Verktækni - 2015, Page 35

Verktækni - 2015, Page 35
VERKTÆKNI 2015/21 35 ritrýndar vísindagreinar á grunni þess sem við upplifðum nýlega frekar en empirískum gögn­ um, krækja vísar til hvernig að fyrsta upplifun situr í höfðinu og verð­ ur viðmið jafnvel þó að nýjar upplýsingar bendi til einhvers annars. Loks má geta um framsetninguna sem bendir til að framsetning upp­ lýsinga hafi jafnvel meiri áhrif en upplýsingarnar sjálfar (Winch og Maytorena, 2012). Þá bendir margt til að jafnvel þó að fólk viti að fyrri forspár voru of bjartsýnar þá sé það samt sannfært um að næstu forspár sé raunsæjar (Buehler et al, 1994). Vitsmunaskekkjur og leiðsagnarreglur hugans virka ágætlega við ákveðnar aðstæður en geta leitt til skipulagsgildra (planning fallacies) sem leiðir til of mikillar bjartsýni við forspár og áætlunargerð. Vanmat á kostnaði, ofmat á samfélagslegu virði og almenn bjartsýni án innistæðu eru vandamál sem eru vel þekkt um heim allan. Flyvbjerg et al. (2009) kallar þessi fyrirbæri blekkingu (deception) og sjálfsblekk­ ingu (delusion) til að greina á milli þess hvenær vísvitandi er hallað réttu máli og hvenær ræðir um ómeðvitaða hegðun. Í hnotskurn virka leiðsagnarreglurnar þannig að ákvörðunartakinn man fyrst og fremst eftir vel heppnuðum verkefnum en velur að gleyma mistökum og vandræðum. Vandamál og erfiðleikar í síðasta verkefni eru talin vera stök fyrirbæri sem ólíklegt er að endurtaki sig í næsta verkefni. Ákvörðunartakinn sér því ekki skóginn fyrir trjánum og velur meðvit­ að, eða ómeðvitað, það jákvæða en víkur frá sér því neikvæða óháð því hvort reynslan bendi til innistæðu fyrir slíkri bjartsýni eða ekki (Lovallo og Kahneman, 1994; Buehler et al., 1994; Buehler et al., 1997; Newby­Clark et al., 2002). Annað fyrirbæri sem getur einnig leitt af sér gallaða áætlunargerð er kallað mistúlkun af ásetningi (strategic misrepresentation) (Wachs, 1989). Jones og Euske (1991) skilgreindu þetta fyrirbæri í samhengi opinbers rekstrar svona: “[strategic] misrepresentation is the planned, systematic distortion or misstatement of fact, lying, in response to incentives in the budget process” (Jones og Euske, 1991;437). Bent Flyvbjerg (2006) vill ætla að mistúlkun af ásetningi sé ekki síst algeng í opinberum verkefnum. Mörg opinber verkefni keppa um takmarkaða fjármuni sem leiðir til þrýstings þegar að ákvörðunartak­ inn telur sér skylt að berjast fyrir „sínu“ verkefni í samkeppni við önnur: „Here, when forecasting the outcomes of projects, forecasters and managers deliberately and strategically overestimate benefits and underestimate costs in order to increase the likelihood that it is their projects, and not the competition’s, that gain approval and funding” Flyvbjerg (2006;6). Vísvitandi vanmat á kostnaði og ofmat á gæðum verkefna kallar Flyvbjeg „öfugan Darwinisma“ eða „sá vanhæfasti lifir af“ (Flyvbjerg, 2005). Aðferðir Rannsóknin er megindleg meðal fjögurra hópa sem ýmist taka ákvarð­ anir fyrir hönd skattgreiðenda eða í einkafyrirtækjum. Hóparnir eru: Alþingismenn, forstjórar/framkvæmdastjórar í framleiðslufyrirtækjum, forstjórar/framkvæmdastjórar í þjónustufyrirtækjum og forstjórar/fram­ kvæmdastjórar í sprotafyrirtækjum (frumkvöðlar). Nöfn stjórnendanna í einkageiranum voru fundin í atvinnugreinalistum úr tímaritinu Frjálsri verslun (Frjáls Verslun, 2013a; Frjáls Verslun, 2013b). Valið byggðist á þeirri forsendu að hugsanlega sé munur á afstöðu til áhættu eftir atvinnugreinum. Nöfn þingmannanna voru fengin af vefsvæði Alþingis. Allir í þýðinu fengu persónulegan tölvupóst þar sem markmið könnunarinnar voru útskýrð og nafnleyndar heitið. Tölvupóstinum var fylgt eftir með netkönnun. Af 63 þingmönnum svöruðu 23 (36%), af 73 stjórnendum í framleiðslufyrirtækjum svöruðu 47 (64%), af 91 stjórnendum í þjónustufyrirtækjum svöruðu 52 (56%) og af 82 frum­ kvöðlum svaraði 31 (38%). Af hópi þingmanna eru 65% þeirra sem svöruðu karlmenn, 96% eru karlmenn í hópi stjórnenda í framleiðslu­ fyrirtækjum, í