurfa einnig að byggja upp færni og hæfni. Hér getur hópvinn­ an unnið á móti uppbyggingu á færni og hæfni. Höfundar hafa tekið eftir tvenns konar vandamálum sem tengjast grunnskilningi. Í fyrsta lagi eiga sumir nemendur í vandræðum með að tileinka sér lykilhugtök námsefnisins og skilja leiðbeiningar á móður­ máli, bæði í töluðu og rituðu máli. Hér getur hópvinnan unnið á móti uppbyggingu grunnskilnings. Hitt er tenging námsefnisins við enska kennslubók. Nemendur sem mæta ekki í fyrirlestra (og/eða tölvu­ verstíma) og lesa eingöngu bókina fá ekki þjálfun í hugtökum efnisins á móðurmáli sínu. Þessir nemar gætu lent í vandræðum í skriflegu prófi á móðurmáli. Heimaverkefnin eru byggð á verkefnum úr fyrri prófum og þjóna þeim tvíþætta tilgangi að æfa skiling á leiðbeiningum og að byggja upp færni. Þessi atriði eru ekki einangruð en koma í einhvers konar blöndum. Til dæmis eru nemendur sem vinna í hópum og treysta á samnemendur sína til að skilja og endursegja leiðbein­ ingar. Sem afleiðing eru þessir nemar ekki að fá þjálfun í að skilja leiðbeiningar og hvernig á að framkvæma þær. Mögulega erum verið að horfa í ‚vitlausa átt‘. Svarið gæti verið álag í öðrum námskeiðum. Nemendur taka 5 námskeið á misseri og nokk­ ur þeirra eru mjög krefjandi fyrsta árs fög sem reyna á að þau kunni að skipuleggja námið sitt. Námskeiðið er fyrsta árs námskeið og hugs­ anlega sjá nemendur ekki tilganginn með námsefninu. Eða, nám­ skeiðið krefst nýrrar hugsunar, nýrrar færni í að eiga við myndrænt tungumál sem fæstir nemendur hafa kynnst á fyrri námstigum. Þau vanmeta hvað þarf til að ná fullum skilning, færni og hæfni. Þau beita sömu aðferðum og þau hafa gert í bóknámsnámskeiðum. Hópavinna og hefðbundnar bóknámsaðferðir henta ekki öllu námsefni. Engum myndi detta í hug að kenna vélritun í hóp og á svipað við hér. Hver og einn nem- andi þarf að þjálfa færni í þessu nýja tungumáli. Hópvinna hér væri fín til að ræða og velta hlutum fyrir sér en ekki til að þjálfa færni.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.