Verktækni - 2015, Blaðsíða 41

Verktækni - 2015, Blaðsíða 41
VERKTÆKNI 2015/21 41 ritrýndar vísindagreinar Greining sveigjanlegra vegbygginga Aðferðir við burðarþolshönnun vega hafa til langs tíma byggt á reynslu. Þessar aðferðir eru einfaldar en takmarkaðar og niðurstöðurnar oft einhæfar og ógagnsæjar. Víða er verið að þróa nýjar aflfræðilegar hönnunaraðferðir sem spá fyrir um niðurbrotshegðun vega sem fall af tíma. Hegðunin er háð mörgum ólíkum þáttum svo sem álagi, efnisvali, þykkt laga og umhverfisþáttum. Helsti veikleiki aflfræðilegu aðferðanna er takmörkuð þekking á áhrifum ýmissa umhverfisþátta (s.s. hitastigs, raka og frosts/þíðu skipta) á efniseiginleika mismunandi laga vegarins og hver séu tengslin milli niðurbrotsferils vegarins og umhverfisþáttanna. Hröðuð álagspróf (APT) þar sem vegbygging var prófuð með þungum bílhermi (HVS) og svörun mæld sem fall af tíma voru notuð til að kanna og greina hvaða áhrif þung umferð og aukinn raki hefðu á vegbygginguna. Lykilorð: Hröðuð álagspróf, svörun vegbygginga, niðurbeygjur vegbygg- inga, óbundin malarefni, rakaáhrif. ÁGRIP Abstract Fyrirspurnir: Þorbjörg Sævarsdóttir thorbjorg.saevarsdottir@efla.is Greinin barst 30. september 2014. Samþykkt til birtingar11. mars 2015. Þorbjörg Sævarsdóttirab, Sigurður Erlingssonac aUmhvefis­ og byggingarverkfræðideild bEfla verkfræðistofa, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík cSwedish Road and Transport Research Institute (VTI), Svíþjóð Inngangur Íslenska vegakerfið er um 12.900 km árið 2014, byggt upp fyrir um 326.000 fasta íbúa. Hver kílómetri af nýjum vegi með bundnu slitlagi kostar að minnsta kosti 25 milljónir, nýr 20 km vegur kostar því um 500 milljónir eða um 1500 kr á hvern íbúa landsins (Vegagerðin, 2014; Ríkiskassinn, 2014). Þetta eru háar fjárhæðir og þess vegna skiptir hönnun og ending vegbygginga miklu máli. Í byggingarverkfræði verður brot venjulega þegar álag sem mann­ virki verður fyrir er stærra en styrkur þess, þá hrynur mannvirkið eða verulegir brestir koma í það. Umferðarálag sem vegbygging verður fyrir er yfirleitt mun minna heldur en brotstyrkur hennar. Það er því yfirleitt ekki eitt tiltekið álagstilfelli sem brýtur vegbygginguna niður heldur veldur það örsmárri hnignun. Endurtekið umferðarálag veldur því að vegirnir hrörna smám saman þar til þjónustustig þeirra verður óásættanlegt. Brotmarkaástand vega þarf því að skilgreina með öðrum hætti en fyrir mörg önnur mannvirki. Vegsnið eru venjulega hönnuð fyrir ákveðinn hönnunartíma, þ.e. tíminn frá byggingu og þangað til þörf er á að ráðast í umfangsmikið viðhald og/eða endurbyggingu. Burðarþolshönnun er framkvæmd til að tryggja að vegsniðið þoli álagið sem það verður fyrir á líftíma sínum, með það að markmiði að ákvarða hagkvæmastan fjölda, gerð (efnissamsetningu) og þykktir einstakra laga vegsniðsins. Vegakerfið á Íslandi er aðallega byggt upp af sveigjanlegum veg­ byggingum og því er aðaláherslan á þær hér, en hegðun þeirra er töluvert frábrugðin stífum vegbyggingum sem hafa sementsbundið slitlag sem situr á þunnu jöfnunarlagi. Sveigjanlegar vegbyggingar eru hins vegar byggðar upp af slitlagi (malbiki, slitlagsklæðingu eða malar­ slitlagi), burðarlagi og styrktarlagi, oft óbundin möl eða púkk, sem situr á vegbotni eða fyllingu. Sveigjanlegar vegbyggingar verða fyrir stað­ bundinni niðurbeygju sem jafnar sig aftur að mestu (rebounce) í hvert skipti sem umferðarálag er lagt á og tekið af veginum. Niðurbrot sveigjanlegra vega er flókið ferli sem er háð mörgum þáttum svo sem öxul­ og hjólaálagi, dekkjaþrýstingi, efnisvali, gerð