hópi stjórnenda í þjónustufyrirtækja voru 88% svarenda karlmenn og 67% frumkvöðla reyndust vera karlmenn. Meðalaldur þingmanna er 49 ár, 47 ár meðal stjórnenda í framleiðslufyrirtækjum, 52 ár í þjónustufyrirtækjum og loks 36 ár meðal frumkvöðla. Rannsóknin var hönnuð til að meta persónulega afstöðu til áhættu með því að biðja þátttakendur að meta sjálfa sig á kvarðanum 1­10 (1= tek aldrei áhættu, 10= tek alltaf áhættu). Þessu var fylgt eftir með því að spyrja um viljann til fjárfestingar ef þátttakandinn hefði unnið umtalsverða upphæð í happdrætti (16 milljónir ISK). Eftir að hafa unnið í happdrættinu býður virt fjármálastofnun þátttakandanum að fjárfesta upphæðinni, eða hluta hennar, í ábatasamri en áhættusamri fjárfestingu5. Helsti tilgangur rannsóknarinnar var að freista þess að ákveða lögun nytjafallsins sem lýsir afstöðu hópanna til áhættu. Í því augnamiði var stillt upp möguleikum sem eiga að lýsa valkostum sem ákvörðunartak­ inn kann að standa frammi fyrir. Inntak könnunarinnar er að áætlun um kostnað hefur verið gerð en jafnframt hefur verið sett fram mat á áhættu á framúrkeyrslu sem hlutfall af kostnaðaráætlun. Ákvörðunartakinn á að velja kost þar sem hann er hlutlaus (indifferent) milli líkinda á að standast áætlun og líkinda á framúrkeyrslu. Verkefnin sem spurt var um voru þrennrar gerðar: Í fyrsta lagi verkefni til að bæta starfsmannaaðstöðu, í annan stað að fjárfesta í nýrri framleiðslulínu og loks að fjárfesta í öryggiskerfum6. Þessar verkefnisgerðir voru valdar sem dæmigerðar fyrir verkefni sem eiga ýmist að skila hagnaði eða bæta skilyrði og velferð. Ákvörðunartakinn þurfti að velja hutleysi milli valkosta með því að velja milli eftirfarandi: Ég myndi aðeins samþykkja (..) –verkefnið ef ég er sannfærður um að raunverulegur kostnaður er lægri eða jafn áætluðum kostnaði. Ég myndi samþykkja (..) –verkefnið ef líkur á framúrkeyrslu kostn­ aðar eru 10% og líkur á að standast áætlun eru 90%. Ég myndi samþykkja (..) –verkefnið ef líkur á framúrkeyrslu kostn­ aðar eru 20% og líkur á að standast áætlun eru 80%. Ég myndi samþykkja (..) –verkefnið ef líkur á framúrkeyrslu kostn­ aðar eru 30% og líkur á að standast áætlun eru 70%. Fullyrðingin var endurtekin fyrir 30% líkur á framúrkeyrslu kostnað­ ar og 70% líkum þess að vera á áætlun, 40% líkur á framúrkeyrslu kostnaðar og 60% líkum þess að vera á áætlun o.s.frv. Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að nota sömu verkefnisgerðir fyrir þingmennina. Starfsmannaaðstaða varð að heilsugæslustöð, fram­ leiðslulína varð að virkjun og öryggiskerfi að björgunarþyrlu. Þá voru fjárfestingartölur aðlagaðar að líklegri tölu vegna þessara verkefna. Niðurstöður könnunar Þingmenn eru að eigin mati sá hópur sem síst viljugur til að taka persónulega áhættu (5,3) en frumkvöðlar eru þess fúsastir (6,6). Aðspurðir um hvað miklu af happdrættisvinningnum hóparnir myndu fjárfesta eru þingmenn varfærnastir og frumkvöðlarnir fúsastir til að taka áhættu. Þingmenn myndu aðeins fjárfesta 2 milljónum (12%) ISK en frumkvöðlar myndu fjárfesta 3,5 milljónum ISK (22%). 5 Ímyndum okkur að þú hafir unnið 16 milljónir kr í happdrætti. Sama dag og þú færð vinningin kemur traust og virt fjármálastofnun til þín með fjárfestingartilboð með eftirfarandi skilyrðum: Það er 50% möguleiki á að tvöfalda fjárhæðina sem fjárfest er á tveimur árum. Það er jafn líklegt að helmingur fjárfestingarupphæðar­ innar glatist. Hvaða hlutfalli 16 milljóna happdrættisvinningsins myndir þú fjár­ festa í samræmi við tilboðið? 6 Þú ert hluti af hópi sem á að taka fjárfestingarákvörðun vegna þriggja verkefna. Fyrir liggur kostnaðaráætlun ásamt óvissumati (líkum á framúrkeyrslu kostnaðar). Fyrsta verkefnið er (..). Kostnaðaráætlunin er (..) ISK en vegna óvissu um framtíðina eru líkur á að kostnaðaráætlun standist ekki. Eftir að verkefnið hefur verið samþykkt verður ekki hægt að hætta við það. Hvað af eftirfarandi á best við þig?

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.