Verktækni - 2015, Qupperneq 33

Verktækni - 2015, Qupperneq 33
VERKTÆKNI 2015/21 33 ritrýndar vísindagreinar Er samræmi á milli þeirrar áhættu sem íslenskir ákvörðunartakar telja sig tilbúna til að taka og raunverulegrar hættu á kostnaðarframúrkeyrslu verkefna? Ísland varð fyrir alvarlegu áfalli þegar að fjármálakerfi þjóðarinnar féll haustið 2008. Hluti af eftirleiknum vegna hrunsins var nokkur fjöldi rannsókna og úttekta til að freista þess að skýra hvað fór úrskeiðis og afhverju. Hluti þeirra skýringa sem fram hafa komið fjalla um að stjórnmálamenn og fleiri hagsmunaaðilar hafi orðið fyrir sálrænum og félagslegum áhrifum af því sem kallast vitsmunaskekkjur (cognitive biases) sem mótaði hegðun þeirra. Vitsmunaskekkjur geta leitt til dómgreindarbrests og röngu mati á raunverulegum aðstæðum. Þessi rannsókn fjallar um hvort afstaða íslenskra alþingismanna til áhættu, þegar þeir standa frammi fyrir fjárfestingarákvörðun, rími við þá framúrkeyrslu í kostnaði sem tölur benda til. Niðurstaðan bendir til þversagnar þar sem þingmenn líta á sig sem áhættufælna, borið saman við aðra þá sem taka ákvarðanir, þó að vísbendingar bendi til umtalsverðrar áhættu á framúrkeyrslu við framkvæmd opinberra verkefna. Efnisorð; stjórnsýsla, vitsmunaskekkjur, opinber verkefni, áhættuafstaða ÁGRIP AbstRAct Fyrirspurnir: Þórður Víkingur Friðgeirsson thordurv@ru.is Greinin barst 29. september 2014 Samþykkt til birtingar 3. mars 2015 Þórður Víkingur Friðgeirsson Tækni­ og verkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík Iceland was severely hit by an economic depression when the entire financial system of the country collapsed in 2008. The aftermath has resulted in various investigation reports attempting to understand what went wrong and why. A part of the explanation offered is that politicians and other stakeholders are influenced by psychological factors named cognitive biases. Cognitive biases can lead to judgmental errors and misperceptions of the real state of nature. This research investigates if the perception of personal risk attitude among Icelandic parliamentarians facing investment decision rhymes with the statistics available on cost overruns in Icelandic public projects. The results are paradoxical as Icelandic parliamentarians observe themselves as very risk averse decision makers while there are clear indications of high risk of cost overruns in public projects. Keywords; Governance, cognitive biases, public projects, risk attitude Inngangur Íslensk stjórnsýsla verður oft tilefni til gagnrýni. Hugsanlega er beitt­ ustu gagnrýnina að finna í níu binda verki sem kallast Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna (Hreinsson et al., 2010). Skýrslan var tekin saman að beiðni Alþingis til að greina og skýra fall íslenska fjármálakerfisins í október 2008 með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag þjóðarinnar. Í stuttu máli kallar skýrslan eftir endurbótum á mörgum þáttum stjórnsýslunn­ ar. Tvær aðrar efnismiklar skýrslur hafa einnig verið gefnar út af Alþingi báðar harðorðar í garð opinberrar stjórnsýslu1 (RNA, 2013; 2014). Þá má nefna rannsóknarskýrslur sem varða tiltekin fyrirtæki.2 Í áttunda bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis (Hreinsson et al., 2010) má finna sérstakan viðauka þar sem fjallað er um nokkra af þeim sálrænu­ og félagslegu þáttum sem hugsanlega höfðu áhrif í aðdraganda hruns­ ins og leiddu til áhættuhegðunar. Þessir þættir eru oft kallaðir vits­ munaskekkjur (cognitive biases). Í viðaukanum er leitt að því líkum að stjórnmálamenn og aðrir hagsmunaaðilar hafi orðið fórnarlömb vitsmunaskekkja sem leiddi meðal annars til blekkingar um raunveru­ legt ástand (Þórisdóttir, 2009;277­280). Kenningar um vitsmuna­ skekkjur eru byggðar á verkum Herbert Simon (1955). Daniel Kahneman og Amos Tversky gerðu merkar rannsóknir á vitsmuna­ skekkjum á áttunda áratug síðustu aldar sem leiddu til kenningar sem þeir kölluðu Kenninguna um horfur (Prospect Theory) (Kahneman og Tversky, 1979). Kenningin um horfur andmælti kenningunni um Vænt 1 Skýrsla um Íbúðalánasjóð (2013) má finna á http://www.rna.is/ibudalanasjodur/ skyrsla­nefndarinnar/. Skýrsla um fall sparisjóðanna (2014) má finna á http://www.rna.is/sparisjodir/skyr­ sla­nefndarinnar/ 2 Dæmi eru skýrska um OR (2012) sem má finna á http://eldri.reykjavik.is/ portaldata/1/Resources/or­uttekt/OR­Uttektarskyrslan_2012.pdf og SP­Kef spari­ sjóðinn (2013) sem má finna á http://kjarninn.is/gogn/spkef. Does the Perceived Risk Attitude among Icelandic Decision Makers comply with the reality of Cost Overruns? notagildi (Expected Utility Theory) sem var á þessum tíma ráðandi í greiningu á því hvernig ákvarðanir eru teknar við óvissar aðstæður (Gilovich og Griffin, 2002). Kenningin um horfur er nú um stundir almennt viðurkennd sem mikilvæg félagsfræðileg hagfræðikenning til að skilja betur hegðun þeirra sem taka ákvarðanir við skilyrði þar sem óvissa ríkir um mögulegar niðurstöður og afleiðingar (McDermott et al., 2008). Bakgrunnur rannsóknarinnar Frá því að fjármálakerfið féll árið 2008 hefur verið fátt um stærri opin­ ber framkvæmdaverkefni á Íslandi. Þó má telja Tónleika­ og ráðstefnu­ höllina Hörpu, ferjuhöfn í Landeyjum, undirbúning að nýju sjúkrahúsi í Reykjavík og tvenn jarðgöng á Norðurlandi. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að komið hefur fram hörð gagnrýni á þau í opinberri umræðu. Sem dæmi um umræðuna má telja kostnaðarframúrkeyrslu (Blöndal, 2013), rekstarerfiðleika (Siglingastofnun, 2011), óhóflega bjartsýni vegna kostnaðar (Ólafsdóttir, 2012) og of mikla áhættu á kostnað almennings (Grétarsdóttir, 2012) svo eitthvað sé nefnt. Gagnrýnin á hugsanlega rætur sínar að rekja til þeirrar almennu til­ finningar að opinberar framkvæmdir á Íslandi stríði við óeðlileg vandamál í óhófegum mæli en ekki sem stakra og tilviljunarkennda undantekninga. Stærri opinber verkefni, sem lokið hefur við síðustu ár, draga ekki úr þessari tilfinningu nema að síður sé. Hugbúnaðarkerfi fyrir Fjársýslu ríkisins mun hafa farið þrefalt fram úr kostnaðaráætlun, Tónleika og ráðstefnuhúsið Harpa allt að tvöfalt fram úr kostnað­ aráætlun og raunar virðist leitun að opinberu verkefni sem ekki stríðir við sama vandamál. Þó má þess geta að Landeyjarhöfn mun bæði hafa staðist kostnaðar­ og tímaáætlun en hefur þess í stað glímt við rekstr­ arvandamál og hærri rekstrarkostnað en áætlaður var (Grétarsson og Sigurðsson, 2013). Í rannsókninni var þess freistað að skoða stærri UPPBYGGING Í 60 ÁR OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 FRYS TIGE YMS LUR FLUGTURNARHÓTEL VARNAGARÐAR FALLPÍPUR FLUGHERMIHÚS KÍSILVER STÓRIÐJA SLÁTURHÚS ÍBÚÐABYGGINGAR FLU GV ELL IR V E R S L U N A R - O G S K R I F S TO F U H Ú S N Æ Ð I VE GI R B R Ý R J A R Ð G Ö N GVEITUR SNJÓFLÓÐAMANNVIRKI HAF NIR VIRKJANIR IÐNAÐARHÚSNÆÐI VER KSM IÐJ UR SKÓLAR SUNDLAUGAR ÍÞRÓTTAHÚS KNATTSPYRNUHALLIR Við breytum vilja í verk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.