undirlags, þykkt laga, umhverfisskilyrðum, gæðum útlagningar. Tegundir niðurbrots eru einnig margvíslegar svo sem hjólfaramyndun, þreytusprungur og blæðingar. Ef til vill vegna þessa hefur burðarþols­ Due to the complex behaviour of pavements most traditional pavement design is done with empirical methods that are based on long­term experience. Due to their simplicity, one of their limitations is that they cannot be extrapolated with confidence beyond the conditions on which they are based. New mechanistic design methods are being developed to predict the behaviour of road structures. The behaviour depends on many factors such as the applied loads, the materials used, the thickness of the layers and the environmental conditions. One of the main limitations is the influence environmental conditions (such as temperature, moisture and frost/thaw variations) have on the materials and deterioration of road structures. Here accelerated pavement tests (APT), where instrumented pavement structures are tested using a heavy vehicle simulator (HVS), are used to examine the influence increased moisture content has on road structures and the accuracy of repeated tests is estimated. Key words: Accelerated pavement testing, pavement response, pavement deformation, unbound granular materials, water impact. hönnun vega lengi að mestu byggt á reynsluaðferðum. Helsti kostur slíkra aðferða er einfaldleikinn, en hönnunin verður takmörkuð, niður­ stöðurnar einhæfar og erfitt er að uppfæra aðferðirnar á nýjar og/eða óvenjulegar aðstæður þar sem hönnunarferlið er ógegnsætt og byggir á staðbundinni reynslu. Síðustu ár hafa aflfræðilegar hönnunaraðferðir við þolhönnun vega verið að ryðja sér til rúms víða um heim, en slíkar aðferðir krefjast mikilla upplýsinga þar sem áhrifaþættir niðurbrotsferilsins eru marg­ víslegir. Tilgangur aðferðanna er að spá raunhæft fyrir um niðurbrot vega sem fall af tíma og fá þannig góða yfirsýn yfir hrörnun vegarins yfir líftíma hans sem nýtist til dæmis við gerð viðhaldsáætlana. Í dag er helsti veikleiki aflfræðilegra hönnunaraðferða takmörkuð þekking á áhrifum ýmissa umhverfisþátta, s.s. hitastigs, raka og frost­ þíðuskipta, á efniseiginleika og niðurbrotsferli vegbygginga. Í sveigj­ anlegum vegbyggingum sýna óbundin burðar­ og styrktarlög vegarins ólínulega (spennu­ og rakastigsháða) hegðun undir umferðarálagi. Ef aflfræðilegu aðferðirnar eiga að líkja eftir niðurbrotsferlinu á raunhæf­ an hátt er því nauðsynlegt að bera niðurstöður líkananna saman við niðurstöður úr prófunum sem líkja eftir raunhegðun burðar­ og styrkt­ arlaganna, fyllingarinnar sem og vegbotnsins í vegbyggingum í notk­ un. Hröðuð álagspróf (e. Accelerated Pavement Tests – APT) hafa aukið mjög skilning manna á niðurbrotsferli vegbygginga og byggt grunn fyrir nýjar skilvirkari hönnunaraðferðir. Hérlendis þarf hönnunaraðferðin að taka mið af þunnum vegsnið­ um í köldu loftslagi. Algengasta brotform íslenskra vega er hjólfara­ myndun, og því er mikilvægt að þekkja og geta líkt eftir þróun hjólfara­ myndunar við mismunandi aðstæður. Hönnunarferlið Til þess að hægt sé að halda áfram þróun aflfræðilegra hönnunarað­ ferða þarf að þekkja vel hegðun og eiginleika byggingarefnanna og undirlagsins við mismunandi umhverfisskilyrði. Einnig þarf að þekkja og taka raunhæft tillit til svörunar óbundinna laga vegarins, burðar­ og styrktarlags, undir mismunandi umferðarálagi. Flæðirit af aflfræðilegum hönnunaraðferðunum (e. Mechanistic Empirical Performance Models), sem nú eru í þróun og notkun, er sýnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.